Færslur: Lyfjastofnun

Halda áfram að rannsaka röskun á tíðahring
Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, hefur ákveðið að halda áfram að rannsaka aukaverkanir covid-bólusetninga á tíðahring kvenna.
23.06.2022 - 21:19
Sjónvarpsfrétt
Vilja reglur og eftirlit um fylliefni
Heilbrigðisráðherra vill setja reglur um hverjir mega sprauta fylliefnum í fólk. Lyfjastofnun undirbýr nú eftirlit með slíkri starfsemi. Forstjóri stofnunarinnar kallar eftir að slíkri starfsemi verði settar meiri skorður.
Telja of snemmt að bjóða öllum upp á fjórða skammtinn
Mat lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) er að gefa megi einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefnum Pfizer og Moderna.
Vill ekki að fólk með einkenni sæki Parkódínið sjálft
COVID-19 sjúklingar, 18 ára og eldri, geta tímabundið fengið afhentar 10 töflur af 500 milligramma Parkódíni í apóteki án lyfseðils. Framvísa þarf vottorði úr Heilsuveru sem staðfestir smit til þess að fá Parkódín hjá lyfjafræðingi. Þetta er undanþáguráðstöfun Lyfjastofnunar sem gildir í rúman mánuð. Stofnunin ítrekaði í dag tilmæli sóttvarnaryfirvalda og báðu veika einstaklinga að útvega öðrum umboð til að sækja lyf fyrir sig.
17.03.2022 - 18:07
Hvorki tilraunalyf né með neyðarleyfi
Lyfjastofnun áréttar í fréttatilkynningu sem birtist á vef hennar í dag að öll bóluefni sem notuð hafa veirð hérlendis hafa fengið skilyrt markaðsleyfi. Það sé ekki neyðarleyfi og lyfin séu ekki tilraunalyf, heldur sé þetta fullgilt markaðsleyfi sem er háð vel skilgreindum skilyrðum.
05.01.2022 - 22:01
Lyfjastofnun ítrekar öryggi bóluefnis eftir kæru
Forstjóri Lyfjastofnunar ítrekaði í fréttatilkynningu í dag að niðurstöður rannsókna liggi alltaf fyrir áður en lyf er heimilað hjá nýjum sjúklingahópi. Frjáls félagasamtök hafa kært markaðsleyfi bóluefnis Pfizer fyrir 5-11 ára börn til heilbrigðisráðuneytisins.
EMA mælir með þriðja COVID-lyfinu
Sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, hefur mælt með að lyfið Xevudy við COVID-19 fái markaðsleyfi. Xevudy er einstofna mótefni og er ætlað fullorðnum og ungmennum, 12 ára og eldri, með COVID-19 sem gætu þróað alvarleg sjúkdómseinkenni af völdum veirunnar en ekki þurfa súrefnisgjöf. Lyfið er svokallað undanþágulyf og hefur því þegar verið í einhverri notkun á EES-svæðinu.
17.12.2021 - 13:32
Bóluefni fyrir börn fær væntanlega markaðsleyfi í dag
Pfizer bóluefnið fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára fær væntanlega markaðsleyfi hér á landi í dag. Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar.
Tvö ný lyf við COVID-19 samþykkt í Evrópu
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudag að heimila notkun tveggja nýrra lyfja sem meðferð við COVID-19 á Evrópska efnahagssvæðinu.
Sjónvarpsfrétt
Nýtt lyf lofar góðu. Gæti fækkað innlögnum og andlátum
Lyf gegn COVID í töfluformi lofar góðu. Talið er unnt að fækka sjúkrahúsinnlögnum og andlátum með notkun þess. Unnt er að veita undanþágu hjá Lyfjastofnun svo hægt væri að nýta lyfið hér á landi
06.11.2021 - 19:24
Prófanir lyfja í töfluformi gegn COVID lofa góðu
Forstjóri Lyfjastofnunar segir  fréttir af prófunum og leyfisveitingum til nota á lyfi gegn covid í töfluformi lofa góðu. Gert sé ráð fyrir að evrópska lyfjastofnunin skoði lyfið í næstu viku. Lyf í töfluformi geti verið nýtt vopn í vopnabúrið gegn faraldrinum.
06.11.2021 - 12:53
Leyfa bólusetningar 5-11 ára með Pfizer
Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa bólusetningar fyrir börn eldri en fimm ára með bóluefni Pfizer/BioNTech. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að meirihluti sérfræðinga sem ráðleggja stofnuninni gáfu út að kostir bólusetningarinnar vægju þyngra en ókostir.
