Færslur: Lýðræði

Sex af hverjum 10 Bandaríkjamönnum óttast um lýðræðið
Tæplega sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja lýðræði í landinu í hættu og meirihluti segir meiri ógn stafa af pólítísku ójafnvægi innanlands en frá erlendum öflum.
Búlgörsk eftirlitslög í bága við mannréttindasáttmála
Búlgörsk lög sem heimila leynilegt eftirlit með borgurunum stenst ekki ákvæði sáttmála Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjallað hefur um málið allt frá árinu 2012.
Talibanar leggja niður „óþarfa“ kjörstjórn og ráðuneyti
Ríkisstjórn talibana í Afganistan hefur lagt niður hvort tveggja yfirkjörstjórn landsins og rannsóknar- og kærunefnd landskjörstjórnar, sem hafa haft eftirlit með kosningum í landinu síðustu ár og áratugi. Bilal Karimi, talsmaður talibanastjórnarinnar, greindi frá þessu í dag. „Það er engin þörf fyrir tilvist og starfsemi þessara nefnda,“ sagði Karimi. „Þyki okkur einhvern tímann þörf á, þá mun Íslamska emírsdæmið endurvekja þessar nefndir,“ bætti hann við.
26.12.2021 - 00:24
Segja Bandaríkin nota lýðræði sem gereyðingarvopn
Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjamenn um að nota lýðræðishugmyndina sem gjöreyðingarvopn og Bandaríkjaforseta um að draga upp átakalínur í nýju, köldu stríði. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, reitti stjórnvöld í Beijing til reiði með því að bjóða þeim ekki að taka þátt í tveggja daga netráðstefnu um lýðræði með leiðtogum ríflega annað hundrað ríkja í vikunni. Rússland og Ungverjaland voru einnig á meðal ríkja, sem ekki var boðið að fundarborðinu.
11.12.2021 - 07:50
Sjö manna sendinefnd Evrópuþingsins komin til Taívan
Sjö manna sendinefnd á vegum Evrópuþingsins kom til Taívan í morgun. Heimsóknin er hluti þeirrar stefnu Evrópusambandsins að styrkja tengslin við eyríkið þrátt fyrir viðvaranir Kínastjórnar.
Fjórir af fimm sem duttu út hafa kært niðurstöðu
Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í nýliðnum alþingiskosningum, hefur skilað inn kæru til kjörbréfanefndar Alþingis vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Örfáir kjósa volduga kjörnefnd í Hong Kong
Pólítíska yfirstéttin í Hong Kong kýs í dag fjölmenna nefnd sem ákveður hver verður næsti leiðtogi borgarinnar og kýs næstum helming löggjafarþingsins. Kosningarnar byggja á nýju kerfi úr ranni Kínastjórnar.
19.09.2021 - 03:43
Upptöku Bitcoin og lagabreytingum mótmælt í El Salvador
Þúsundir íbúa Mið-Ameríkuríkisins El Salvador mótmæltu í gær ákvörðun stjórnvalda að taka rafmyntina Bitcoin upp sem lögeyri í landinu í síðustu viku. Eins er hörð andstaða við lagabreytingar sem óttast er að ógni lýðræði í landinu.
Túnisforseti hvattur til að virða leikreglur lýðræðis
Bandaríkjastjórn hvetur Túnisforseta til að mynda starfhæfa ríkisstjórn svo hægt verði að takast á við erfiðleika í landinu. Hann þurfi að hafa lýðræði að leiðarljósi.
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
„Fjölmiðlar eiga ekki að grafa undan ríkisstjórninni“
Fjölmiðlar í Hong Kong skyldu láta eiga sig að grafa undan ríkisstjórninni segir Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar. Hún var með þessum orðum að bregðast við gagnrýni vestrænna ríkja við aðgerðum kínverskra stjórnvalda gagnvart dagblaðinu Apple Daily.
22.06.2021 - 05:31
RSÍ fordæmir aðför Samherja að æru og málfrelsi
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) segir í ályktun að með öllu ólíðandi sé að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu í samfélaginu.
Ísland er eftirbátur annarra norrænna landa
Ísland er eftirbátur hinna norrænu landanna á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Í 130 ríkjum er fjölmiðlafrelsi annað hvort ekkert eða verulega skert.
