Færslur: Lyf

Danmörk
70% minni sýklalyfjanotkun meðal barna í faraldrinum
Læknar í Danmörku ávísuðu 70 prósentum minna af sýklalyfjum til barna í kórónuveirufaraldrinum en þeir gera alla jafna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landlæknis Danmerkur. Anders Beich, heimilislæknir og formaður Félags heimilislækna í Danmörku, segir að ýmislegt megi læra af faraldrinum, svo sem um mikilvægi hreinlætis á leikskólum.
06.07.2020 - 21:59
WHO stöðvar lyfjaprófanir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur stöðvað lyfjaprófanir á malaríulyfinu hýdroxíklórókín og HIV-lyfinu lopinavir/ritonavir í baráttunni við COVID-19 faraldurinn.
04.07.2020 - 22:21
Fyrsta heildarendurskoðun lyfjalaga í 25 ár
Frumvarp til nýrra lyfjalaga liggja nú fyrir Alþingi. Lögin hafa ekki sætt heildarendurskoðun á þeim 25 árum sem liðin eru frá því þau voru sett. Unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust um frumvarp til nýrra lyfjalaga.
03.06.2020 - 12:46
Samstarf Norðurlandanna um lyfjakaup er hafið
Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa saman óskað eftir því að kaupa lyfið Zynteglo. Þetta er fyrsta lyfið sem Norðurlöndin sækjast eftir að kaupa sameignlega en samstarf Norðurlandanna á þessu sviði hefur lengi verið til umræðu.
27.05.2020 - 17:30
Norðmenn prófa lyf og Danir nýja aðferð við sýnatöku
Noregur er fyrsta landið í heiminum þar sem gerðar verða tilraunir með lyf gegn Covid 19. Lyfjarannsóknin er gerð í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Danskur prófessor hefur fundið upp nýja aðferð við að greina sýni úr þeim sem mögulega eru smituð af veirunni.
28.03.2020 - 18:12
Erlent · COVID-19 · Kórónuveiran · Danmörk · Noregur · Lyf
Takmarka afgreiðslu lyfja vegna lyfjahamsturs
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem felur í sér takmarkanir á afhendingu lyfja. Ástæðan er sú að nokkuð hefur borið á því að undanförnu að fólk hafi keypt tiltekin lausasölulyf í miklum mæli, eða að fólk með fjölnota lyfseðla hafi leyst út margar afgreiðslur samtímis eða með skömmu millibili. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að mikilvægt sé að fólk hamstri ekki lyf. Slík háttsemi geti skapað lyfjaskort og stefnt lífi fólks í hættu.
Hertar reglur um afhendingu lyfja taka senn gildi
Aðeins verður heimilt að afhenda lyf til þeirra sem hafa lyfjaávísun eða ótvírætt umboð til að sækja lyfin, eftir 10. mars. Þá ganga í gildi breytingar á reglum um afhendingu lyfja í apótekum. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk að framvísa persónuskilríkjum, hvort sem það er að leysa út lyf fyrir sig, eða er með umboð til að sækja fyrir aðra.
01.03.2020 - 08:56
Auknar kröfur gerðar um mönnun apóteka
Auknar kröfur eru gerðar um mönnun apóteka, með breyttri stjórnsýsluframkvæmd Lyfjastofnunar. Hingað til hafa lög gert ráð fyrir að minnst tveir lyfjafræðingar séu starfandi í apóteki við afgreiðslu lyfseðla og fræðslu og ráðgjöf um rétta notkun og meðhöndlun lyfja. Hins vegar gera lyfjalög ráð fyrir því að aðstæður kunni að skapast þar sem ekki sé unnt að uppfylla kröfuna. Nú hefur Lyfjastofnun ákveðið að ef apótek hyggst einungis hafa einn starfandi lyfjafræðing á vakt þurfi til þess leyfi.
02.01.2020 - 11:29
Opnunartímar apóteka í dag
Læknavaktin í Reykjavík er opin til sex í dag, aðfangadag, og opnar svo aftur klukkan hálf níu til ellefu í kvöld. Lengst er opið í Apótekaranum í Austurveri og Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi. Þar lokar sex í dag. Apótek MOS, Lyfja á Granda og Bílaapótek Lyfjavals loka klukkan tvö. Opið er í flestum apótekum um land allt til hádegis í dag.
24.12.2019 - 11:33
Innlent · Jólin · Lyf
Markaðssetja ópíóíða í Kína
Á meðan tekist er á um sölu ópíóíða fyrir dómstólum í Bandaríkjunum er bandarískt lyfjafyrirtæki sakað um að beita sömu meðulum við markaðssetningu ópíóíða í Kína. Starfsmenn lyfjafyrirtækisins voru látnir dulbúast sem læknar til að nálgast viðskiptavini.
