Færslur: Lyfjastofnun Evrópu

Halda áfram að rannsaka röskun á tíðahring
Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, hefur ákveðið að halda áfram að rannsaka aukaverkanir covid-bólusetninga á tíðahring kvenna.
23.06.2022 - 21:19
Svíar hyggjast kaupa bóluefni og lyf gegn apabólu
Svíar hyggjast taka þátt í sameiginlegum kaupum Evrópusambandsins á lyfjum og bóluefnum gegn Apabólu. Veiran hefur greinst um alla veröld og hið minnsta 200 tilfelli hafa verið tilkynnt.
Telja of snemmt að bjóða öllum upp á fjórða skammtinn
Mat lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) er að gefa megi einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefnum Pfizer og Moderna.
Covid-lyf Pfizer fær skilyrt markaðsleyfi í Kína
Paxlovid Covid-lyfi Pfizer hefur verið veitt skilyrt markaðsleyfi í Kína. Frá þessu var greint í morgun en Lyfjastofnun Evrópu heimilaði tiltekna notkun þess í lok janúar.
Notkun töflu gegn COVID-19 leyfð í Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu, EMA, heimilaði í dag notkun Paxlovid, lyfs í töfluformi sem á að draga úr líkum þess að fólk í áhættuhópi lendi á sjúkrahúsi eða deyi af völdum COVID-19. Fyrirtækin Pfizer og BioNTech þróuðu lyfið. Notkun þess var heimiluð í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Paxlovid virkar að sögn sérfræðinga því aðeins ef það er tekið innan fimm sólarhringa frá því að sjúklingur smitast af kórónuveirunni.
EMA rannsakar töflu við COVID-19
Sérfræðingar Lyfjastofnunar Evrópu hafa tekið til athugunar lyf í töfluformi við Covid-sýkingu, sem bandaríska fyrirtækið Pfizer framleiðir. Niðurstöðu er að vænta innan nokkurra vikna.
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um Novavax í dag
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um það í dag hvort heimila eigi notkun Covid-bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Novavax. Aukafundur lyfjanefndar verður haldinn um málið og niðurstöður kynntar strax að honum loknum.
EMA mælir með þriðja COVID-lyfinu
Sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, hefur mælt með að lyfið Xevudy við COVID-19 fái markaðsleyfi. Xevudy er einstofna mótefni og er ætlað fullorðnum og ungmennum, 12 ára og eldri, með COVID-19 sem gætu þróað alvarleg sjúkdómseinkenni af völdum veirunnar en ekki þurfa súrefnisgjöf. Lyfið er svokallað undanþágulyf og hefur því þegar verið í einhverri notkun á EES-svæðinu.
17.12.2021 - 13:32
Væg einkenni af omíkron-afbrigðinu
Lyfjastofnun Evrópu segir að sjúkdómseinkenni af völdum omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi verið væg enn sem komið er. Frekari rannsókna sé þó þörf hvort það geti valdið alvarlegum veikindum.
Bóluefni fyrir börn fær væntanlega markaðsleyfi í dag
Pfizer bóluefnið fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára fær væntanlega markaðsleyfi hér á landi í dag. Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar.
Heimila bólusetningu 5-11 ára
Lyfjastofnun Evrópu heimilaði í dag að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefninu Comirnaty frá Pfizer-BioNTech. Stofnunin hafði áður gefið grænt ljós að börn og ungmenni tólf ára og eldri væru bólusett. Þetta er í fyrsta sinn sem Lyfjastofnunin heimilar bólusetningu svo ungra barna. Mælt er með því að bóluefnið verði gefið börnunum í tveimur skömmtum, tíu míkrógrömm í hvort skipti, með þriggja vikna millibili. Fullorðnir fá þrjátíu míkrógrömm.