Ráðleggja að bólusetningar 5 til 11 ára verði leyfðar
Bandarísku lyfjastofnuninni hefur verið ráðlagt að leyfa notkun COVID-19 bóluefnis frá Pfizer/BioNTech fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Yfirgnæfandi meirihluti sérfræðinga sem voru beðnir að ráðleggja stofnuninni, voru sammála um að kostir bólusetningar vægju þyngra en áhætturnar. Lyfjastofnunin er sögð fylgja oftast ráðum sérfræðinga, en ber þó ekki lagaleg skylda til þess.
Morgunvaktin
Segir brýnt að halda áfram skimun við landamærin
Með áframhaldandi skimun við landamærin er hægt að komast hjá því að hingað berist skæð og smitandi afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Kanna hvaða læknar ávísuðu húðkremi – einn á sjúkrahúsi
Einn hefur verið lagður inn á Landspítala eftir að hafa tekið inn húðlyfið Soolantra. Það inniheldur virka efnið ívermektín. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að verið sé að kanna hvaða læknar hafi ávísað lyfinu og hvort ávísanir hafi aukist.
24.08.2021 - 13:14
Aukaverkanir eftir að COVID-sjúklingar innbyrtu krem
Lyfjastofnun og embætti landlæknis ítreka að lyfið Soolantra (ivermektín), sem er krem til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða, er ekki til inntöku. Dæmi eru um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og er rökstuddur grunur að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér.
24.08.2021 - 08:26
Hverju landi í sjálfsvald sett að nota Ronapreve
Lyf þróað gegn kórónuveirufaraldrinum hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Lyfið er undanþágulyf hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu mælir með notkun þess þó að markaðsleyfi hafi ekki fengist.
175 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir
Alls hafa Lyfjastofnun borist 175 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar við COVID-19, þar af flestar í kjölfar bólusetningar með Pfizer. Stofnunin segir mikilvægt að hafa í huga að ekki sé hægt enn að segja til um orsakasamhengi milli tilvikanna og bólusetninga.
Ekki útlit fyrir að Ivermectin sé töfralausn
Vandaðasta rannsókn sem hingað til hefur verið unnin á virkni sníklalyfsins Ivermectin gegn COVID-19 sjúkdómnum sýnir engin merki um að lyfið minnki dánartíðni, bæti einkenni eða komi í veg fyrir versnun þeirra. 
06.08.2021 - 11:44
 · Innlent · Lyf · Lyfjastofnun · Vísindavefurinn · vísindi · Ivermectin · COVID-19
Hátt í þrjúhundruð tilkynningar um röskun á tíðahring
Rúmlega þúsund konur eru í facebookhópnum Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19 þar sem þær deila reynslusögum um möguleg áhrif bóluefna á blæðingar. Lyfjastofnun hafa borist tæplega 300 tilkynningar þess efnis. Lyfjastofnun kannar hvort hægt sé að framkvæma sérstaka rannsókn á tilkynntum tilfellum á Íslandi um röskun á tíðahring í tengslum við bólusetningar gegn Covid-19.
Yfir hundrað tilkynningar um breytingar á tíðahring
Lyfjastofnun hafa borist samtals hundrað og ellefu tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar með öllum fjórum bóluefnunum sem notuð hafa verið við kórónuveirunni hérlendis. Tilkynningarnar varða óreglulegar tíðablæðingar eða breytingar á þeim, milliblæðingar, seinkun blæðinga, blettablæðingar eða blæðingar eftir breytingaskeið. Þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða.
24.06.2021 - 16:56
Lyfjastofnun kærir lækni til lögreglu
Lyfjastofnun hefur kært Guðmund Karl Snæbjörnsson heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu Ivermectin.
Sjónvarpsfrétt
Einn blóðtappi tengdur AstraZeneca
Af tíu alvarlegum tilfellum í kjölfar bólusetninga er eitt líklegt til að vera af völdum hennar. Það var blóðtappi sem er sjaldgæf aukaverkun AstraZenca. Þetta er niðurstaða tveggja óháðra sérfræðilækna. 
Sjónvarpsfrétt
Bóluefni verja jafn vel gegn alvarlegum COVID-veikindum
Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafn vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun
10.06.2021 - 19:00