Færslur: Lufthansa

Lufthansa frestar 800 flugferðum í dag vegna verkfalls
Þýska flugfélagið Lufthansa þarf að aflýsa um 800 ferðum í dag vegna verkfalls flugmanna. Þetta hefur áhrif á ferðalag um eitt hundrað þúsund flugfarþega.
02.09.2022 - 08:34
Verkfall hefur áhrif á 134 þúsund farþega Lufthansa
Verkfall er hafið hjá 20 þúsund starfsmönnum þýska flugfélagsins Lufthansa sem standa á í ríflega sólarhring. Verkfallið hefur áhrif á ferðalög 134 þúsund flugfarþega en yfir þúsund flugferðum hefur verið aflýst.
Vél snúið við yfir Grænlandi vegna veikinda farþega
Flugvél Lufthansa sem fara átti frá München í Þýskalandi til Denver í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi og er nú á leið til Keflavíkur til lendingar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var vélinni snúið við vegna veikinda hjá farþega, sem er nokkuð algeng uppákoma.
26.07.2022 - 15:37
Arðbærasti fjórðungur Lufthansa síðan fyrir faraldur
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur átt afar arðbæran ársfjórðung þrátt fyrir mikið rask í flugsamgöngum síðustu vikur. Annar ársfjórðungur, tímabilið frá apríl fram í júní, hefur verið sá ábótasamasti frá því í upphafi kórónuveirufaraldursins. 
15.07.2022 - 15:08
Yfirvofandi verkföll gætu raskað flugi í Evrópu í sumar
Mikið hefur verið um tafir á alþjóðaflugvöllum undanfarið og þúsundir orðið strandaglópar vegna aflýstra flugferða. Starfsfólk fimm stórra flugfélaga í Evrópu hyggst leggja niður störf í sumar, ef því tekst ekki að semja við félögin um kjör sín.
01.07.2022 - 02:59
Bjartsýnistónn í voldugum evrópskum flugrekendum
Heldur rofaði til í rekstri fransk-hollenska flugfélagsins AirFrance-KLM á fyrsta fjórðungi ársins. Enn er tap af rekstrinum en aðeins þriðjungur af því sem var fyrir ári. Sama er uppi á teningnum hjá hinu þýska Lufthansa.