Færslur: Magnús Tumi Guðmundsson

Gosið í Fagradalsfjalli fer greinilega minnkandi
Mælingar á meðalhraunrennsli í gosinu í Fagradalsfjalli sýna svo ekki er um að villast að gosið fer minnkandi. Þó er enn of snemmt að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa í viðbót.
Myndskeið
Öflugur hraunfoss rennur úr gígnum niður í Meradali
Aukið líf hefur færst í gosið við Fagradalsfjall á ný eftir að virknin datt niður þann 6. júlí. Gosórói tók að aukast um tíuleytið í gærkvöld og hefur aukist nokkuð hratt og örugglega síðan.
Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, áætlar að hraunið sem runnið hefur úr gígnum í Geldingadölum í Fagradalsfjalli hafi þakið um það bil 15 hektara, eða 0.15 ferkílómetra seinnipartinn í dag. Magnús Tumi tekur fram að þetta sé ekki sérlega nákvæmt mat, en ætti ekki að vera fjarri lagi.
Líkur á eldgosi aukast eftir því sem það skelfur lengur
Eftir því sem núverandi ástand varir lengur á Reykjanesskaga aukast líkur á því að hrinan endi með eldgosi. Jarðeðlisfræðingur segir Vísindaráð almannavarna þeirrar skoðunar að staðan í dag sé svipuð og undanfarna daga, en það sé erfitt að sjá fram í tímann þar sem það hefur aldrei gosið á svæðinu síðan mælingar hófust. En það sé ekki hægt að slá því föstu að það fari að gjósa.