Færslur: Lýðheilsa

Illa gengur að halda hita á sundlaug Hvergerðinga
Erfitt hefur reynst síðustu daga að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að sundgestum þyki óþolandi að laugin skuli stundum vera ónothæf. Vandræðin eru vegna þrýstingsfalls í gufuveitu.
Staðlaðar tóbaksumbúðir höfðu engin áhrif á neyslu
Viðleitni norskra stjórnvalda til að draga úr tóbaksnotkun með því að gera umbúðir tóbaksins óaðlaðandi skilaði litlum sem engum árangri. Svar norskra stjórnvalda er að gera umbúðirnar enn meira óaðlaðandi.
06.10.2021 - 11:07
Ódýrara fyrir samfélagið að draga úr ójöfnuði
Mikill munur er á heilsu og lifnaðarháttum milli þjóðfélagshópa hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum embættis Landlæknis. Menntun og fjárhagsleg afkoma hefur þar mikil áhrif en stofnunum samfélagsins ber að bregðast hratt við að mati skýrsluhöfunda.
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
„Stríðið gegn offitu hefur mislukkast hrapallega“
Samtök um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum af sjúkdómsvæðingu holdafars og aðgerðaleysi vegna fitufordóma og mismununar. Það eigi sér meðal annars stað innan íslenska heilbrigðiskerfisins og í stefnumótun Landlæknisembættisins.
Fjórðungur Íslendinga ölvaður í hverjum mánuði
35% Íslendinga drekka áfengi í hverri viku, 23% drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar og um fjórðungur hefur tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur. Þeim sem eru með áhættusamt neyslumynstur fækkaði í fyrra frá árinu á undan. Reykingafólki heldur áfram að fækka.
21.02.2021 - 15:57
Efla þarf vitund um krabbameinshættu af völdum áfengis
Bindindissamtökin IOGT á Íslandi segja áfengisneyslu vera leiðandi áhættuþátt fyrir krabbamein en vitund almennings og viðbrögð og stefnu yfirvalda þar að lútandi sé enn ábótavant.
Skaðlegt að skilgreina offitu ekki sem sjúkdóm
Tryggvi Helgason, barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna, segir að skilgreina þurfi offitu sem sjúkdóm á Íslandi. Hann segir mikinn mun vera á höfuðborg og landsbyggð þegar kemur að fjölda barna í ofþyngd.
02.02.2021 - 13:32
Efla á félagstengsl og frístundir barna í Breiðholti
Sérstaklega er nú unnið að því að auka þátttöku íbúa Breiðholtshverfa af erlendum uppruna, í íþrótta- tómstundastarfi og til eflingar lýðheilsu. Unnið er að því að efla lýðheilsu í öllum hverfum en í Breiðholti gengur verkefnið undir heitinu „Frístundir í Breiðholti“.
20.01.2021 - 09:18
Vilja hækka verð á sætindum af öllu tagi um 20 prósent
Starfshópur heilbrigðisráðherra, sem ætlað er að móta tillögur um hvernig beita má efnahagslegum hvötum til að efla lýðheilsu, leggur til að skattlagning á sætindi verði aukin verulega með það fyrir augum að hækka sælgætisverð og verð á sykruðum og sætum drykkjum um allt að 20 prósent.
„Getur alveg eins lagst á borðið og gert armbeygjur“
Mikilvægt er að fólk hætti ekki að hreyfa sig þó það vinni heima og líkamsræktarstöðvar séu lokaðar. Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun. Hann sagði að margt væri hægt að gera heima við og hvetur fólk til að fara nýjar leiðir í þessum efnum. Hann heyri frá skjólstæðingum sínum að heimavinna fari illa í þá.
16.11.2020 - 09:29
Hressingarhæli nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar
Hressingarhælið í Kópavogi verður nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar. Kópavogsbær tilkynnti þessi áform í dag 10. október í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins, hefur alla tíð tengst heilbrigðismálum í Kópavogi.
Vilja banna sölu á orkudrykkjum til ungmenna
Matvælastofnun ætlar að leggja það til við stjórnvöld að sala á orkudrykkjum til barna yngri en 16 ára verði bönnuð. Neysla íslenskra ungmenna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín er með því mesta sem þekkist í Evrópu, samkvæmt nýrri rannsókn.
07.10.2020 - 09:59
Margra mánaða bið eftir símavini
Um 25 bíða nú eftir að fá úthlutað símavini hjá Rauða krossinum. Verkefnisstjóri segir það geta tekið fólk langan tíma að stíga það skref að óska eftir símavini. Yngri notendum og einnig erlendum hefur fjölgað.
