Færslur: Machu Picchu

Gróðureldar í Perú ógna heimsminjum í Machu Picchu
Slökkviliðsmenn í Suður-Ameríkuríkinu Perú hafa staðið í ströngu undanfarna daga vegna mikilla gróðurelda sem geisa í landinu. Samkvæmt yfirvöldum þar í landi höfðu yfir 20 hektarar brunnið á miðvikudag. Óttast er að eldurinn breiðist út til nærliggjandi borgar Inkaveldisins, Machu Picchu.
01.07.2022 - 03:36
Neyðarástand í Perú vegna stöðu ferðaþjónustunnar
Stjórnvöld í Suður-Ameríkuríkinu Perú lýstu í dag yfir neyðarástandi vegna mjög bágborins ástands ferðaþjónustunnar í landinu. Ráðherra ferðamála vinnur að leiðum til að leysa vandann.
Machu Picchu opnuð ferðamönnum að nýju
Ferðamenn geta aftur tekið til við að heimsækja virkisborg Inkaveldisins, Machu Picchu í Perú. Borgin verður opnuð aftur í dag eftir að yfirvöld náðu samkomulagi við mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir á lestarteinum einu leiðarinnar að borginni.
19.12.2020 - 06:40