Færslur: lyfjanotkun

Notkun á flestum ópíóíðum dróst saman á síðustu árum
Notkun ópíóíða á Íslandi er enn talsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndunum, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni hér á landi á síðastliðnum árum. Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni embættis landlæknis.
28.03.2021 - 12:59
Undanþágulyf veitt ef skráð lyf skortir
Skráðu gigtarlyfin Salazopyrin og Salazopyrin EN hafa verið ófáanleg síðan í sumar. Þeirra í stað hafa svokölluð undanþágulyf, eða óskráð lyf verið fáanleg. Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að hörgull á lyfinu sé vegna framleiðslutengds vanda en ekki gæðamála.
05.10.2020 - 17:43
Viðtal
Risvandi á ekki að vera feimnismál
Meira en einni Viagra pillu var ávísað á hvern landsmann hér á landi í fyrra, eða rétt nærri 389 þúsund pillum. Eiríkur Orri Guðmundsson, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, segir það í raun ekki mikið. Risvandi sé algengur og þurfi ekki að vera feimnismál. Menn eigi ekki að örvænta ef stinningarvandi fari að segja til sín. Til séu lausnir.
07.11.2019 - 08:36
Fréttaskýring
Misnotum lyf og sóum þeim líka
Í fyrra lést íslensk kona úr krabbameini, eins og reyndar mörghundruð aðrir Íslendingar það ár. Þetta eru lyfin sem hún var búin að leysa út þegar hún lést.
02.04.2019 - 20:00
Íbúprófen getur aukið hættuna á hjartastoppi
Eitt mest selda lausasölulyf hérlendis, Íbúprófen, tengist aukinni áhættu á hjartastoppi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Gunnar Gíslason , íslenskur prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, stendur að. Gunnar telur að hætta eigi að selja Íbúprófen í lausasölu, því auðvelt aðgengi að því sendi þau skilaboð að lyfið sé skaðlaust.
16.03.2017 - 13:45