Færslur: Lúsmý

Spegillinn
Lærum að lifa með lúsmýinu
Agnarlítil blóðsuga hefur á örfáum árum náð að setja mark sitt á líf fjölmargra Íslendinga yfir sumarmánuðina. Hlýnandi loftslag virðist hafa hjálpað til við að lokka lúsmýið, frægasta skordýr landsins, hingað á svo stuttum tíma.  Flugan er þekkt frá Mið-Evrópu, Norður- Evrópu og í Rússlandi. Hún er algeng á Bretlandseyjum svo eitthvað sé nefnt. 
24.06.2022 - 11:16
Aukin ásókn í ofnæmislækna vegna lúsmýbita
Lúsmý virðast herja í auknum mæli á landsmenn þessa dagana. Mikil ásókn er í ofnæmislækna vegna bita en vegna langs biðtíma komast ekki allir að.
22.06.2022 - 13:56
Bóluefni fyrir hesta gæti gagnast mönnum gegn lúsmýi 
Vísindamenn við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru að þróa bóluefni gegn sumarexemi í hestum. Það gæti í fyllingu tímans orðið að vörn gegn lúsmýi fyrir mannfólk.
12.08.2021 - 17:25
Dæmi um fólk sem hefur myndað þol gegn lúsmýbitum
Nú þegar lúsmývargurinn gerir landsmönnum lífið leitt víða um land hafa sumir tekið eftir því að bitin virðast ekki alveg jafn slæm og þegar flugan gerði hér fyrst strandhögg fyrir fáeinum árum. Fyrir því er ástæða, að sögn ónæmisfræðings.
09.08.2021 - 14:48
Þrjátíu prósent telja sig hafa verið bitin af lúsmýi
Lúsmýið alræmda hefur verið mikið til umræðu síðustu sumur og virðist vera farið að dreifa sér víða um land. Það finnst nú á Suðurlandi vestan Markarfljóts, á Vesturlandi, þó ekki á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Það er einnig á Norðurlandi, í Húnaþingi, Skagafirði, Eyjafirði og austur í Fnjóskadal. Samkvæmt nýrri könnun hafa um þrjátíu prósent Íslendinga verið bitin af lúsmýi.
29.07.2021 - 13:25
Myndskeið
Lúsmýsvarnir seljast upp
Lúsmý herjar nú á landsmenn á Norðurlandi, Suðurlandi og Vesturlandi. Enn sem komið er hefur það ekki fundist á Aust- og Vestfjörðum. Algengast er að það læðist inn í hús að kvöldi og nóttu og bíti fólk í svefni. Talsverð óþægindi fylgja því og þess vegna hafa vörur sem eiga að koma í veg fyrir bit, eða draga úr kláða, rokið út síðustu daga.
14.07.2021 - 20:52
Bitvargurinn herjar á landsmenn
Lúsmý herjar nú á landsmenn í þremur landshlutum. Lúsmýsbiti er þó oft ruglað saman við annað skordýrabit.
12.07.2021 - 18:04
Lúsmýið komið norður
Það hefur ekki farið fram hjá Akureyringum og þeim fjölmenna hópi gesta sem var á Akureyri um helgina að lúsmýið er komið norður. Krem, sem ætluð eru til að vinna bug á kláða og koma í veg fyrir bit, seldust upp hjá lyfsölum um helgina.
06.07.2021 - 13:21
Búast má við að lúsmýið fari á flug um miðjan júní
Þurrkar og kuldi í vor urðu til þess að gróður tók seinna við sér. Það varð til að seinka skordýralífi á Íslandi. Skordýrafræðingur kveðst þó búast við að lúsmý birtist innan skamms líkt og undanfarin ár.
05.06.2021 - 10:05
Mikið kvartað undan mýi á Akureyri
Meindýraeyðir á Akureyri segir mikið meira um kvartanir vegna bitmýs en áður og lúsmýið sé komið til Akureyrar. Flugurnar séu komnar til að vera en það sé stutt eftir af tímabili lúsmýsins í ár.
17.08.2020 - 12:26
„Enginn okkar er sérfróður um lúsmýið“
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur litla trú á auglýsingum manna sem taka að sér að eyða lúsmýi. Til að verjast lúsmýi mælir hann með fínriðnu neti fyrir opnanlega glugga, og viftu til að halda lofti í svefnherbergi á hreyfingu. Þetta kemur fram í nýrri færslu hans á Facebook-síðu hans, Heimur smádýranna.
