Færslur: Lýðheilsa

Michelle Obama opnar skólagarða í Chicago
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú í Bandaríkjunum, hefur látið lýðheilsu, hreyfingu og mataræði barna sig miklu varða. Hún opnaði nýverið ávaxta- og grænmetisgarða við Obama Presidential Center í Suður-Chigaco.
23.05.2022 - 11:07
Smitrakning vegna apabólu í Osló
Smitrakning vegna apabólusmits stendur nú yfir í Osló, höfuðborg Noregs. Staðfest er að erlendur maður sem heimsótti borgina fyrr í maí er smitaður af veirunni.
21.05.2022 - 22:50
Fleiri andlát meðal roskins fólks en í meðalári
Andlát meðal roskins fólks eru fleiri í Færeyjum það sem af er þessu ári en að meðaltali undanfarin ár. Lýðheilsufræðingur kennir opnun samfélagsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins um.
08.05.2022 - 22:30
Vilja hætta sölu tollfrjáls áfengis til ferðamanna
Færeyingar hyggjast fitja upp á ýmsum nýstárlegum leiðum til að draga úr áfengisneyslu í landinu. Lýðheilsustöð Færeyja hefur aukið við leiðbeiningar sem gefnar voru út í síðasta mánuði. Mesta eftirtekt vekja þær hugmyndir að látið skuli af sölu tollfrjáls áfengis í flugstöðinni við Voga og á ferjunni Norrænu.
06.05.2022 - 06:00
Andleg heilsa verst meðal ungra kvenna
70 prósent fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2021. Ekki er marktækur munur á milli áranna 2020 og 2021 en þegar miðað er við árið 2019, þegar 76% fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða, er staðan marktækt verri árið 2021.
09.04.2022 - 08:14
Spegillinn
Mjólkurneysla minnkar en osturinn aldrei vinsælli
Íslenska þjóðin borðar ekki nóg af grænmeti og ávöxtum miðað við lýðheilsuleg viðmið og ráðleggingar. Ávaxta-, kjöt- og mjólkurneysla hefur dregist saman seinustu ár og einungis 2% þátttakenda náðu að borða 500 grömm af grænmeti og ávöxtum daglega eins og ráðlagt er.
Viðtal
Sýklalyfjaónæmi ein helsta ógnin við lýðheilsu í dag
Karl G. Kristinsson, sérfræðilæknir í sýklafræði, segir að eftir heimsfaraldur kórónuveiru þurfi á ný að bregðast við hættunni sem fylgir bakeríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum.
07.03.2022 - 09:29
Lýðheilsufræðingur telur 90% Færeyinga smitast af COVID
Færeyskur lýðheilsufræðingur telur líklegt að nærri níu af hverjum tíu eyjarskeggja smitist af COVID-19 áður en faraldurinn gengur yfir. Hann telur ólíklegt að nýjum smitum fækki á næstunni.
Segja sóttvarnareglur valda fjarvistum frekar en COVID
Um það bil 450 þúsund Norðmenn þurfa að halda sig heimavið og taka veikindaleyfi vegna kórónuveirufaraldursins á hverjum tíma að mati Lýðheilsustofnunar Noregs (FHI). Það sé fyrst og fremst vegna sóttvarnatakmarkana en ekki vegna þess að fólk sé mjög veikt.
Dæmi um að norskir unglingar syrgi glötuð æskuár
Dæmi eru um að Norðmenn á unglingsaldri sýni aukin merki kvíða og þunglyndis í kórónuveirufaraldrinum. Jafnvel syrgja mörg ungmenni glötuð æskuár.
12.01.2022 - 00:12
Fréttaskýring
Hafa ekki beinlínis hugsað um sig sem lifendur
Á næstu 15 árum er útlit fyrir að krabbameinstilvikum fjölgi um tæpan þriðjung. Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins segja löngu tímabært að stjórnvöld bregðist við og fjármagni stefnu til framtíðar. Það fjölgar líka stöðugt í hópi þeirra sem ná bata eða lifa lengi með meininu og svo verður vonandi áfram á næstu árum. Það kallar á að kerfið bregðist við. Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið er að sprengja utan af sér húsnæðið og álag fer vaxandi.
Orkudrykkir ættu ekki að rata í hendur unglinga
„Orkudrykkir hafa á sér ákveðna glansmynd og þeir eru sagðir auka snerpu, styrk og vitsmuni,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Í myndböndunum Draumur í dós er fjallað um áhrif orkudrykkja á heilsu unglinga og leiðir gefnar til að auka orku án orkudrykkja.
