Færslur: Lúxemborg

Lúxemborg
Afsalar sér meistaragráðu eftir ásakanir um ritstuld
Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, hefur afsalað sér meistaragráðu sinni í lögfræði í kjölfar ásakana um ritstuld við gerð hennar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Þar segir að fjölmiðlar hafi sakað Bettel um ritstuldinn í fyrra og haldið því fram að „meira en þrír fjórðu hlutar“ lokaritgerðar hans, sem hann skilaði 1999 og fjallaði um kosningar til Evrópuþingsins og umbætur í kosningakerfinu, hafi verið fengnar úr annarra manna ritum, sem ekki var vísað til í heimildaskrá.
02.02.2022 - 02:22
Meðallaun á Íslandi næsthæst í samanburði 28 landa
Ísland stendur vel þegar kemur að alþjóðlegum samanburði á launum. Meðallaun hérlendis voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði milli tuttugu og átta landa. Ísland kemur næst á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt gögnum OECD.
29.10.2021 - 04:56
Myndskeið
Yfir áttatíu látnir í Þýskalandi og tuga enn saknað
Yfir áttatíu hafa nú fundist látnir í Þýskalandi í kjölfar mikilla flóða og rigninga þar frá því í fyrrinótt. Tuga er enn saknað. Eyðileggingin er gríðarleg á flóðasvæðunum á vestanverðu meginlandinu. 
16.07.2021 - 07:43
Erlent · Evrópa · Veður · Þýskaland · Belgía · Holland · Lúxemborg · Hamfarir
Sjónvarpsfrétt
Yfir fimmtíu látin í hamfaraflóðum - mikil eyðilegging
Yfir fimmtíu hafa farist í Þýskalandi og átta í Belgíu í miklum flóðum frá því í gær. Tuga er saknað og fjöldi fólks í þessum tveimur löndum, ásamt Luxemborg og Hollandi, hefur þurft að yfirgefa heimili sín.
15.07.2021 - 20:10
Myndskeið
Yfir 20 látnir vegna hamfaraflóða á meginlandi Evrópu
Að minnsta kosti nítján eru látnir og tuga er saknað í miklum flóðum í Þýskalandi vestanverðu, þá eru að minnsta kosti tveir látnir vegna flóðanna í Belgíu. Miklar rigningar hafa haft það í för með sér að ár hafa flætt yfir bakka sína og hrifsað með sér bifreiðar, hús og fólk.
15.07.2021 - 08:15
Hertar aðgerðir gegn Hvítrússum ræddar á morgun
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar eftir breiðri samstöðu ríkja um að beita Hvíta Rússland frekari viðskiptaþvingunum. Þetta sagði ráðherrann í aðdraganda fundar Evrópusambandsins í Lúxemborg á morgun.
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Tregir til að hitta Mike Pompeo
Mike Pompeo hefur aflýst sinni síðustu heimsókn til Evrópu sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ástæðan er sögð sú að hann vilji taka þátt í að tryggja að allt gangi vel þegar Joe Biden og Kamala Harris sverja embættiseið í Washington að viku liðinni. 
13.01.2021 - 16:05
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Sögðu Boris Johnson að skammast sín
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, afþakkaði að taka þátt í fréttamannafundi með forsætisráðherra Lúxemborgar eftir fund í dag með honum og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bresk stjórnvöld segja að fundurinn hafi verið uppbyggilegur.
16.09.2019 - 16:18
Krefst þess að skipstjóri Sea Watch fái frelsi
Utanríkisráðherra Lúxemborgar biður ítalskan starfsbróður sinn að beita sér fyrir frelsun skipstjórans á björgunarskipinu Sea Watch 3, sem handtekinn var á ítölsku eyjunni Lampedusa á föstudag. Skipstjórinn, hin þýska Carola Rackete, sigldi skipi sínu til hafnar á Lampedusa að kvöldi föstudags með 40 flóttamenn um borð, í trássi við bann ítalskra yfirvalda. Var hún handtekin um leið og skipið lagðist að bryggju og færð í land í lögreglufylgd.
30.06.2019 - 05:52