Færslur: Lyf

Svíar hyggjast kaupa bóluefni og lyf gegn apabólu
Svíar hyggjast taka þátt í sameiginlegum kaupum Evrópusambandsins á lyfjum og bóluefnum gegn Apabólu. Veiran hefur greinst um alla veröld og hið minnsta 200 tilfelli hafa verið tilkynnt.
Um það bil 1,7 milljón Norður-Kóreumanna með COVID-19
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu kennir leti og vanrækslu embættismanna um sífellt aukna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nú eru skráð tilfelli COVID-19 komin í 1,7 milljónir.
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Skortur á lyfjum og lækningatækjum á Sri Lanka
Læknar á Sri Lanka segja að lífsnauðsynleg lyf ófáanleg í landinu og vara við að yfirstandandi efnahagskreppa geti kostað fleiri mannslíf en kórónuveirufaraldurinn.
11.04.2022 - 03:00
Covid smitaðir geta fengið parkódín án lyfseðils
COVID-19 sjúklingar geta frá og með deginum í dag fengið afhentar 10 töflur af Parkódín í apóteki án lyfseðils. Framvísa þarf vottorði úr Heilsuveru sem staðfestir smit. Þetta er undanþáguráðstöfun sem gildir í rúman mánuð, eða til 18. apríl.
16.03.2022 - 07:29
Reynt verður til þrautar að koma fólki frá Mariupol
Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir að reynt verði að bjarga fólki frá hafnarborginni Mariupol á morgun laugardag. Ætlunin er að flytja þangað vistir og lyf og í kjölfarið verði allt gert að koma fólki þaðan „frammi fyrir augum alheimsins“ eins og Vereshchuk orðaði það.
Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Tafla fyrir covid-sjúklinga leyfð í Bandaríkjunum
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu í dag lyf í töfluformi við Covid-sýkingu. Það virkar aðeins ef það er tekið innan fimm daga frá smiti.
22.12.2021 - 22:01
Vilja nota Molnupiravir á Covid-göngudeild spítalans
Unnið er að því að fá veirulyfið Molnupiravir til meðferðar Covid-sjúklinga á göngudeild Landspítalans. Lyfið heldur aftur af fjölgun kórónuveiru í frumum líkamans.
Danir hyggjast kaupa lyf til meðferðar við COVID-19
Dönsk stjórnvöld hyggjast verja jafnvirði níu milljarða íslenskra króna til kaupa á tveimur lyfjum til meðhöndlunar gegn COVID-19. Nokkur lyf eru í þróun eða hafa fengið samþykki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu vinnur nú að mati á sex lyfjum við sjúkdómnum.
19.11.2021 - 03:57
Tvö ný lyf við COVID-19 samþykkt í Evrópu
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudag að heimila notkun tveggja nýrra lyfja sem meðferð við COVID-19 á Evrópska efnahagssvæðinu.
Covid lyf Pfizer virðist draga verulega úr veikindum
Nýtt lyf á töfluformi við COVID-19 getur dregið úr innlögnum á sjúkrahús, sem og dauðsföllum af völdum veirunnar, um 90%. Þetta tilkynnti lyfjaframleiðandinn Pfizer í dag. Lyfjafyrirtæki keppast nú við að framleiða lyf til meðhöndlunar einkenna sjúkdómsins.
05.11.2021 - 12:14
Lyf á töfluformi gegn COVID-19 samþykkt í Bretlandi
Breska lyfjaeftirlitið hefur gefi samþykki sitt fyrir lyfi sem ætlað er til meðhöndlunar þeirra sem smitaðir eru af COVID-19. Bretar verða þar með fyrstir til að samþykkja lyfið sem nefnist Molnupiravir og er í töfluformi.
Keyptu einstaka plötu á uppboði fyrir 4 milljónir dala
Hópur safnara keypti á uppboði í júlí eina eintakið sem til er af Once Upon a Time in Shaolin plötu bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan frá árinu 2015. Upplýsingum um kaupandann var haldið leyndum þar til nú í vikunni.
Telur aldrei hafa verið sakfellt fyrir að byrla ólyfjan
Umræða á samfélagsmiðlum um byrlun svokallaðra nauðgunarlyfja getur bent til þess að slíkt sé að færast í aukana, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Hann segist ekki vita til þess að nokkurn tímann hafi verið sakfellt fyrir að fólki sé byrluð ólyfjan á Íslandi.
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Sækja um leyfi fyrir töflum gegn COVID-19
Lyfjafyrirtækið Merck ætlar að sækja um leyfi í Bandaríkjunum fyrir töflum sem eiga að slá á einkennin þegar fólk veikist af COVID-19. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að prófanir hafi sýnt ótvíræða virkni lyfsins, sem nefnist Molnupiravir.
01.10.2021 - 16:01
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Öryggi sjúklinga ógnað vegna ofskömmtunar lyfja
Öryggi sjúklinga hefur verið ógnað vegna ofskömmtunar lyfja og full þörf er á að yfirfara betur skömmtun og ávísanir lyfja hér á landi, en Íslendingar nota hlutallslega mest af ýmsum tauga- og geðlyfjum á Norðurlöndunum. Þetta segir verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis.
05.09.2021 - 10:24
Hverju landi í sjálfsvald sett að nota Ronapreve
Lyf þróað gegn kórónuveirufaraldrinum hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Lyfið er undanþágulyf hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu mælir með notkun þess þó að markaðsleyfi hafi ekki fengist.
Neytendur vilja umhverfisvænar vörur
Snyrtivöruframleiðandi á Grenivík segir að gott gengi fyrirtækisins á markaði sé að einhverju leyti að þakka góðri umhverfisímynd íslenskra fyrirtækja. Neytendur vilji í auknum mæli kaupa snyrtivörur sem þeir viti að eru framleiddar með umhverfisvænum hætti. 
12.08.2021 - 09:40
Ekki útlit fyrir að Ivermectin sé töfralausn
Vandaðasta rannsókn sem hingað til hefur verið unnin á virkni sníklalyfsins Ivermectin gegn COVID-19 sjúkdómnum sýnir engin merki um að lyfið minnki dánartíðni, bæti einkenni eða komi í veg fyrir versnun þeirra. 
06.08.2021 - 11:44
 · Innlent · Lyf · Lyfjastofnun · Vísindavefurinn · vísindi · Ivermectin · COVID-19
Unnið að þróun bóluefnis í töfluformi gegn COVID-19
Ísraelska lyfjafyrirtækið Oramed vinnur nú að þróun lyfs við COVID-19 sem hægt væri að taka í pilluformi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lyf á töfluformi hafa marga kosti umfram þau sem gefin eru með sprautu.
Mótefnalyf við COVID-19 samþykkt í Japan
Japönsk heilbrigðisyfirvöld eru þau fyrstu sem samþykkja notkun COVID-mótefnalyfsins Ronapreve. Þetta kemur fram í yfirlýsingu svissneska lyfjarisans Roche sem framleiðir lyfið. Það er ætlað fólki með lítil eða miðlungi mikil COVID einkenni en gæti átt á hættu að veikjast verr.  
20.07.2021 - 10:35
Johnson & Johnson borgar 230 milljónir dollara í sekt
Bandaríska lyfjafyrirtækinu Johnson & Johnson hefur verið verið gert að greiða New York-ríki 230 milljónir dollara í sekt fyrir að hafa ýtt undir opíóíðafaraldur í ríkinu.
26.06.2021 - 17:17