Færslur: Lyf

Keyptu einstaka plötu á uppboði fyrir 4 milljónir dala
Hópur safnara keypti á uppboði í júlí eina eintakið sem til er af Once Upon a Time in Shaolin plötu bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan frá árinu 2015. Upplýsingum um kaupandann var haldið leyndum þar til nú í vikunni.
Telur aldrei hafa verið sakfellt fyrir að byrla ólyfjan
Umræða á samfélagsmiðlum um byrlun svokallaðra nauðgunarlyfja getur bent til þess að slíkt sé að færast í aukana, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Hann segist ekki vita til þess að nokkurn tímann hafi verið sakfellt fyrir að fólki sé byrluð ólyfjan á Íslandi.
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Sækja um leyfi fyrir töflum gegn COVID-19
Lyfjafyrirtækið Merck ætlar að sækja um leyfi í Bandaríkjunum fyrir töflum sem eiga að slá á einkennin þegar fólk veikist af COVID-19. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að prófanir hafi sýnt ótvíræða virkni lyfsins, sem nefnist Molnupiravir.
01.10.2021 - 16:01
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Öryggi sjúklinga ógnað vegna ofskömmtunar lyfja
Öryggi sjúklinga hefur verið ógnað vegna ofskömmtunar lyfja og full þörf er á að yfirfara betur skömmtun og ávísanir lyfja hér á landi, en Íslendingar nota hlutallslega mest af ýmsum tauga- og geðlyfjum á Norðurlöndunum. Þetta segir verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis.
05.09.2021 - 10:24
Hverju landi í sjálfsvald sett að nota Ronapreve
Lyf þróað gegn kórónuveirufaraldrinum hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Lyfið er undanþágulyf hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu mælir með notkun þess þó að markaðsleyfi hafi ekki fengist.
Neytendur vilja umhverfisvænar vörur
Snyrtivöruframleiðandi á Grenivík segir að gott gengi fyrirtækisins á markaði sé að einhverju leyti að þakka góðri umhverfisímynd íslenskra fyrirtækja. Neytendur vilji í auknum mæli kaupa snyrtivörur sem þeir viti að eru framleiddar með umhverfisvænum hætti. 
12.08.2021 - 09:40
Ekki útlit fyrir að Ivermectin sé töfralausn
Vandaðasta rannsókn sem hingað til hefur verið unnin á virkni sníklalyfsins Ivermectin gegn COVID-19 sjúkdómnum sýnir engin merki um að lyfið minnki dánartíðni, bæti einkenni eða komi í veg fyrir versnun þeirra. 
06.08.2021 - 11:44
 · Innlent · Lyf · Lyfjastofnun · Vísindavefurinn · vísindi · Ivermectin · COVID-19
Unnið að þróun bóluefnis í töfluformi gegn COVID-19
Ísraelska lyfjafyrirtækið Oramed vinnur nú að þróun lyfs við COVID-19 sem hægt væri að taka í pilluformi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lyf á töfluformi hafa marga kosti umfram þau sem gefin eru með sprautu.
Mótefnalyf við COVID-19 samþykkt í Japan
Japönsk heilbrigðisyfirvöld eru þau fyrstu sem samþykkja notkun COVID-mótefnalyfsins Ronapreve. Þetta kemur fram í yfirlýsingu svissneska lyfjarisans Roche sem framleiðir lyfið. Það er ætlað fólki með lítil eða miðlungi mikil COVID einkenni en gæti átt á hættu að veikjast verr.  
20.07.2021 - 10:35
Johnson & Johnson borgar 230 milljónir dollara í sekt
Bandaríska lyfjafyrirtækinu Johnson & Johnson hefur verið verið gert að greiða New York-ríki 230 milljónir dollara í sekt fyrir að hafa ýtt undir opíóíðafaraldur í ríkinu.
26.06.2021 - 17:17
Lyfjaávísunum fjölgað um 16% frá 2016
Lyfjaávísunum fjölgaði um 16% á árunum 2016 til 2020 eða úr 3.483.334 ávísunum í 4.043.400 ávísanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun. 