20.04.2021 - 14:38
Aðgerðum ber að vera löglegar, gegnsæjar og tímabundnar
Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands segir viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagastoð skorti fyrir reglugerð um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli, hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar.
Ísland vel búið að mæta markmiðum gervigreindarstefnu
Ísland er talið vera í góðri aðstöðu til að uppfylla forsendur nefndar um ritun gervigreindarstefnu. Nefndin hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra tillögum að stefnunni sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.
Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
Myndskeið
Ekki lengur samstaða um grunngildi í mannréttindum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir andstöðu nokkurra ríkja við það að hún gegni áfram forstjórastarfi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, vera birtingarmynd þess að ekki sé lengur samstaða um ákveðin grunngildi í mannréttindum. Þá sé þetta til marks um að nú hafi þau ríki náð undirtökum í stofnuninni sem minni áhuga hafi á umbótum í mannréttindum.
Húsmóðir úr Vestmannaeyjum mætti sameiningartákni
Á laugardaginn ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Guðmundar Franklín Jónssonar viðskipta- og hagfræðings.
Er lýðræðið í hættu?
Yfir fimm hundruð leiðandi einstaklingar á sviði stjórnmála, velferðarmála, lista og menningar hafa skrifað opið bréf til almennings þar sem þau vara við því að einhverjar ríkisstjórnir heimsins geti notað kórónuveirufaraldurinn sem skálkaskjól að auka völd sín.
25.06.2020 - 06:46
Viðtal
Bakslag í lýðræðisþróun, jafnvel í Evrópu
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því bakslagi sem er að verða í þróun lýðræðis, jafnvel innan Evrópu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún fer núna fyrir þeirri deild Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem sér um kosningaeftirlit og fylgist með stöðu mannréttinda í aðildarríkjum ÖSE. Ingibjörg segir ljóst að víða, þar á meðal í aðildarríkjum ÖSE, sé verið að grafa undan mikilvægum stofnunum lýðræðisríkja; dómskerfinu og fjölmiðlum,
28.01.2019 - 19:35
Noregur er mesta lýðræðisríki heims
Hvergi í heiminum er lýðræði á hærri stalli en í Noregi. Sérfræðingar vikuritsins Economist, The Economist Intelligence Unit, komust að þeirri niðurstöðu þegar þeir könnuðu stöðu lýðræðis í ríkjum heims. Norðmenn fá 9,87 í einkunn. Ísland kemur á hæla Noregs með einkunnina 9,58 og þar á eftir er Svíþjóð, efst Evrópusambandsríkja með 9,39 í einkunn.
10.01.2019 - 23:41
„2013 eyðileggurðu atkvæði allra Kópavogsbúa“
Úthlutunarkerfi þingsæta í núverandi kosningakerfi okkar er gallað og endurspeglar ekki vel niðurstöður kosninga. Þetta segir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Nærri tuttugu og sjö þúsund atkvæði féllu dauð niður í alþingiskosningunum árið 2013. Haukur var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
09.07.2018 - 07:30
Fréttaskýring
Fjölmiðlar sagðir tilraunarottur Facebook
Tengsl samskiptamiðilsins Facebook við lýðræðið eru þversagnakennd. Facebook er vettvangur fyrir skoðanaskipti, hefur reynst frjór jarðvegur fyrir mótmæli og byltingar og tók nýverið upp á því að minna fólk á að kjósa. Miðillinn hefur þó líka verið gagnrýndur fyrir að veikja lýðræðið, bregðast ekki við falsfréttum og nú síðast grafa með tilraunastarfsemi undan frelsi fjölmiðla í löndum þar sem það var ekki beysið fyrir. 
29.11.2017 - 17:48
Hvað gera Bandamenn listanna?
Getur almenningur, einstaklingar eða hópar fólks, staðið fyrir listsköpun af háum gæðum og kallað eftir einstökum listaverkum? Er listin sterkt hreyfiafl í lýðræðinu? Já, segir þýski sýningarstjórinn og menningarfrömuðurinn Alexander Koch sem heimsótti Cycle-hátíðina í Kópavogi og sagði Bandamönnum listanna, sem standa fyrir nýjum aðferðum í menningarlífi víða um heim.
21.09.2017 - 16:02