Færslur: Málaralist

Víðsjá
Mér líður eins og dekurbarni
Listmálarinn Steingrímur Gauti Ingólfsson opnaði í upphafi september einkasýningu á verkum sínum í galleríi í miðborg Parísar. Galleríið er glænýtt, það heitir Galerie Marguo og reynslumiklir aðilar í myndlistarheiminum reka það. Áhugi á sýningunni var mikill ekki síst hjá aðilum í Asíu sem kunna vel að meta verkin.
Tárast alltaf yfir fegurðinni í Bíldudal
„Ég vil meina að þetta sé miðjarðarhafsbær norðursins,“ segir myndlistarkonan Harpa Árnadóttir um Bíldudal, þangað sem hún á ættir að rekja. Á sýningunni Djúpalogn í Hverfisgalleríi sýnir Harpa málverk, bókverk og teikningar en öll eru verkin innblásin af andblæ Arnarfjarðar. Myndlistarkonan notar jafnvel hafkalk úr firðinum til að vinna verkin.
26.10.2019 - 09:37
350 ára ártíð Rembrandts fagnað í Hollandi
Árið 1669 lést Rembrandt Harmenszoon van Rijn, 63 ára gamall, hálfgleymdur og bláfátækur einstæðingur. Nú 350 árum síðar er Rembrandts minnst í Hollandi og víðar með sýningum, viðburður og viðhafnarútgáfum.
26.02.2019 - 12:13
Dreymdi sig sem málara og fór að mála
Stundum (yfir mig fjallið) er heiti á málverkasýningu í sýningarsal Berg Contemporary við Klapparstíg. Málverkin á bandaríski listmálarinn John Zurier sem hefur vanið komur sínar hingað til lands á undanförnum árum og orðið fyrir hughrifum frá landi, menningu og þjóð.
19.10.2018 - 09:41
Málverkið er svakalega breiður faðmur
„Myndlist verður að vera opin til túlkunar,“ segir myndlistarmaðurinn Jón Axel Björnsson sem sýnir ný málverk og vatnslitamyndir á sýningunni Afstæði í Hafnarborg. Verk Jóns eru á jarðhæð safnsins, í Sverrissal, en á efri hæðinni sýnir Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir á sýningunni Margoft við sjáum og margoft við sjáum aftur. Hún er sammála Jóni um að ekki megi þröngva merkingu og túlkun upp á áhorfandann.
„Verkið er algjörlega dautt“
Málverkið Salvator Mundi sem eignað er Leonardo da Vinci var selt fyrir metfé á uppboði í New York í síðustu viku. Efasemdir hafa komið fram um verkið en í Víðsjá á Rás 1 var fjallað um Leonardo og listaverkið.
21.11.2017 - 14:53
Ofursvart, leður, hárkollur og barokk
Myndlistarkonurnar Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir hafa sett upp tvær einkasýningar undir einni hugmynd á Norður-Atlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn. Yfirskriftin er Super Black, Ofur-svart, en tengingarnar ná aftur til barokktímans og inn í kvenlíkamann. Kristín Gunnlaugsdóttir var gestur í Víðsjá.