Færslur: Lyfjastofnun

Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini aftur ófáanleg
Nauðsynleg andhormónalyf fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini eru ófáanleg á landinu. Aromasin og Exemestan eru bæði á biðlista hjá dreifingarfyrirtækinu Distica.
16.07.2020 - 09:42
Hertar reglur um afhendingu lyfja taka senn gildi
Aðeins verður heimilt að afhenda lyf til þeirra sem hafa lyfjaávísun eða ótvírætt umboð til að sækja lyfin, eftir 10. mars. Þá ganga í gildi breytingar á reglum um afhendingu lyfja í apótekum. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk að framvísa persónuskilríkjum, hvort sem það er að leysa út lyf fyrir sig, eða er með umboð til að sækja fyrir aðra.
01.03.2020 - 08:56
Tveir lyfsalar grunaðir um óeðlilega afgreiðslu lyfja
Grunur er um að tveir lyfsalar hafi gerst sekir um alvarlegt misferli við afgreiðslu lyfja. Lyfjastofnun segir að grunur leiki á að umtalsvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum hafi verið afgreitt án lyfseðla.
09.01.2020 - 18:01
Fegrunaraðgerðir - stutt í eftirlit með efnum og tækjum
Leysitæki og efni sem notuð eru í fegrunarmeðferð falla undir lög sem taka gildi í Evrópu í vor. Nú er ekkert eftirlit með þeim. Lyfjastofnun hefur fjölgað starfsfólki þess vegna til þess að auka eftirlitið. 
13.11.2019 - 22:44
Algjörlega á móti lausasölulyfjum í verslanir
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpi sem kveður á um að leyfa verði sala á tilteknum lausalyfjum, svo sem verkjalyfjum og ofnæmislyfjum, í verslunum. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er alfarið á móti tillögunni og segir að frekar eigi að kanna náttúrulækningar.
23.10.2019 - 22:29
Sjaldgæft krabbamein tengt við brjóstapúða
Brjóstapúðar sem notaðir voru hér á landi á árunum 2007-2015 eru undir sérstöku eftirliti Landlæknisembættisins og Lyfjastofnunar vegna tengsla púðanna við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein. Talið er að um 470 konur hér á landi hafi látið græða þessa tegund brjóstapúða í sig en engin dæmi eru um eitilfrumukrabbamein tengd brjóstapúðum á Íslandi.
Koma í veg fyrir lyfjaskort vegna Brexit
Innflytjendur lyfja þurfa að gera Lyfjastofnun grein fyrir því fyrir 6. febrúar hvort hætta sé á lyfjaskorti hér á landi þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu 29. mars.
25.01.2019 - 09:11
Læknabekkirnir nú búnir tvöföldu öryggi
Rafknúnir skoðunarbekkir á Læknavaktinni við Háaleitisbraut hafa verið teknir í notkun á ný. Bekkirnir eru nú búnir tvöföldu öryggi. Þá hefur verklag við notkun þeirra verið yfirfarið.
17.12.2018 - 13:49
Lyf við háþrýstingi og hjartabilun innkallað
Lyfjastofnun innkallar lyf með efninu Valsartan. Valsartan er notað við háþrýstingi og hjartabilun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun en innköllun lyfjanna nær til allra Evrópuríkja. Mengun kom upp í efninu hjá einum af framleiðanda þess, Xheijang Huahai Pharmaceuticals. Lyf sem innihalda efnið hafa því verið innkölluð og sala á þeim stöðvuð í apótekum. 
06.07.2018 - 11:41
Lyfjastofnun innkallar lyf með valsartan
Lyfjastofnun hefur ákveðið að innkalla nokkur lyf sem innihalda virka efnið valsartan vegna mengunar. Ekki er um bráða hættu að ræða. Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt um mengun í valsartan sem framleitt er af Xheijang Huahai Pharmaceuticals.
05.07.2018 - 17:39
Kanna kosti rafrænna fylgiseðla lyfja
Til skoðunar er á Norðurlöndum að ríkin sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf á öruggan hátt til sjúklinga eru til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu.
13.12.2017 - 23:17
Íbúprófen getur aukið hættuna á hjartastoppi
Eitt mest selda lausasölulyf hérlendis, Íbúprófen, tengist aukinni áhættu á hjartastoppi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Gunnar Gíslason , íslenskur prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, stendur að. Gunnar telur að hætta eigi að selja Íbúprófen í lausasölu, því auðvelt aðgengi að því sendi þau skilaboð að lyfið sé skaðlaust.
16.03.2017 - 13:45