Færslur: Lyfjastofnun

Myndskeið
Bóluefnaskammtur frá Moderna líklegur í næstu viku
Vonast er til að fyrsti bóluefnaskammtur frá Moderna berist í næstu viku. Lyfjastofnun samþykkti í dag markaðsleyfi fyrir bóluefnið. Þar með hafa tvö bóluefni við kórónuveirunni fengið leyfi hér á landi. 
Fréttaskýring
Forstjóri Hrafnistu segir bólusetningu besta kostinn
Nær allir íbúar hjúkrunarheimila landsins voru bólusettir við COVID-19 í lok desember, meira en 3.200 manns. Á hverri viku deyja að meðaltali um 18 íbúar á hjúkrunarheimilum, um 2 til 3 á dag. Forstjóri Hrafnistu óttast hræðsluáróður í kring um bólusetningar eftir tilkynningar um möguleg tengsl fjögurra andláta við bólusetningar. Um 4.870 manns hafa verið bólusettir á Íslandi, þar af eru rúmlega 1.500 heilbrigðisstarfsmenn. 
Kastljós
Þetta eru hóparnir sem eru ekki í klínísku rannsóknunum
Enn sem komið er bendir ekkert til þess að andlát fjögurra aldraðra einstaklinga, sem nýverið höfðu fengið kórónuveirubólusetningu, tengist bólusetningunni, annað en að fólkið var bólusett nokkru fyrir andlát sitt. Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, en hún var gestur Kastljóss í kvöld. Hún sagði þar að áhrif bóluefnisins á fólk yfir 85 ára hefðu lítið verið rannsökuð.
Óráðlegt að kljúfa sig út úr bóluefnasamningum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur trú á því að búið verði að bólusetja Íslendinga fyrri hluta ársins. Bráðaleyfi fyrir bóluefnum hafi ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar en það hafi verið mat Lyfjastofnunar og sóttvarnalæknis að ekki sé ráðlegt að kljúfa sig út úr samningum.
Þrjú dauðsföll tilkynnt í kjölfar COVID-bólusetninga
Þrír eru látnir eftir að hafa fengið bólusetningu við kórónuveirunni í síðustu viku. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Hún segir að þetta muni ekki hafa áhrif á framhald bólusetninganna hér á landi.
Sjö tilkynningar um aukaverkanir, ein mögulega alvarleg
Sjö tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19, þar af hugsanlega ein alvarleg, sagði Alma D. Möller á uppýsingafundi Almannavarna í dag. „En það var algjörlega óljóst um orsakasamband þar vegna undirliggjandi sjúkdóma,“ sagði Alma um tilkynninguna sem mögulega gæti talist alvarleg.
04.01.2021 - 13:34
Lyfjastofnun veitir bóluefni Pfizer markaðsleyfi
Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefninu Comirnaty frá BioNTech og Pfizer skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Byggir markaðsleyfið á markaðsleyfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en leyfisveiting hennar byggir á meðmælum Lyfjastofnunar Evrópu, segir í tilkynningu Lyfjastofnunar.
21.12.2020 - 23:24
Bóluefnið fær markaðsleyfi á Íslandi fyrir jól
Lyfjastofnun Íslands gefur út íslenskt markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn COVID-19 eigi síðar en á Þorláksmessu, 23. desember.
„Hliðrun á tímalínunni” gæti flýtt bólusetningum hér
„Það er ekki hægt að velta sér upp úr vonbrigðum og væntingum,” segir heilbrigðisráðherra, um þær fregnir að skömmtum frá Pfizer, sem eiga að bólusetja 70.000 Íslendinga, seinkar um óákveðinn tíma. Ráðherra segir Ísland ekki eitt um þessa seinkun, mörg Evrópulönd séu í sömu stöðu. Viðræður við aðra framleiðendur eru enn í fullum gangi. Lyfjastofnun Evrópu ætlar að líklega að taka Pfizer fyrir 21. desember, viku fyrr en áætlað var, og segir ráðherra það geta flýtt bólusetningum á Íslandi.
Geðræn vandamál fylgja notkun hýdroxýklórókíns
Lyfin klórókín og hýdroxýklórókín (Plaquenil), sem notuðu hafa verið í meðferð gegn COVID-19 og ekki gagnast, geta valdið geðrænum vandamálum og sjálfsvígshegðun. Donald Trump Bandaríkjaforseti mælti með notkun lyfjanna gegn veirunni í mars og notaði annað þeirra sjálfur þegar hann greindist með COVID-19 í október.
Myndskeið
Taka ákvörðun um markaðsleyfi bóluefna fyrir jól
Ákvörðun um hvort bóluefni við COVID-19 fái markaðsleyfi í Evrópu verður tekin rétt fyrir jól. Þau þurfa að uppfylla sömu skilyrði og önnur lyf og bóluefni. Hjá Lyfjastofnun er verið að undirbúa flutning og dreifingu bóluefna hérlendis.
