Færslur: magaermi

Fjöldi offituaðgerða margfaldaðist á örfáum árum
Offituaðgerðum hefur fjölgað ört hér á landi á síðustu fimm árum. Aðgerðirnar eru gerðar á Landspítalanum og á Klíníkinni í Ármúla. Árið 2017 voru gerðar 62 aðgerðir á Klíníkinni en í ár stefnir í að þær verði þúsund. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir hjá Klíníkinni, segir fjölgunina skýrast af mörgum samverkandi þáttum, meðal annars því að einfaldari aðgerðir séu í boði nú en áður.
10.05.2021 - 07:47
Áfall að vera of þungur til að fara í magaermisaðgerð
„Þessi feluleikur var svo mikill. Það var lýjandi,” segir Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður. Tómas var gestur Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. Tómas fór árið 2015 í svokallaða magaermisaðgerð eftir að hafa barist við offitu í mörg ár. 
22.07.2020 - 13:25
Kanna hvort Auðun standist kröfur landlæknis
Sex einstaklingar hafa látist eftir að hafa undirgengist offituaðgerðir hjá íslenskum skurðlækni, Auðuni Sigurðssyni. Fjórir í Bretlandi og tveir á Íslandi. Auðun heldur úti einkarekinni skurðstofu út frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, undir merkjum Gravitas, þar sem boðið er upp á ýmsar offituaðgerðir.