Færslur: Lyf gegn COVID-19

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með notkun Paxlovid
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælir eindregið að þeim sem fá væg covid-einkenni en eiga sjúkrahúsvist á hættu verði gefið lyfið Paxlovid. Lyfið, sem Pfizer og BioNTech hafa þróað, er gefið í töflum og því er ætlað að draga úr líkum á að fólk í áhættuhópi þurfi að leggjast inn á sjúkrahús eða deyi af völdum COVID-19.
Covid-lyf Pfizer fær skilyrt markaðsleyfi í Kína
Paxlovid Covid-lyfi Pfizer hefur verið veitt skilyrt markaðsleyfi í Kína. Frá þessu var greint í morgun en Lyfjastofnun Evrópu heimilaði tiltekna notkun þess í lok janúar.
Notkun töflu gegn COVID-19 leyfð í Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu, EMA, heimilaði í dag notkun Paxlovid, lyfs í töfluformi sem á að draga úr líkum þess að fólk í áhættuhópi lendi á sjúkrahúsi eða deyi af völdum COVID-19. Fyrirtækin Pfizer og BioNTech þróuðu lyfið. Notkun þess var heimiluð í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Paxlovid virkar að sögn sérfræðinga því aðeins ef það er tekið innan fimm sólarhringa frá því að sjúklingur smitast af kórónuveirunni.
WHO heimilar tvær nýjar meðferðir við COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur heimilað tvær meðferðir við COVID-19. Með þeim á að draga verulega úr hættu á alvarlegum veikindum eða andlátum af völdum sjúkdómsins.
EMA mælir með þriðja COVID-lyfinu
Sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, hefur mælt með að lyfið Xevudy við COVID-19 fái markaðsleyfi. Xevudy er einstofna mótefni og er ætlað fullorðnum og ungmennum, 12 ára og eldri, með COVID-19 sem gætu þróað alvarleg sjúkdómseinkenni af völdum veirunnar en ekki þurfa súrefnisgjöf. Lyfið er svokallað undanþágulyf og hefur því þegar verið í einhverri notkun á EES-svæðinu.
17.12.2021 - 13:32
Vilja nota Molnupiravir á Covid-göngudeild spítalans
Unnið er að því að fá veirulyfið Molnupiravir til meðferðar Covid-sjúklinga á göngudeild Landspítalans. Lyfið heldur aftur af fjölgun kórónuveiru í frumum líkamans.
Danir hyggjast kaupa lyf til meðferðar við COVID-19
Dönsk stjórnvöld hyggjast verja jafnvirði níu milljarða íslenskra króna til kaupa á tveimur lyfjum til meðhöndlunar gegn COVID-19. Nokkur lyf eru í þróun eða hafa fengið samþykki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu vinnur nú að mati á sex lyfjum við sjúkdómnum.
19.11.2021 - 03:57
Tvö ný lyf við COVID-19 samþykkt í Evrópu
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudag að heimila notkun tveggja nýrra lyfja sem meðferð við COVID-19 á Evrópska efnahagssvæðinu.
Covid lyf Pfizer virðist draga verulega úr veikindum
Nýtt lyf á töfluformi við COVID-19 getur dregið úr innlögnum á sjúkrahús, sem og dauðsföllum af völdum veirunnar, um 90%. Þetta tilkynnti lyfjaframleiðandinn Pfizer í dag. Lyfjafyrirtæki keppast nú við að framleiða lyf til meðhöndlunar einkenna sjúkdómsins.
05.11.2021 - 12:14
Lyf á töfluformi gegn COVID-19 samþykkt í Bretlandi
Breska lyfjaeftirlitið hefur gefi samþykki sitt fyrir lyfi sem ætlað er til meðhöndlunar þeirra sem smitaðir eru af COVID-19. Bretar verða þar með fyrstir til að samþykkja lyfið sem nefnist Molnupiravir og er í töfluformi.
Prófanir hafnar á COVID-lyfi í töfluformi
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur tekið til athugunar virkni lyfs frá bandaríska lyfjaframleiðandanum Merck sem á að koma í veg fyrir að fólk veikist alvarlega af COVID-19. Fyrirtækið sótti fyrr í þessum mánuði um bráðabirgðaleyfi fyrir notkun lyfsins í Bandaríkjunum.