Spegillinn
Ekki minni kröfur þó að bóluefni fái flýtimeðferð
Yfir 60 bóluefni og lyf gegn Covid-19 eru nú á borði Lyfjastofnunar Evrópu. Stofnunin hefur gefið út að 70% virkni bóluefnis teljist ekki of lítil. Virkni bóluefna megi fara niður í 60%. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó að þróun bóluefna fái flýtimeðferð sé ekkert slegið af kröfum. Með flýtimeðferð taki skráning bóluefna 70 daga í stað yfir 200 daga.
23.11.2020 - 17:24
Undanþágulyf veitt ef skráð lyf skortir
Skráðu gigtarlyfin Salazopyrin og Salazopyrin EN hafa verið ófáanleg síðan í sumar. Þeirra í stað hafa svokölluð undanþágulyf, eða óskráð lyf verið fáanleg. Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að hörgull á lyfinu sé vegna framleiðslutengds vanda en ekki gæðamála.
05.10.2020 - 17:43
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini aftur ófáanleg
Nauðsynleg andhormónalyf fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini eru ófáanleg á landinu. Aromasin og Exemestan eru bæði á biðlista hjá dreifingarfyrirtækinu Distica.
16.07.2020 - 09:42
Hertar reglur um afhendingu lyfja taka senn gildi
Aðeins verður heimilt að afhenda lyf til þeirra sem hafa lyfjaávísun eða ótvírætt umboð til að sækja lyfin, eftir 10. mars. Þá ganga í gildi breytingar á reglum um afhendingu lyfja í apótekum. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk að framvísa persónuskilríkjum, hvort sem það er að leysa út lyf fyrir sig, eða er með umboð til að sækja fyrir aðra.
01.03.2020 - 08:56
Tveir lyfsalar grunaðir um óeðlilega afgreiðslu lyfja
Grunur er um að tveir lyfsalar hafi gerst sekir um alvarlegt misferli við afgreiðslu lyfja. Lyfjastofnun segir að grunur leiki á að umtalsvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum hafi verið afgreitt án lyfseðla.
09.01.2020 - 18:01
Fegrunaraðgerðir - stutt í eftirlit með efnum og tækjum
Leysitæki og efni sem notuð eru í fegrunarmeðferð falla undir lög sem taka gildi í Evrópu í vor. Nú er ekkert eftirlit með þeim. Lyfjastofnun hefur fjölgað starfsfólki þess vegna til þess að auka eftirlitið. 
13.11.2019 - 22:44
Algjörlega á móti lausasölulyfjum í verslanir
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpi sem kveður á um að leyfa verði sala á tilteknum lausalyfjum, svo sem verkjalyfjum og ofnæmislyfjum, í verslunum. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er alfarið á móti tillögunni og segir að frekar eigi að kanna náttúrulækningar.
23.10.2019 - 22:29
Sjaldgæft krabbamein tengt við brjóstapúða
Brjóstapúðar sem notaðir voru hér á landi á árunum 2007-2015 eru undir sérstöku eftirliti Landlæknisembættisins og Lyfjastofnunar vegna tengsla púðanna við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein. Talið er að um 470 konur hér á landi hafi látið græða þessa tegund brjóstapúða í sig en engin dæmi eru um eitilfrumukrabbamein tengd brjóstapúðum á Íslandi.
Koma í veg fyrir lyfjaskort vegna Brexit
Innflytjendur lyfja þurfa að gera Lyfjastofnun grein fyrir því fyrir 6. febrúar hvort hætta sé á lyfjaskorti hér á landi þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu 29. mars.
25.01.2019 - 09:11
Læknabekkirnir nú búnir tvöföldu öryggi
Rafknúnir skoðunarbekkir á Læknavaktinni við Háaleitisbraut hafa verið teknir í notkun á ný. Bekkirnir eru nú búnir tvöföldu öryggi. Þá hefur verklag við notkun þeirra verið yfirfarið.
17.12.2018 - 13:49
Lyf við háþrýstingi og hjartabilun innkallað
Lyfjastofnun innkallar lyf með efninu Valsartan. Valsartan er notað við háþrýstingi og hjartabilun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun en innköllun lyfjanna nær til allra Evrópuríkja. Mengun kom upp í efninu hjá einum af framleiðanda þess, Xheijang Huahai Pharmaceuticals. Lyf sem innihalda efnið hafa því verið innkölluð og sala á þeim stöðvuð í apótekum. 
06.07.2018 - 11:41
Lyfjastofnun innkallar lyf með valsartan
Lyfjastofnun hefur ákveðið að innkalla nokkur lyf sem innihalda virka efnið valsartan vegna mengunar. Ekki er um bráða hættu að ræða. Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt um mengun í valsartan sem framleitt er af Xheijang Huahai Pharmaceuticals.
05.07.2018 - 17:39
Kanna kosti rafrænna fylgiseðla lyfja
Til skoðunar er á Norðurlöndum að ríkin sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf á öruggan hátt til sjúklinga eru til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu.
13.12.2017 - 23:17