Færslur: LSH

Læknar segja öryggi sjúklinga á bráðadeild ekki tryggt
Félag bráðalækna telur að veikum og slösuðum sjúklingum á bráðadeild Landspítala sé stefnt í hættu með „grafalvarlegri undirmönnun“. Öryggi sjúklinga þar sé ekki tryggt og lífi landsmanna þannig stefnt í hættu. Í nýrri yfirlýsingu félagsins er þess krafist að landlæknir knýi á um úrbætur á deildinni af hálfu framkvæmdastjóra og forstjóra spítalans.
05.06.2021 - 10:12
Fagráð hefur áhyggjur af mönnun á Landspítala
Allt að 102 rúm verða ekki í notkun á Landspítalanum á meðan starfsfólk tekur lögbundið sumarleyfi.
Tækifæri til að breyta heilbrigðiskerfinu
Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að hinir ýmsu hlutar heilbrigðiskerfisins spili ekki nægilega vel saman. Birgir, sem var forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi 2007 til 2014, hefur að undanförnu meðal annars gagnrýnt það fyrirkomulag sem viðgengst á Landspítalnum háskólasjúkrahúsi, þar sem sérfræðilæknar gegna hlutastarfi samhliða því að reka stofur út í bæ. Hann segir að þetta hljóti að skapa erfiðleika við að skipuleggja þjónustuna og að hún verði ekki skilvirk fyrir vikið.
11.01.2016 - 09:05