Færslur: Madagaskar

80 fórust í fellibyl á Madagaskar
Áttatíu manns létust þegar fellibylurinn Batsirai fór yfir Madagaskar um síðustu helgi. Upphaflega hafði verið gefið út að 30 manns hefðu farist en sú tala hækkaði stórlega í dag. Þá misstu um 60 þúsund manns heimili sín.
09.02.2022 - 17:04
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Madagaskar
Tugir létust í óveðri í Afríku
Hitabeltislægðin Ana hefur orðið tugum að bana og valdið miklu tjóni á eignum í löndum í sunnanverðri Afríku. Nokkur héruð hafa verið lýst hamfarasvæði.
27.01.2022 - 16:06
Hungursneyð vofir yfir á Madagaskar
Hungursneyð vofir yfir ríflega milljón manns á sunnanverðu Madagaskar, vegna lengstu og alvarlegustu þurrka sem þar hafa geisað um áratugaskeið. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu. Úrkoma hefur verið afar lítil á suðurhluta Madagaskars síðustu fimm ár og uppskera brugðist ár eftir ár. Ofan á uppskerubrestinn bætast skógeyðing og skelfilegir sandstormar, sem valdið hafa ómældu tjóni.
12.05.2021 - 03:52
Nær allar tegundir lemúra í útrýmingarhættu
Nokkurn veginn allar tegundir lemúra eru í útrýmingarhættu, samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Samtökin hafa birt sinn árlega válista, þar sem fjallað er um ástand og afkomu ríflega 120.000 dýrategunda um allan heim. Samkvæmt honum er um fjórðungur þeirra í mismikilli útrýmingarhættu. Þar á meðal eru 103 af þeim 107 tegundum lemúra sem þekktar eru í heiminum. Og af þeim eru 33 tegundir í bráðri útrýmingarhættu og og á mörkum þess að deyja út í náttúrunni.
10.07.2020 - 07:02
Madagaskar
Yfir 30 dáin og rúm 100.000 á hrakhólum vegna flóða
Yfirvöld á Madagaskar hafa staðfest 31 dauðsfall eftir nokkurra daga úrhelli í landinu norðvestanverðu. Fimmtán til viðbótar er saknað, segir í tilkynningu sem stjórnvöld sendu frá sér í gær og yfir 100.000 eru á hrakhólum vegna hamfaranna. Miklar rigningar hafa geisað á Madagaskar í liðinni viku og orsakað flóð á stórum svæðum, einkum í héruðunum Mitsinjo og Maevatanana á norðvesturodda eyríkisins.
26.01.2020 - 03:43
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Madagaskar
Lungnapest og svartidauði geisa á Madagaskar
Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur hert mjög róðurinn gegn útbreiðslu banvænna farsótta á Madagaskar. Ríflega milljón skömmtum af sýklalyfjum hefur verið dreift til spítala og heilsugæslustöðva víðsvegar um eyjuna til að hjálpa þeim sem smitast af lungnapest eða svartadauða, en báðar plágur orsakast af sömu bakteríu og báðar herja nú á Madagaska sem sjaldan fyrr. 33 hafa dáið síðan faraldurinn braust út í lok ágúst.
08.10.2017 - 07:25
Banvæn pest hefur fellt 21 á Madagaskar
21 hefur dáið og á annað hundrað smitast af lungnapest og svartadauða á Madagaskar, síðan faraldur braust þar út í seint í ágúst. Alþjóða heilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Pestarfaraldrar gjósa árlega upp á Madagaskar, þar sem um 400 smit greinast ár hvert að meðaltali. Oftar en ekki er það svartidauði sem gýs upp í dreifðari byggðum eyjunnar, en að þessu sinni er nær helmingur tilfella lungnapest, sem smitast manna á milli í borgum og bæjum þar sem margt fólk er samankomið á litlu svæði.
03.10.2017 - 02:53