Danir hyggjast kaupa lyf til meðferðar við COVID-19
Dönsk stjórnvöld hyggjast verja jafnvirði níu milljarða íslenskra króna til kaupa á tveimur lyfjum til meðhöndlunar gegn COVID-19. Nokkur lyf eru í þróun eða hafa fengið samþykki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu vinnur nú að mati á sex lyfjum við sjúkdómnum.
19.11.2021 - 03:57
Tvö ný lyf við COVID-19 samþykkt í Evrópu
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudag að heimila notkun tveggja nýrra lyfja sem meðferð við COVID-19 á Evrópska efnahagssvæðinu.
Prófanir hafnar á COVID-lyfi í töfluformi
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur tekið til athugunar virkni lyfs frá bandaríska lyfjaframleiðandanum Merck sem á að koma í veg fyrir að fólk veikist alvarlega af COVID-19. Fyrirtækið sótti fyrr í þessum mánuði um bráðabirgðaleyfi fyrir notkun lyfsins í Bandaríkjunum.
Ræða bóluefnisgjöf fyrir börn 5 til 11 ára á þriðjudag
Ráðgjafarnefnd á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hyggst á þriðjudag ræða hvort óhætt sé að samþykkja að gefa bandarískum börnum bóluefni Pfizer.
Morgunvaktin
Segir brýnt að halda áfram skimun við landamærin
Með áframhaldandi skimun við landamærin er hægt að komast hjá því að hingað berist skæð og smitandi afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.
Bjartsýni á virkni nýs bóluefnis Valneva eftir prófanir
Helsti rannsakandi  fransk-austurríska lífefnafyrirtækisins Valneva kveðst vongóður um að nýtt bóluefni þess gegn COVID-19 leiki stórt hlutverk í að binda endi á kórónuveirufaraldurinn. Þriðja stigs prófanir lofa góðu.
Hverju landi í sjálfsvald sett að nota Ronapreve
Lyf þróað gegn kórónuveirufaraldrinum hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Lyfið er undanþágulyf hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu mælir með notkun þess þó að markaðsleyfi hafi ekki fengist.
Moderna fær markaðsleyfi fyrir 12-17 ára
Evrópska lyfjastofnunin hefur veitt markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis Moderna fyrir börn á aldrinum 12-17 ára.
Tímamót í viðureigninni við alzheimer-sjúkdóminn
Íslenskur öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir líklegt að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað. 
Blóðtappar afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen
Lyfjastofnun Evrópu hefur komst að þeirri niðurstöðu að skrá eigi blóptappa sem afar sjaldgæfa aukaverkun bóluefnis Janssen gegn COVID-19.
20.04.2021 - 15:08
Rannsaka tengsl bóluefnis Janssen við blóðtappa
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar nú hvort tengja megi fjögur tilfelli blóðtappa við bólusetningu með bóluefni Johnson & Johnson. Einn er látinn en notast við bóluefni framleitt í verksmiðju Janssen í Evrópu.
Segja blóðtappa mjög sjaldgæfa eftir bólusetningu
Lyfjastofnun Evrópu lýsir því yfir í tilkynningu að blóðtappar séu mjög sjaldgæf aukaverkun bólusetningar með bóluefni AstraZeneca við COVID-19. Þá segir einnig að ávinningur af bólusetningu gegn veirunni séu meiri en hættan á blóðtappa.
Um 65 þúsund bóluefnaskammtar væntanlegir í apríl
Um 65.300 skammtar eru væntanlegir í apríl af bóluefnum þeirra fjögurra framleiðenda sem hér hafa markaðsleyfi. Mánaðarleg afhending bóluefna eykst því um 160% í samanburði við fyrri mánuði.
Byrjað að dreifa bóluefni Janssen 19. apríl
Bandaríski lyfjarisinn Johnson & Johnson byrjar að dreifa bóluefni gegn COVID-19 í Evrópu 19. apríl. Það verður framleitt undir merki dótturfélagsins Janssen sem hefur höfuðstöðvar í Belgíu.