Færslur: Lyfjaskortur

Aðgengi að lyfjum verra í seinni tíð
Barnalæknir segir aðgengi að lyfjum vera orðið verra í seinni tíð og að það bjóði hættunni heim þegar sérlyfi sé skipt út fyrir lyf í öðrum styrkleika. Lyfjastofnun innkallaði svefnlyfið Theralene í gær.
29.07.2022 - 11:02
Lyfjaskortur gerir vart við sig
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að tilkynningar frá heildsölum og framleiðendum um skort á lyfjum hafi verið allmargar undanfarið, þó þeim hafi fækkað aftur yfir sumarmánuðina, í júní og fram til 15. júlí. Almenningur gerir stofnuninni einnig viðvart um lyf sem eru ófáanleg í apótekum, en þeim tilkynningum hefur fækkað nokkuð á síðustu tveimur árum. Það er merki um að brugðist sé við skortinum með viðunandi hætti eftir að tilkynning berst.
27.07.2022 - 23:00
Ítrekaður skortur á lífsnauðsynlegum lyfjum barna
Yfirlæknir á barnaspítala Hringsins segir að ítrekað hafi orðið skortur á lífsnauðsynlegum lyfjum barna undanfarin ár. Hann segir upplýsingar um skortinn ekki rata nógu fljótt til lækna sem geri stöðuna hættulegri.
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Andhormónalyfin á leið til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru á leið til landsins í flugi. Þetta kemur fram í svari dreifingarfyrirtækisins Disticu við fyrirspurn fréttastofu.
16.07.2020 - 10:58
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini aftur ófáanleg
Nauðsynleg andhormónalyf fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini eru ófáanleg á landinu. Aromasin og Exemestan eru bæði á biðlista hjá dreifingarfyrirtækinu Distica.
16.07.2020 - 09:42
Fyrsta heildarendurskoðun lyfjalaga í 25 ár
Frumvarp til nýrra lyfjalaga liggja nú fyrir Alþingi. Lögin hafa ekki sætt heildarendurskoðun á þeim 25 árum sem liðin eru frá því þau voru sett. Unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust um frumvarp til nýrra lyfjalaga.
03.06.2020 - 12:46
Takmarka afgreiðslu lyfja vegna lyfjahamsturs
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem felur í sér takmarkanir á afhendingu lyfja. Ástæðan er sú að nokkuð hefur borið á því að undanförnu að fólk hafi keypt tiltekin lausasölulyf í miklum mæli, eða að fólk með fjölnota lyfseðla hafi leyst út margar afgreiðslur samtímis eða með skömmu millibili. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að mikilvægt sé að fólk hamstri ekki lyf. Slík háttsemi geti skapað lyfjaskort og stefnt lífi fólks í hættu.
Spegillinn
Taka við verkefnum bresku lyfjastofnunarinnar
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu hafi haft mikil áhrif á starfsemi lyfjastofnana í Evrópu. Þær búi sig undir að taka við verkefnum bresku lyfjastofnunarinnar eftir Brexit. Um 800 starfsmenn Lyfjastofnunar Evrópu hafa flutt frá London.
31.01.2020 - 17:00
Myndskeið
Draga má úr lyfjaskorti með einfaldari ferlum
Einfalda þarf alla ferla og auka samvinnu lækna, lyfjainnflytjenda og þeirra sem dreifa lyfjunum til að reyna að vinna gegn lyfjaskorti. Þetta segir framkvæmdastjóri Vistor sem flytur inn lyf. Hún hefur samúð með þeim sem ekki fá lyfin sín. 
24.09.2019 - 19:59