30.06.2020 - 18:56
Lúsmýið virðir ekki tveggja metra regluna
Búast má við að lúsmýið plagi Íslendinga í sumar eins og þau síðustu þrátt fyrir samkomubann og fjarlægðarreglur. En ekki strax. „Lúsmýið kemur ekki fyrr en í júní“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur. „Það er alger undantekning ef það kemur fyrr.“ En getur lýsmý borið með sér COVID-19 veiruna? „Ég hef aldrei heyrt um að blóðsjúgandi flugur beri svona sjúkdóm,“ segir Erling en gefur þó þann fyrirvara að enn sé ekki vitað mikið um þessa veiru. Rætt var við Erling í Samfélaginu á Rás 1.
05.05.2020 - 10:58
14 prósent telja sig hafa fengið lúsmýsbit
Um 14 prósent fullorðinna Íslendinga telja sig hafa verið bitna af lúsmýi það sem af er sumri. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.
12.07.2019 - 21:49
Sumarhúsaeigendur flýja lúsmý
Formaður Félags sumarhúsaeigenda segir fólk farið að veigra sér við að fara í sumarbústaðaferðir í sumar af ótta við lúsmý. Vargurinn er bundinn við Suðurlandið eins og er, hvar meira en helmingur allra sumarhúsa landsins eru staðsett.
01.07.2019 - 20:02
Líkar logn og laðast að sofandi fólki
Umræðan um lúsmý hefur verið áberandi í sumar. Sumir hafa lent illa í mýinu á meðan aðrir hafa alveg sloppið en bitunum fylgir mikill kláði og óþægindi. Í nýlegri grein á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands fjalla skordýrafræðingarnir Erling Ólafsson og Matthías Alfreðsson um þennan bitvarg sem allar líkur eru á að muni verða landlægur áður en langt um líður
26.06.2019 - 19:57
Kláðinn forritaður í heila okkar
Lúsmýið herjar á landann sem aldrei fyrr og fréttir af því fylgja með. Jafnvel þeim óbitnu fer að klæja við tilhugsunina og skyldi engan undra. Kláðinn er nefnilega smitandi.
20.06.2019 - 13:22
Lúsmý fyrr á ferðinni en áður
Þetta var bara árás, segir maður sem var bitinn af lúsmýi. Það er fyrr á ferðinni en áður og besta ráðið við því er að vera með góða viftu í svefnherberginu.
12.06.2019 - 19:48
Lúsmý kemur til með að dreifa sér um allt land
Lúsmý, sem menn urðu fyrst varir við hér á landi árið 2015, mun að öllum líkindum dreifa sér um landið á næstu áratugum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur við Háskóla Íslands. Mýið herjaði á Mosfellinga í síðustu viku og voru bitin svæsin, að sögn læknis.
09.07.2018 - 12:27
Þolinmæði aðalvopnið gegn lúsmýbiti
Svæsin tilfelli af lúsmýbiti hafa komið upp í Mosfellsbæ í vikunni. Þetta segir læknir á heilsugæslu Mosfellsbæjar. „Þetta er ekkert hættulegt en fólki líður illa. Þetta er þrálátt og það getur verið mikil bólga í þessu en aðalvopnið gegn bitunum er þolinmæði,“ segir Anna María Hákonardóttir, læknir.
06.07.2018 - 15:40
Plágan lúsmý: Hvað er til ráða?
Lúsmý virðist hafa náð góðri fótfestu á Íslandi, einkum á Suðvestur- og Vesturlandi. Á samfélagsmiðlum og í spjallhópum sumarbústaðaeigenda er kvartað sáran undan þessum smágerða vágesti, sem ræðst til atlögu að nóttu til sem degi og sýgur blóð úr fólki. Bitin geta orðið rauð og upphleypt og valdið miklum kláða. Svo rammt kveður að árásum flugunnar að sumir forðast sumarbústaðalönd eða að vera utandyra á meðan hún er í hámarki.
18.07.2017 - 14:49
Lúsmý gerir fólki lífið leitt
Fjölmargir eru illa haldnir af kláða eftir skordýrabit um helgina. Talið er að lúsmý sé í flestum tilvikum sökudólgurinn. Úði til að varna bitum er uppseldur hjá heildsala en meira er væntanlegt í vikunni. 
03.07.2017 - 12:29
Ekkert bendir til að lúsmýið finnist víðar
Sumarbústaðaeigandi í Kjósinni var illa leikinn af lúsmýi, flugu sem virðist hafa náð fótfestu hér á landi í fyrsta sinn. Skordýrafræðingur segir að enn bendi ekkert til þess að flugan sé annarsstaðar á landinu.
01.07.2015 - 19:28