Færslur: Lundi

Myndskeið
Hátt í þrjú þúsund pysjur skráðar í pysjueftirlitinu
Alls hafa 2.693 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum og 1.778 vigtaðar síðan sást til fyrstu pysjunnar í Eyjum þann 14. ágúst. Eftirlitið hefur verið starfrækt undanfarin 17 ár en er með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins og er eingöngu rafrænt.
Óheimilt verði að fara í land á varptíma
Tillaga að friðlýsingarskilmálum Lundeyjar í Kollafirði hefur verið auglýst til kynningar á vef Umhverfisstofnunar. Unnið hefur verið að friðlýsingu eyjarinnar undanfarin misseri.
24.08.2020 - 11:45
Fararsnið komið á lundann
Fararsnið er nú komið á lundann sem virðist ætla að fljúga af landi brott frá Eyjum á hefðbundnum tíma þetta árið, eftir að hafa verið seinna á ferðinni undanfarin ár.
18.08.2020 - 14:10
Lundi fannst á miðjum Langjökli
Hópur fólks sem var í leiðangri á Langjökli í gær kom auga á lunda sem lá þar í snjónum. Að sögn Mörthu Jónasdóttur, sem fór fyrir hópnum, fannst fuglinn á jöklinum miðjum.
23.07.2020 - 17:13
Varp hefur minnkað verulega í Eyjum og á Breiðafirði
Stofnvöktun lunda hefur lokið skoðun á lundavarpi í tólf byggðum. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir varp áberandi minna en í fyrra á Breiðafirði og Vestmannaeyjum. 
25.06.2020 - 07:00
Aldrei betra lundavarp í Eyjum
Fækkað hefur í lundastofninum frá 2003. Lundinn er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í bráðri hættu, og á válista Alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna (IUCN). Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir þó að árið í ár líti vel út. Til dæmis hafi varp í Eyjum ekki litið betur út síðan mælingar hófust.
04.08.2019 - 20:59
Koma til landsins til að skjóta lunda
Breskir fjölmiðlar greina frá því að breskir veiðimenn komi hingað til lands í þeim tilgangi að veiða lunda. Í Bretlandi er fuglinn verndaður með lögum og veiðar óheimilar. Hins vegar eru lundaveiðar löglegar hér á landi. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir að langvarandi fækkun hafi verið í lundastofninum hér á landi frá 2003.
29.07.2019 - 14:44
Myndskeið
Fugl í fjórum holum af fimm í Akurey
Hann notar nefið og klærnar sem eru býsna góðar fyrir gröft og eiginlega eins og skóflur. Þannig tekst lundanum að grafa sér djúpa holu til að verpa í. Árleg lundatalning hófst í Akurey á Kollafirði í dag. Álegan er góð þetta árið og enn betri en í fyrra. Fjórur holur af fimm í Akurey reyndust hafa að geyma lunda og egg.
02.06.2019 - 19:24