Opna sundlaugar á miðnætti á sunnudagskvöld
Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnaðar laust eftir miðnætti á sunnudaginn þegar kominn er mánudagur og einni mínútu betur. Þá verður 18. maí genginn í garð, langþráður dagur fyrir sundþyrsta. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Munntóbaksfaraldur í dönskum menntaskólum
Æ fleiri danskir unglingar á menntaskólaaldri nota munntóbak eða snus. Frá þessu greinir á vef danska ríkisútvarpsins, DR, og þróunin sögð voveifleg. Frá síðustu könnun 2014 hefur fjöldi þeirra sem notar munntóbak daglega fimmfaldast, samkvæmt tölum frá Lýðheilsustofnun Danmerkur.
11.01.2020 - 16:50
Myndband
Takkasímarnir sækja í sig veðrið á ný
Aldurshópurinn 18 til 24 ára er sá hópur þar sem fæstir eiga snallsíma samkvæmt nýrri norrænni könnun. Ungt fólk í nágrannalöndum kýs í auknum mæli minna áreiti og salan á gamla góða takkasímanum hefur aukist.
15.12.2019 - 20:43
Ganga gegn streitu á Akureyri
Hópur kvenna á Akureyri fer vikulega saman í göngu og nýtir þannig útiveru og hreyfingu gegn neikvæðum áhrifum streitu. Umsjónarkonur hópsins segja mikilvægt fólk læri að tækla streitu á heilbrigðan hátt.
30.09.2019 - 09:27
Sykurskattur mikilvægur fyrir lýðheilsu
Gert er ráð fyrir því að álagning á sykraða gosdrykki og sælgæti hækki í nýrri aðgerðaáætlun Landlæknisembættisins. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir að það sé mikilvægt fyrir lýðheilsu Íslendinga að sykurskatturinn komist í gagnið.
24.06.2019 - 20:59
Rafrettulög taka gildi í dag
Ný lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur taka gildi í dag. Í lögunum er kveðið á um innflutning, markaðssetningu, notkun og öryggi vörunnar og ráðstafanir til að sporna við notkun barna á rafrettum. Engin sérlög hafa gilt um rafrettur fyrr en nú.
01.03.2019 - 09:05
Myndskeið
„Depurð meðal íslenskra unglinga er meiri“
Íslenskir unglingar eru daprari en áður, samkvæmt nýrri rannsókn. Um fjörutíu prósent nemenda í 10. bekk fundu fyrir depurð vikulega eða oftar. Rannsakandi telur skjátíma hafa mikil áhrif. Einungis í Svíþjóð líður unglingum verr.
13.01.2019 - 20:35
Prófessor kallar kókosolíu „hreint eitur“
Kókosolía er „eitt það versta sem þú getur látið ofan í þig“ og jafngóð fyrir heilsuna og „hreint eitur“. Þetta segir Karin Michaels, prófessor í faraldursfræði við lýðheilsudeild Harvard-háskóla. Ástæðan sé sú að meira en 80% af kókosolíu sé mettuð fita, sem hækki gildi LDL-kólesteróls í líkamanum sem aftur auki líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.
22.08.2018 - 15:00
96 milljónir í styrki til lýðheilsu
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, úthlutaði í dag rúmlega 96 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði. Styrkirnir fóru til 169 verkefna og rannsókna. Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf um land allt.
28.03.2018 - 20:30
Hafa gefið 1.500 reiðhjól á sex árum
Hjólasöfnun Barnaheilla hófst formlega á hádegi í dag þegar Friðrik Dór Jónsson, söngvari, afhenti fyrstu hjólin á blaðamannafundi í Sorpu við Sævarhöfða. Hjólasöfnun Barnaheilla gengur út á það að fólk gefur hjól sem það er hætt að nota. Sjálfboðaliðar gera hjólin upp og þau eru svo gefin börnum sem ekki geta eignast hjól á annan hátt.
23.03.2018 - 14:14
14 ára pantaði nikótín með eigin korti
Fjórtán ára stúlka gat pantað sér rafrettu og nikótínvökva inni á vefsíðunni rafrettur.is með því að nota eigið kort. Þetta segir móðir stúlkunnar í samtali við fréttastofu. Hún segir það fáránlegt og ógnvekjandi að unglingar geti keypt sér nikótín svo auðveldlega á landinu. Verkefnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis hefur áhyggjur af því að ungt fólk, sem ekki hefur nokkurn tíma reykt, verði háð nikótíni með því að nota rafrettur. Engin lög fjalla sérstaklega um rafrettur í landinu.
03.07.2017 - 17:41