Færslur: Lyf

Morgunútvarpið
ADHD-lyf útiloka fólk ekki lengur frá lögreglunámi
Notkun á ADHD-lyfjum samkvæmt læknisráði útilokar ekki lengur fólk frá námi í lögreglufræði eftir að breyting var gerð á inntökuskilyrðum í náminu. Formaður ADHD samtakanna segir að þetta sé mikið framfaraskref. Þetta skilyrði hafi útilokað nokkra frá náminu á hverju ári.
19.01.2021 - 08:47
Vonar að sem flestir Danir fái bóluefni fyrir sumarlok
Thomas Senderovitz forstjóri dönsku læknastofnunarinnar álítur að ef áætlanir gangi eftir verði hægt að bólusetja meirihluta fullorðinna Dana fyrir lok sumars.
05.01.2021 - 01:14
Hjúkrunarfræðingar ávísa pillunni frá og með áramótum
Um áramótin tekur gildi reglugerð um að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verði heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna að undangengnu námskeiði í lyfjaávísunum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að um framfaraskref sé að ræða og vonast til að þetta sé upphafið á víðtækari heimildum þessara stétta til að ávísa lyfjum.
31.12.2020 - 07:15
Lyfjaframboð á Íslandi gæti verið í hættu
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um lyfjaverð kann að stefna lyfjaframboði á Íslandi í stórhættu að því er segir í frétt Morgunblaðsins í dag.
22.12.2020 - 06:36
Mikill vöxtur hjá Kerecis
Tekjur íslenska fyrirtækisins Kerecis sem framleiðir afurðir byggðar á affrumuðu þorskroði tvöfölduðust rúmlega milli áranna 2019 og 2020. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fyrirtækisins sem hélt aðalfund sinn í síðustu viku.
22.12.2020 - 05:32
Indverjar hyggjast bólusetja 300 milljónir manna
Indverjar hyggjast bólusetja 300 milljónir manna á fyrstu átta mánuðum næsta árs. Í forgangshópnum eru 30 milljónir heilbrigðsstarfsmanna, lögreglumanna, hermanna og sjálfboðaliða. Hinar 270 milljónirnar telja fólk sem komið er yfir fimmtugt og fólk sem gengur með alvarlega fjölsjúkdóma.
19.12.2020 - 03:41
Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnis Moderna sem eykur líkur milljóna Bandaríkjamanna á að fá bólusetningu.
Útlit fyrir að bóluefni Moderna verði leyft
Sérstök ráðgjafanefnd mælir með því við Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að neyðarleyfi verði gefið út til notkunar bóluefnis Moderna gegn COVID-19. Búist er við að lyfjaeftirlitið gefi leyfi sitt á morgun, föstudag.
17.12.2020 - 23:55
Remdisivir-lyfið gefið góða raun á Íslandi
Lyfið remdisivir, sem Alþjóðheilbrigðismálastofnunin hefur nú lagst gegn notkun á, hefur töluvert verið notað á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómum, segir lyfið hafa gefið góða raun hér á landi. Læknar muni leggjast yfir þessar nýju ráðleggingar stofnunarinnar.
21.11.2020 - 22:18
WHO varar við lyfi sem Trump fékk við COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, gaf í morgun út tilkynningu um að stofnunin mæli gegn því að lyfið remdesivir sé gefið þeim sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús. Það er breiðvirkandi lyf sem notað hefur verið gegn veirusýkingum. Í tilkynningu WHO segir að engu skipti hversu veikir sjúklingarnir séu því ekki séu nein gögn sem bendi til þess að lyfið auki lífslíkur þeirra sem veikist af COVID-19. Lyfið var meðal annars gefið Bandaríkjaforseta þegar hann smitaðist af kórónuveirunni.
20.11.2020 - 09:27
„Mjög óvenjulegt verkefni og algjörlega einsdæmi“
Það eru forréttindi að hafa fengið að vinna að þessu verkefni. Þetta segir Örn Almarsson efnafræðingur sem vann hjá bandaríska lyfjafyrirtækinu Moderna að þróun COVID-19 bóluefnisins sem fyrirtækið kynnti í morgun. Hann segir að þetta eigi eftir að hafa áhrif í framtíðinni á þróun bóluefna gegn öðrum smitsjúkdómum.
Myndskeið
Krefjandi að flytja bóluefni í 80 stiga frosti
Krefjandi verður að flytja kórónuveirubóluefni sem þarf að vera í áttatíu gráðu frosti á heilsugæslustöðvar um land allt. Þetta segir framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu á lyfjum frá Pfizer. Bóluefnið yrði þá flutt í þurrís líkt og gert er við sum lyf, fisk og sæði. 
