Færslur: Malaví

Tugir létust í óveðri í Afríku
Hitabeltislægðin Ana hefur orðið tugum að bana og valdið miklu tjóni á eignum í löndum í sunnanverðri Afríku. Nokkur héruð hafa verið lýst hamfarasvæði.
27.01.2022 - 16:06
Forsetakosningar endurteknar í Malaví
Forsetakosningar verða endurteknar í Malaví 2. júlí, að því er kjörstjórn í landinu tilkynnti í dag. Stjórnlagadómstóll ógilti kosningarnar sem fram fóru í maí í fyrra vegna skipulagsleysis.
23.03.2020 - 13:07
Hnotskurn: Barnabrúðkaupum fjölgar í hamförum
Önnur hver stúlka í Malaví er gefin í hjónaband fyrir átján ára aldur. Fólksfjölgun þar er með því mesta sem gerist í heiminum og þungunarrof er óheimilt. Fjallað er um málið í Hnotskurn í dag:
29.10.2019 - 10:32
Myndskeið
Yfir eitt þúsund kólerusmit í Mósambík
Yfir eitt þúsund kólerusmit hafa verið staðfest í Mósambík. Sjúkdómurinn breiðist ógnarhratt út eftir hörmungar sem eru taldar þær verstu á svæðinu í áratugi.
02.04.2019 - 20:00
732 lík fundin í Mósambík, Malaví og Simbabve
Lík 732 manneskja sem fórust í fellibylnum Idai og flóðunum í kjölfar hans hafa nú fundist samkvæmt opinberum tölum. Flest þeirra í Mósambík, eða 417, en hin í Simbabve og Malaví. Hundraða er enn saknað svo vitað sé og lítið vitað um stöðuna á stórum svæðum sem urðu illa úti í hamförunum. Stjórnvöld í Mósambík óttast að yfir 1.000 manns hafi farist þar í landi.
24.03.2019 - 06:10
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Mósambík · Malaví · Simbabve
Kólera og malaría gjósa upp á flóðasvæðunum
Fyrstu kólerutilfellin á flóðasvæðunum í Mósambík voru staðfest í dag, rúmri viku eftir að hitabeltisstormurinn Idai fór hamförum þar og í nágrannaríkjunum Malaví og Simbabve. Talsmaður Rauða krossins og Rauða hálfmánans í hafnarborginni Beira greindi frá þessu og varaði við því að búast megi við því að fleiri smitsjúkdómar blossi upp á flóðasvæðunum. Þar eru stór svæði enn á kafi í vatni og malaríutilfellum þegar farið að fjölga umtalsvert.
23.03.2019 - 01:22
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Mósambík · Malaví · Simbabve
Yfir 550 látin í mestu hamförum í manna minnum
Staðfest dauðsföll af völdum fellibylsins Idai, sem gekk yfir Simbabve, Malaví og Mósambík í síðustu viku, eru nú yfir 550 talsins. Eru þetta einhverjar verstu veðurtengdu hamfarir sem dunið hafa á sunnanverðri Afríku um árabil. Úrhellisrigning fylgdi ofsaveðrinu og orsakaði gríðarmikil flóð sem enn eru lítið farin að sjatna, viku eftir að ósköpin dundu yfir. Áætlað er að um 15.000 manns bíði einn björgunar við lífshættulegar aðstæður.
22.03.2019 - 03:32
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Simbabve · Malaví · Mósambík
Þjóðarsorg í Mósambík eftir hamfarirnar
Fellibylurinn Idai olli gríðarlegum hamförum sem hafa sett líf og tilveru milljóna manna í þremur Afríkuríkjum úr skorðum, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Óttast er að þúsundir hafi farist í hamförunum. Flóð af völdum fellibylsins ollu gríðarlegri eyðileggingu og manntjóni á stóru svæði í Mósambík, Simbabve og Malaví í liðinni viku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Mósambík vegna hörmunganna.
20.03.2019 - 03:21
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Mósambík · Malaví · Simbabve
Myndskeið
Óttast að yfir þúsund séu látin í Mósambík
Óttast er að yfir þúsund hafi látið lífið þegar fellibylurinn Idai gekk yfir suðausturhluta Afríku. Bylurinn olli mikilli eyðileggingu í þremur löndum og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Simbabve.
18.03.2019 - 19:39
Erlent · Afríka · Hamfarir · Mósambík · Simbabve · Malaví
Tugir látið lífið í óveðri í Afríku
Að minnsta kosti 31 eru látnir og tuga er saknað eftir að fellibylurinn Idai reið yfir austurhluta Simbabve í gær. Idai hefur þegar valdið usla í Malaví og Mósambík, en alls hafa yfir ein og hálf milljón manna í löndunum þremur fundið fyrir áhrifum fellibylsins að sögn Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda.
17.03.2019 - 04:27
Erlent · Afríka · Hamfarir · Mósambík · Malaví · Simbabve