Færslur: Mafía

Mafíuforingi laus úr fangelsi
Mafíuforinginn Giovanni Brusca, einnig kallaður slátrarinn, losnaði úr fangelsi í vikunni. Hann sat inni í 25 ár fyrir þátt sinn í yfir hundrað morðum, þar á meðal fyrir morðið á saksóknaranum Giovanni Falcone. Hann verður á skilorði næstu fjögur ár. 
02.06.2021 - 05:17
Myndskeið
Lögregluvernd í 30 ár vegna rannsókna á mafíum
Saksóknari á Ítalíu hefur óttast um líf sitt síðan hann byrjaði að rannsaka glæpi hinnar harðsvíruðu Ndrangheta mafíu. Réttarhöld standa nú yfir og eru ein þau umfangsmestu í sögu landsins.
Mafíósi kom upp um sig í matreiðsluþætti á Youtube
Ítalskur mafíósi á flótta undan réttvísinni var handtekinn í Dóminíkanska lýðveldinu í Karíbahafi nýverið. Glöggir áhorfendur matreiðsluþáttar á Youtube áttuðu sig á því hver var þar á ferð og komu lögreglu á sporið.
30.03.2021 - 07:11
Heimskviður
Glíma við tvenns konar faraldra, COVID og mafíuna
Ein umfangsmestu réttarhöld í sögu Ítalíu hófust á dögunum. Vitnin verða hátt í þúsund talsins og sakborningarnir eru á fjórða hundruð, allir sakaðir um aðild að mafíustarfsemi. Hin rótgróna glæpastarfsemi hefur gert baráttuna við kórónuveirufaraldurinn enn erfiðari í suðurhluta Ítalíu.
24.01.2021 - 08:20