11.11.2020 - 22:48
Undanþágulyf veitt ef skráð lyf skortir
Skráðu gigtarlyfin Salazopyrin og Salazopyrin EN hafa verið ófáanleg síðan í sumar. Þeirra í stað hafa svokölluð undanþágulyf, eða óskráð lyf verið fáanleg. Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að hörgull á lyfinu sé vegna framleiðslutengds vanda en ekki gæðamála.
05.10.2020 - 17:43
Störf fyrir hundrað manns í lyfjaþróun á Akureyri
Rannsóknarstofan Arctic Therapeutic stefnir að því að byggja upp störf fyrir allt að hundrað manns í lyfjaþróun á Akureyri. Prófanir á þremur nýjum lyfjum hefjast á næsta ári.
15.09.2020 - 13:36
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Andhormónalyfin á leið til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru á leið til landsins í flugi. Þetta kemur fram í svari dreifingarfyrirtækisins Disticu við fyrirspurn fréttastofu.
16.07.2020 - 10:58
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini aftur ófáanleg
Nauðsynleg andhormónalyf fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini eru ófáanleg á landinu. Aromasin og Exemestan eru bæði á biðlista hjá dreifingarfyrirtækinu Distica.
16.07.2020 - 09:42
Danmörk
70% minni sýklalyfjanotkun meðal barna í faraldrinum
Læknar í Danmörku ávísuðu 70 prósentum minna af sýklalyfjum til barna í kórónuveirufaraldrinum en þeir gera alla jafna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landlæknis Danmerkur. Anders Beich, heimilislæknir og formaður Félags heimilislækna í Danmörku, segir að ýmislegt megi læra af faraldrinum, svo sem um mikilvægi hreinlætis á leikskólum.
06.07.2020 - 21:59
WHO stöðvar lyfjaprófanir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur stöðvað lyfjaprófanir á malaríulyfinu hýdroxíklórókín og HIV-lyfinu lopinavir/ritonavir í baráttunni við COVID-19 faraldurinn.
04.07.2020 - 22:21
Fyrsta heildarendurskoðun lyfjalaga í 25 ár
Frumvarp til nýrra lyfjalaga liggja nú fyrir Alþingi. Lögin hafa ekki sætt heildarendurskoðun á þeim 25 árum sem liðin eru frá því þau voru sett. Unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust um frumvarp til nýrra lyfjalaga.
03.06.2020 - 12:46
Samstarf Norðurlandanna um lyfjakaup er hafið
Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa saman óskað eftir því að kaupa lyfið Zynteglo. Þetta er fyrsta lyfið sem Norðurlöndin sækjast eftir að kaupa sameignlega en samstarf Norðurlandanna á þessu sviði hefur lengi verið til umræðu.
27.05.2020 - 17:30
Norðmenn prófa lyf og Danir nýja aðferð við sýnatöku
Noregur er fyrsta landið í heiminum þar sem gerðar verða tilraunir með lyf gegn Covid 19. Lyfjarannsóknin er gerð í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Danskur prófessor hefur fundið upp nýja aðferð við að greina sýni úr þeim sem mögulega eru smituð af veirunni.
28.03.2020 - 18:12
Erlent · COVID-19 · Kórónuveiran · Danmörk · Noregur · Lyf
Takmarka afgreiðslu lyfja vegna lyfjahamsturs
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem felur í sér takmarkanir á afhendingu lyfja. Ástæðan er sú að nokkuð hefur borið á því að undanförnu að fólk hafi keypt tiltekin lausasölulyf í miklum mæli, eða að fólk með fjölnota lyfseðla hafi leyst út margar afgreiðslur samtímis eða með skömmu millibili. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að mikilvægt sé að fólk hamstri ekki lyf. Slík háttsemi geti skapað lyfjaskort og stefnt lífi fólks í hættu.
Hertar reglur um afhendingu lyfja taka senn gildi
Aðeins verður heimilt að afhenda lyf til þeirra sem hafa lyfjaávísun eða ótvírætt umboð til að sækja lyfin, eftir 10. mars. Þá ganga í gildi breytingar á reglum um afhendingu lyfja í apótekum. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk að framvísa persónuskilríkjum, hvort sem það er að leysa út lyf fyrir sig, eða er með umboð til að sækja fyrir aðra.
01.03.2020 - 08:56
Auknar kröfur gerðar um mönnun apóteka
Auknar kröfur eru gerðar um mönnun apóteka, með breyttri stjórnsýsluframkvæmd Lyfjastofnunar. Hingað til hafa lög gert ráð fyrir að minnst tveir lyfjafræðingar séu starfandi í apóteki við afgreiðslu lyfseðla og fræðslu og ráðgjöf um rétta notkun og meðhöndlun lyfja. Hins vegar gera lyfjalög ráð fyrir því að aðstæður kunni að skapast þar sem ekki sé unnt að uppfylla kröfuna. Nú hefur Lyfjastofnun ákveðið að ef apótek hyggst einungis hafa einn starfandi lyfjafræðing á vakt þurfi til þess leyfi.
02.01.2020 - 11:29