23.11.2019 - 21:04
Erlent · Ópíóíðar · Lyf · Kína
Viðtal
Risvandi á ekki að vera feimnismál
Meira en einni Viagra pillu var ávísað á hvern landsmann hér á landi í fyrra, eða rétt nærri 389 þúsund pillum. Eiríkur Orri Guðmundsson, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, segir það í raun ekki mikið. Risvandi sé algengur og þurfi ekki að vera feimnismál. Menn eigi ekki að örvænta ef stinningarvandi fari að segja til sín. Til séu lausnir.
07.11.2019 - 08:36
Algjörlega á móti lausasölulyfjum í verslanir
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpi sem kveður á um að leyfa verði sala á tilteknum lausalyfjum, svo sem verkjalyfjum og ofnæmislyfjum, í verslunum. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er alfarið á móti tillögunni og segir að frekar eigi að kanna náttúrulækningar.
23.10.2019 - 22:29
Myndskeið
Draga má úr lyfjaskorti með einfaldari ferlum
Einfalda þarf alla ferla og auka samvinnu lækna, lyfjainnflytjenda og þeirra sem dreifa lyfjunum til að reyna að vinna gegn lyfjaskorti. Þetta segir framkvæmdastjóri Vistor sem flytur inn lyf. Hún hefur samúð með þeim sem ekki fá lyfin sín. 
24.09.2019 - 19:59
Myndskeið
Selja öll lyf úr landi þrátt fyrir lyfjaskort
Þrátt fyrir lyfjaskort selur eina lyfjaverksmiðjan á Íslandi öll lyf úr landi. Þó er stefnt að breytingum á því á næstu árum. Framkvæmdastjóri Coripharma segir að Ísland sé áhugaverður markaður fyrir lyfjaframleiðendur. Coripharma er eini lyfjaframleiðandinn hér á landi sem framleiðir lyfseðilsskyld lyf. Skortur hefur verið á tugum lyfja síðustu ár.
15.09.2019 - 19:35
Viðtal
Rúmlega 80 lyf ófáanleg á Íslandi
Rúmlega áttatíu lyf eru ófáanleg hér á landi. Apótekari segir það geta verið fólki mjög erfitt að fá ekki rétt lyf og geti beinlínis verið hættulegt. Eitt lyf er ófáanlegt vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en algengari ástæða lyfjaskortsins virðist vera sú að erlendum lyfjaframleiðendum finnst eftirsóknaverðara að leita inn á stærri markaði en Ísland. 
03.09.2019 - 18:17
Þögðu um að lyf gæti hægt á alzheimers
Árið 2015 komst vísindafólk hjá bandaríska lyfjarisanum Pfizer að því að Enbrel, gríðarlega vinsælt lyf við liðagigt, virtist draga úr hættunni á alzheimers-sjúkdómnum um 64 prósent. Yfirmenn fyrirtækisins ákváðu hins vegar að rannsaka málið ekki frekar og opinberuðu ekki gögnin.
06.06.2019 - 02:25
Íslenskt lyf við flogum leyft í Bandaríkjunum
Nefúði, sem bráðameðferð við flogum, var samþykktur til sölu hjá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna og er þetta fyrsta lyfið sinnar tegundar. Það er afrakstur rannsókna Sveinbjörns Gizurarsonar, prófessors við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.
31.05.2019 - 16:01
Fréttaskýring
Misnotum lyf og sóum þeim líka
Í fyrra lést íslensk kona úr krabbameini, eins og reyndar mörghundruð aðrir Íslendingar það ár. Þetta eru lyfin sem hún var búin að leysa út þegar hún lést.
02.04.2019 - 20:00
Fréttaskýring
Kattagetnaðarvörn ófáanleg fram í maí
Lyfið Perlutex, getnaðarvarnarpilla fyrir ketti, hefur verið ófáanlegt hér á landi frá því í byrjun september og það er ekki von á því á markað fyrr en í fyrsta lagi í maí á næsta ári. Á vef innflytjandans Distica, segir að hormónalyfið sé ekki til hjá framleiðanda. Um 1500 skammtar seldust af lyfinu í fyrra. Kattaræktandi segist eiga von á skemmtilegum kór, þegar allar læðurnar byrji að breima. Lyfið er mjög krabbameinsvaldandi sé það notað til langs tíma.
18.12.2018 - 14:51
  •