Færslur: lyfjamisnotkun

Spegillinn
Bæta þarf í lyfjaeftirlit í íþróttum
Enn og aftur er misnotkun á lyfjum í íþróttum komin í brennidepil eftir að að lyf á bannlista greindist í ungum rússneskum keppanda á Ólympíuleikunum. Ekki sér fyrir endann á því máli en það skiptir öllu að hægt sé að treysta því að keppni sé heiðarleg, segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Hann segir ekki auðvelt að segja hve útbreidd misnotkun lyfja er hér og telur þörf á að bæta í eftirlitið.
Andlátum vegna ópíóðafíknar fjölgar ekki hér á landi
Dauðsföllum vegna ópíóðafíknar hefur ekki fjölgað vegna lyfjaeitrunar þrátt fyrir aukna neyslu. Fleiri voru lögð inn á Vog vegna ópíóðafíknar á síðasta ári en árin þar á undan. Yfirlæknir á Vogi telur að þakka megi meðferð og velferðarkerfi að andlátin séu ekki fleiri hér.
Tveir lyfsalar grunaðir um óeðlilega afgreiðslu lyfja
Grunur er um að tveir lyfsalar hafi gerst sekir um alvarlegt misferli við afgreiðslu lyfja. Lyfjastofnun segir að grunur leiki á að umtalsvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum hafi verið afgreitt án lyfseðla.
09.01.2020 - 18:01
Myndskeið
130 deyja daglega vegna ofneyslu ópíóíða
Oklahoma varð í dag fyrsta ríkið sem þingfestir mál gegn lyfjafyrirtæki vegna ópíóíða. Að meðaltali deyja 130 Bandaríkjamenn á dag úr ofneyslu slíkra lyfja.
28.05.2019 - 19:23
Fréttaskýring
Misnotum lyf og sóum þeim líka
Í fyrra lést íslensk kona úr krabbameini, eins og reyndar mörghundruð aðrir Íslendingar það ár. Þetta eru lyfin sem hún var búin að leysa út þegar hún lést.
02.04.2019 - 20:00
Fljótari að panta poka af dópi heldur en pizzu
Lyfjamisnotkun hér á landi er mun algengari en margir gera sér grein fyrir. Forvarnarmyndbönd á vegum baráttunnar #égábaraeittlíf verða birt á hverjum sunnudegi næstu átta vikurnar til að vekja athygli á umfangi misnotkunar lyfja hér á landi, sérstaklega meðal ungmenna.
02.10.2018 - 08:01
Dómur fyrir manndráp vegna sölu á megrunarefni
Karlmaður í Bretlandi, sem seldi fæðubótarefnið DNP á netinu til megrunar, var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi þar sem einn viðskiptavina hans lést árið 2015. Hann hafði tekið inn átta töflur af efninu. Sölumaðurinn var einnig dæmdur fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.
23.08.2018 - 12:25
66% fleiri innlagnir vegna fíknar í ópíóíða
Innlögnum á Vog vegna fíknar í sterk verkjalyf fjölgaði um sextíu og sex prósent frá árinu 2015 til 2017. Yfir helmingur sjúklinga á Vogi hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á götunni.
21.08.2018 - 19:30
Ellefu prósent tíundubekkinga notað róandi lyf
Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur. Fréttablaðið segir frá þessu í dag og vitnar í nýja könnun Rannsókna og greiningar, sem kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga. Haft er eftir Álfgeiri Kristjánssyni, dósent í sálfræði, að neysla slíkra lyfja hafi aukist mikið á undanförnum árum. Neysla annarra vímuefna, svo sem áfengis og kannabisefna, hafi hins vegar dregist talsvert saman.
26.06.2018 - 04:13
10-12% nema nota ofvirknilyf í prófum
Læknir hjá Landlæknisembættinu hefur áhyggjur af misnotkun á ofvirknilyfjum. 10 til 12% framhaldsskólanema segjast hafa notað slík lyf í prófum. Metýlfenídat-lyf fyrir fólk með ADHD er dýrasti lyfjaflokkur Sjúkratrygginga Íslands og nam kostnaður rúmum hálfum milljarði í fyrra. Hægt hefur á aukningu í ávísunum þessara lyfja. 
11.04.2018 - 19:50