Færslur: Lyfjastofnun Evrópu

Hverju landi í sjálfsvald sett að nota Ronapreve
Lyf þróað gegn kórónuveirufaraldrinum hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Lyfið er undanþágulyf hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu mælir með notkun þess þó að markaðsleyfi hafi ekki fengist.
Moderna fær markaðsleyfi fyrir 12-17 ára
Evrópska lyfjastofnunin hefur veitt markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis Moderna fyrir börn á aldrinum 12-17 ára.
Tímamót í viðureigninni við alzheimer-sjúkdóminn
Íslenskur öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir líklegt að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað. 
Blóðtappar afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen
Lyfjastofnun Evrópu hefur komst að þeirri niðurstöðu að skrá eigi blóptappa sem afar sjaldgæfa aukaverkun bóluefnis Janssen gegn COVID-19.
20.04.2021 - 15:08
Rannsaka tengsl bóluefnis Janssen við blóðtappa
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar nú hvort tengja megi fjögur tilfelli blóðtappa við bólusetningu með bóluefni Johnson & Johnson. Einn er látinn en notast við bóluefni framleitt í verksmiðju Janssen í Evrópu.
Segja blóðtappa mjög sjaldgæfa eftir bólusetningu
Lyfjastofnun Evrópu lýsir því yfir í tilkynningu að blóðtappar séu mjög sjaldgæf aukaverkun bólusetningar með bóluefni AstraZeneca við COVID-19. Þá segir einnig að ávinningur af bólusetningu gegn veirunni séu meiri en hættan á blóðtappa.
Um 65 þúsund bóluefnaskammtar væntanlegir í apríl
Um 65.300 skammtar eru væntanlegir í apríl af bóluefnum þeirra fjögurra framleiðenda sem hér hafa markaðsleyfi. Mánaðarleg afhending bóluefna eykst því um 160% í samanburði við fyrri mánuði.
Byrjað að dreifa bóluefni Janssen 19. apríl
Bandaríski lyfjarisinn Johnson & Johnson byrjar að dreifa bóluefni gegn COVID-19 í Evrópu 19. apríl. Það verður framleitt undir merki dótturfélagsins Janssen sem hefur höfuðstöðvar í Belgíu.
Telja öllu óhætt með bóluefni AstraZeneca
Vísindaráð Lyfjastofnunar Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að ekkert mælti gegn því að fólk yrði bólusett gegn COVID-19 með mótefni AstraZeneca lyjafyrirtækisins sem vísindamenn við Oxford-háskóla þróuðu. Hætt var tímabundið að nota efnið í  nokkrum löndum, þar á meðal á Íslandi, eftir að tilkynningar bárust um að fólk fengi blóðtappa eftir að hafa verið bólusett.
Ávinningurinn vegur þyngra en aukaverkanirnar
Ávinningurinn af bólusetningu með Comirnaty, kórónuveirubóluefni Pfizer/BioNTech er meiri en þær hugsanlegu aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um á þeim rúma mánuði sem liðinn er síðan byrjað var að bólusetja með lyfinu. Engin ástæða er til að breyta leiðbeiningum um notkun þess. Þetta kemur fram í nýrri öryggisskýrslu Lyfjastofnunar Evrópu um Comirnaty.