Færslur: Lýðfræði

Íslendingar eiga met í búferlaflutningum innanlands
Fólksflutningar innanlands eru tíðastir á Íslandi af öllum ríkjum Evrópu. Þetta eru niðurstöður greiningar Population Europe, sem er samstarfsnet helstu lýðfræðirannsóknasetra Evrópu. Tíðni fólksflutninga innan ríkja er mæld með vísi sem kallast ACMI. Hann tekur til allra breytinga á heimilisfangi íbúa á tilteknum stað á eins árs tímabili. Samkvæmt greiningunni skiptu að jafnaði 19,1 prósent Íslendinga um heimilisfang á einu ári.  
14.07.2020 - 13:14
Fréttaskýring
Lenda í því að eignast fimm börn á fimm árum
Hvergi í heiminum er hægt að fullyrða að allar konur hafi vald til að koma í veg fyrir eða seinka barneignum. Raunar á það við um flest pör í heiminum að þau eignast annað hvort fleiri eða færri börn en þau kæra sig um. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna,sem ber yfirskriftina The Power of Choice eða máttur þess að hafa val. 
Vonir bundnar við hreysti framtíðaröldunga
Öldruðum á eftir að fjölga mikið á næstu áratugum. Áhersla á heimaþjónustu, heilsueflingu og þjálfun fer vaxandi en dugar það til? Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, telur ekki raunhæft að útgjöld til hjúkrunarheimila verði stóraukin á næstu áratugum en hvað þýðir það? Þarf þá að skerða þjónustuna?
Íslendingar áfram með yngri þjóðum í Evrópu
Íslendingar verða áfram meðal yngstu þjóða í Evrópu næstu áratugina ef marka má nýja mannfjöldaspá Hagstofunnar sem nær fram til ársins 2065. Gert er ráð fyrir að landsmönnum fjölgi um rúmlega hundrað þúsund á næstu fimm áratugum.
29.06.2016 - 13:40