Færslur: Madríd

Johnson vill að NATO-ríki verji meira fé í varnarmál
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að hvetja leiðtoga aðildarríkja NATO til að leggja aukna áherslu á varnarmál ríkja sinna vegna stríðsins í Úkraínu. Hann vill að minnst tvö prósent af vergri landsframleiðslu í hverju landi renni til hernaðar- og varnarmála.
Spegillinn
Götulistaverk í Madríd ýfir upp gömul sár
Götulistaverk í austurhluta Madridar á Spáni hefur enn á ný valdið deilum og sárindum á milli þeirra sem vilja gera upp valdatíma Frankós á síðustu öld og þeirra sem vilja láta kyrrt liggja.  
24.11.2021 - 10:26
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Boða strangar ferða- og samkomutakmarkanir í Madríd
Spænska ríkisstjórnin boðar ferðabann til og frá höfuðborginni Madríd og næsta nágrenni hennar, og strangar ferða- og samkomutakmarkanir innan sama svæðis. Samkvæmt þeim mega milljónir Madrídinga og nágranna ekki fara út fyrir borgarmörkin og utanaðkomandi ekki heimsækja borgina, nema brýna nauðsyn beri til. Þá mega ekki fleiri en sex koma saman á einum stað. Borgaryfirvöld mótmæla og segja aðgerðirnar, sem ætlað er að stemma stigu við aukinni útbreiðslu kórónaveirunnar, ekki standast lög.
01.10.2020 - 01:47
Ferðaskrifstofur endurmeta Spánarferðir
Fjölgun kórónuveirusmita á Spáni hefur orðið til þess að íslenskar ferðaskrifstofur endurmeta stöðuna daglega gagnvarvart vinsælum ferðamannastöðum. Morgunblaðið greinir frá þessu.
29.07.2020 - 06:16
Ljóst að Loftslagsráðstefnan í Madríd dregst á langinn
Lokadagur tuttugustu og fimmtu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd er runninn upp en viðræðum er hvergi nærri lokið. Helga Barðadóttir, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Loftslagssamningnum og starfsmaður umhverfisráðuneytisins, segir að þrátt fyrir að enn sé deilt um það sama og í Katowice í fyrra hafi náðst ákveðinn árangur í Madríd. Það liggi betur fyrir um hvaða atriði ríki séu ósammála.
Spegillinn
[672 hornklofar] Sjötta greinin eitt aðalmálið í Madríd
Strangt til tekið gætum við Íslendingar haldið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir í þeim mæli sem við höfum gert. Samdráttarmarkmiðum sem eru á ábyrgð stjórnvalda mætti ná með því að byggja upp vindorkuver eða virkja jarðvarma í öðrum ríkjum. Það er búið að veita aðildarríkjum Parísarsamkomulagsins heimild til að versla með losunarheimildir innanlands eða milli ríkja en nákvæm útfærsla á þessu alþjóðlega viðskiptakerfi sem er kallað SDM liggur ekki fyrir.