18.06.2021 - 15:31
Fimm matvöruverslanir mega selja lausasölulyf
Fimm verslanir á landsbyggðinni hafa fengið undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja eins og Panódíl, Íbúfen, Lóritín og Histasín og sala hófst á lyfjunum í Krambúðinni á Flúðum og Laugarvatni og Kjörbúðinni á Fáskrúðsfirði nú í vikunni. Aðrar verslanir sem hafa undanþágu eru Hríseyjarbúðin og Búðin Borgarfirði.
10.06.2021 - 10:39
Fagnar alzheimer-lyfi en varar við of mikilli bjartsýni
Framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna fagnar tilkomu lyfsins Aduhelm en varar þó við of mikilli bjartsýni enda fylgi lyfinu aukaverkanir, það sé dýrt og enn í þróun. Hafa þurfi í huga að það sé ekki ætlað til meðferðar við öðrum heilabilunarsjúkdómum.
Óvenjulitlar kröfur gerðar til nýs alzheimer-lyfs
Þekkingu á því hvað veldur alzheimer hefur fleygt fram á síðustu tuttugu árum og talið er að nýja lyfið Aducanumab, sem fékk markaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna á mánudag, marki tímabót í baráttunni við sjúkdóminn. Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, í viðtali í Morgunvaktinni á Rás 1. Óvenjulega litlar kröfur hafi verið gerðar til lyfsins áður en leyfið var samþykkt.
09.06.2021 - 08:20
Tímamót í viðureigninni við alzheimer-sjúkdóminn
Íslenskur öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir líklegt að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað. 
Leyfi veitt til notkunar Alzheimer-lyfs í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti í gær leyfi til notkunar lyfsins Aduhelm. Lyfið er þróað af lyfjarisanum Biogen og er ætlað Alzheimer-sjúklingum. Leyfið er veitt með fyrirvara um að frekari rannsóknir verði gerðar á því.
08.06.2021 - 08:10
Ný tegund malaríulyfs vinnur samkeppni Háskóla Íslands
Nýtt lyfjaform gegn malaríu fyrir börn bar sigur úr býtum í Vísinda- og nýsköpunarverðlaunakeppni Háskóla Íslands. Í verkefninu var þróað nýtt lyfjaform sem gerir að verkum að ekki þarf hjúkrunarfræðinga til að gefa lyfið á sjúkrahúsum heldur heldur er á færi ófaglærðra að gera það.
Notkun ADHD-lyfja hefur aukist mikið
Umtalsverð aukning hefur orðið á notkun ADHD-lyfja hér á landi frá 2010. Greint er frá þessari þróun í Talnabrunni, nýjasta fréttabréfi landlæknis. Í flestum tilvikum er gefið lyfið metýlfenidat sem telst til örvandi lyfja. Heildarfjöldi barna sem fékk lyfinu ávísað tvöfaldaðist á tímabilinu 2010 til 2019 en heildarfjöldi fullorðinna hefur rúmlega þrefaldast. Þetta kemur fram í úttekt embættis landlæknis sem gerð var 2020.
04.06.2021 - 14:15
Kallar eftir aukinni samkeppni á lyfjamarkaði
Minni hömlur á netverslun með lyf og auknar heimildir til sölu lausasölulyfja utan apóteka eru líkleg til að auka samkeppni og lækka verð til neytenda. Þetta kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins sem sent hefur verið heilbrigðisráðherra.
02.06.2021 - 08:56
Bandaríkjastjórn heitir Indverjum aðstoð vegna COVID-19
Bandaríkjastjórn heitir Indverjum aðstoð við að bregðast við þeim gríðarlega vanda sem skapast hefur í landinu vegna útbreiðslu COVID-19.
25.04.2021 - 07:03
Notkun á flestum ópíóíðum dróst saman á síðustu árum
Notkun ópíóíða á Íslandi er enn talsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndunum, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni hér á landi á síðastliðnum árum. Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni embættis landlæknis.
28.03.2021 - 12:59
Ný rannsókn sýnir að kannabis dregur ekki úr þrautum
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Myndskeið
Mun minni notkun sýklalyfja í faraldrinum
Veirusýkingum og bakteríusýkingum, eins og eyrna- og lungnabólgu, hefur fækkað og er sú þróun rakin til aukinna einstaklingsbundinna sóttvarna vegna COVID-faraldursins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
15.02.2021 - 14:51