Færslur: Malasía

Síðasti Súmötrutarfurinn í Malasíu dauður
Síðasti Súmötru-nashyrningstarfurinn í Malasíu er dauður, og er aðeins ein kýr eftir af stofninum í landinu. Súmötrunashyrningar eru fámennasti hópur nashyrninga í heiminum. Þeir voru úrskurðaðir útdauðir sem villt dýr í Malasíu árið 2015, en nokkrir tugir dýra finnast á indónesísku eyjunum Súmötru og Borneó.
28.05.2019 - 04:51
Húsleit hjá Deloitte í Malasíu vegna fjársvika
Húsleit var gerð í dag hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte í Malasíu. Það sá um endurskoðun opinbers sjóðs sem fyrrverandi forsætisráðherra landsins er grunaður um að hafa rænt úr yfir fimm hundruð milljörðum króna.
23.05.2019 - 16:14
Banakonu Kims Jong-nams sleppt úr haldi
Doan Thi Huong, sem fyrir mánuði var sakfelld fyrir að hafa orðið Kim Jong-nam, hálfbróður Kims Jong-uns, að bana á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur, er frjáls ferða sinna og lögð af stað til heimalands síns, Víetnam. Lögmaður Huong, Hisyam Teh, greindi þýsku fréttastofunni dpa frá þessu í morgun. Ákærunni á hendur Huong var breytt úr morðákæru í ákæru fyrir líkamsárás áður en dómur var upp kveðinn, og var hún á endanum aðeins dæmd til þriggja ára og fjögurra mánaða fangavistar.
03.05.2019 - 06:09
Enn ein ákæra á hendur Rosmah Mansor
Yfirvöld í Malasíu birtu í morgun nýja ákæru á hendur Rosmah Mansor, eiginkonu Najibs Razaks, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Hún var að þessu sinni sökuð um að hafa þegið jafnvirði 143 milljóna króna í mútur í tengslum við við smíði sólarorkuvers.
10.04.2019 - 08:44
Erlent · Asía · Malasía
Najib kveðst saklaus
Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, lýsti sig saklausan af öllum ákæruatriðum þegar réttarhöld hófust í fjársvikamáli gegn honum í Kuala Lumpur í morgun. Þetta eru fyrstu réttarhöldin af nokkrum tengd þessu máli.
03.04.2019 - 08:23
Erlent · Asía · Malasía
Meintur morðingi Kim Jong-Nams látinn laus
Indónesísk kona sem ákærð var fyrir morðið á hálfbróður Kim Jong-Uns fyrir tveimur árum, var látin laus í morgun og allar ákærur á hendur henni felldar niður. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Önnur kona, víetnömsk, sem ákærð er fyrir sama glæp, er hins vegar enn í haldi. Frelsun hinnar 26 ára Siti Aisyah kemur mjög á óvart og voru engar skýringar gefnar á þessari ráðstöfun.
11.03.2019 - 05:49
Fimm ár frá hvarfi MH370
Fimm ár eru í dag síðan flugvél Malaysia Airlines hvarf á leið frá Malasíu til Kína með 239 um borð. Það var 8. mars 2014 vélin fór í sína hinstu ferð, flug MH370.
08.03.2019 - 08:25
Erlent · Asía · Malasía · Kína
Fastur á flugvelli í Malasíu frá því í mars
Sýrlenskur flóttamaður, Hassan al-Kontar að nafni, hefur verið fastur á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu frá því í byrjun mars vegna þess að hann fær hvergi vegabréfsáritun. Hann segist vera eftirlýstur í Sýrlandi vegna þess að hann neitaði að gegna herþjónustu. Styrjöld hefur geisað í Sýrlandi frá árinu 2011.
18.07.2018 - 10:32
Úttroðnar töskur af gjaldeyri og skarti
Lögregla í Malasíu hefur lagt hald á háar fjárhæðir og mikil verðmæti af ýmsu tagi í aðgerðum sem beinast að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Najib Razak, sem missti embætti sitt í tímamótakosningum í síðustu viku. Leitað var í fjölmörgum íbúðum og öðrum byggingum í höfuðborginni Kuala Lumpur, sem tengjast forsætisráðherranum fyrrverandi. Uppskeran var ríkuleg að sögn lögreglu.
18.05.2018 - 04:27
Fráfarandi forsætisráðherra í farbann
Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu og eiginkonu hans er bannað að yfirgefa landið. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirmanni innflytjendaeftirlits landsins. 
12.05.2018 - 06:22
Erlent · Asía · Malasía
Söguleg kosningaúrslit í Malasíu
Söguleg úrslit urðu í kosningum í Malasíu í gær þegar endi var bundinn á sextíu ára valdatíð ríkjandi afla í landinu. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Hinn 92 ára gamli Mahathir Mohamad verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra landsins.
10.05.2018 - 01:35
16 handteknir fyrir smygl á fólki
Sextán voru í dag handteknir í Malasíu grunaðir um tilraun til að smygla á annað hundrað Sri-Lankamönnum með skipi til Ástralíu og Nýja Sjálands. Skipið var nærri komið út úr malasísku lögsögunni þegar för þess var stöðvuð. Alls voru 100 karlar, 24 konur og níu börn frá Sri Lanka í skipinu.
06.05.2018 - 10:26
50 lifandi krókódílar á Heathrow flugvelli
Tollyfirvöld í Bretlandi lögðu á dögunum hald á 50 lifandi krókódíla á Heathrow-flugvelli í London. Krókódílarnir voru fluttir til landsins frá Malasíu og var ætlunin að flytja þá á býli í Cambridgeshire á austur Englandi og ala þá til að nýta kjötið.
04.05.2018 - 18:44
Leit að MH370 farþegaþotunni að hefjast
Bandaríska könnunarfyrirtækið Ocean Infinity hefur fengið leyfi til að hefja að nýju leit að malasískri farþegaþotu, sem hvarf yfir Indlandshafi með 239 manns innanborðs fyrir tæpum fjórum árum.
06.01.2018 - 16:01
Erlent · Asía · Malasía
Leita á ný að malasísku flugvélinni
Leit er að hefjast að nýju að malasísku farþegavélinni MH370 sem hvarf með 239 menn yfir Indlandshafi fyrir tæplega fjórum árum, 8. mars 2014.
28.12.2017 - 12:02
Neita að hafa ætlað að myrða Kim Jong-Nam
Tvær konur sem ákærðar eru fyrir morðið á Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-Un, neituðu sök við upphaf réttarhaldanna yfir þeim í Malasíu í morgun. Konurnar, Doan Thi Huong frá Víetnam og Siti Aisyah frá Indónesíu , voru handteknar nokkrum dögum eftir að Kim Jong-Nam var myrtur á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur þann 13. febrúar síðastliðinn. Þær eru sakaðar um að hafa ráðið Kim bana með því að skvetta og nudda bráðdrepandi taugaeitri í andlit hans.
02.10.2017 - 03:34
  •