10.12.2021 - 14:07
Fréttaskýring
Framtíðarheilsa þjóðarinnar: Sykursýki rýkur upp
Nýgengi sykursýki 2 hefur rokið upp á Íslandi undanfarin ár, einkum hjá yngra fólki. Rúmlega tvöfalt fleiri eru með sjúkdóminn nú en fyrir 15 árum. Á sama tíma vegnar þeim sem fá hjartasjúkdóma betur en áður og færri deyja. Óvissa ríkir um hvernig heilsufar þjóðarinnar og lífslíkur hafa þróast og eiga eftir að þróast næstu árin því rannsóknir skortir.
Meira einmana og lengri skjátími
Skjátími barna jókst og einnig vanlíðan framhaldsskólanema. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist töluvert og eldra fólk varð meira einmana Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um niðurstöður lýðheilsumats á óbeinum áhrifum COVID-19 á heilsu og líðan Reykvíkinga.
09.12.2021 - 17:53
Illa gengur að halda hita á sundlaug Hvergerðinga
Erfitt hefur reynst síðustu daga að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að sundgestum þyki óþolandi að laugin skuli stundum vera ónothæf. Vandræðin eru vegna þrýstingsfalls í gufuveitu.
Staðlaðar tóbaksumbúðir höfðu engin áhrif á neyslu
Viðleitni norskra stjórnvalda til að draga úr tóbaksnotkun með því að gera umbúðir tóbaksins óaðlaðandi skilaði litlum sem engum árangri. Svar norskra stjórnvalda er að gera umbúðirnar enn meira óaðlaðandi.
06.10.2021 - 11:07
Ódýrara fyrir samfélagið að draga úr ójöfnuði
Mikill munur er á heilsu og lifnaðarháttum milli þjóðfélagshópa hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum embættis Landlæknis. Menntun og fjárhagsleg afkoma hefur þar mikil áhrif en stofnunum samfélagsins ber að bregðast hratt við að mati skýrsluhöfunda.
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
„Stríðið gegn offitu hefur mislukkast hrapallega“
Samtök um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum af sjúkdómsvæðingu holdafars og aðgerðaleysi vegna fitufordóma og mismununar. Það eigi sér meðal annars stað innan íslenska heilbrigðiskerfisins og í stefnumótun Landlæknisembættisins.
Fjórðungur Íslendinga ölvaður í hverjum mánuði
35% Íslendinga drekka áfengi í hverri viku, 23% drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar og um fjórðungur hefur tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur. Þeim sem eru með áhættusamt neyslumynstur fækkaði í fyrra frá árinu á undan. Reykingafólki heldur áfram að fækka.
21.02.2021 - 15:57
Efla þarf vitund um krabbameinshættu af völdum áfengis
Bindindissamtökin IOGT á Íslandi segja áfengisneyslu vera leiðandi áhættuþátt fyrir krabbamein en vitund almennings og viðbrögð og stefnu yfirvalda þar að lútandi sé enn ábótavant.
Skaðlegt að skilgreina offitu ekki sem sjúkdóm
Tryggvi Helgason, barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna, segir að skilgreina þurfi offitu sem sjúkdóm á Íslandi. Hann segir mikinn mun vera á höfuðborg og landsbyggð þegar kemur að fjölda barna í ofþyngd.
02.02.2021 - 13:32
Efla á félagstengsl og frístundir barna í Breiðholti
Sérstaklega er nú unnið að því að auka þátttöku íbúa Breiðholtshverfa af erlendum uppruna, í íþrótta- tómstundastarfi og til eflingar lýðheilsu. Unnið er að því að efla lýðheilsu í öllum hverfum en í Breiðholti gengur verkefnið undir heitinu „Frístundir í Breiðholti“.
20.01.2021 - 09:18
Vilja hækka verð á sætindum af öllu tagi um 20 prósent
Starfshópur heilbrigðisráðherra, sem ætlað er að móta tillögur um hvernig beita má efnahagslegum hvötum til að efla lýðheilsu, leggur til að skattlagning á sætindi verði aukin verulega með það fyrir augum að hækka sælgætisverð og verð á sykruðum og sætum drykkjum um allt að 20 prósent.
„Getur alveg eins lagst á borðið og gert armbeygjur“
Mikilvægt er að fólk hætti ekki að hreyfa sig þó það vinni heima og líkamsræktarstöðvar séu lokaðar. Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun. Hann sagði að margt væri hægt að gera heima við og hvetur fólk til að fara nýjar leiðir í þessum efnum. Hann heyri frá skjólstæðingum sínum að heimavinna fari illa í þá.
16.11.2020 - 09:29