Færslur: Louisiana

Fjöldi stofnana býður ekki lengur þungunarrof
Að minnsta kosti 43 heilbrigðisstofnanir víðs vegar um Bandaríkin eru hættar að bjóða konum upp á þungunarrof. Það gerist í kjölfar úrskurðar hæstaréttar sem felldi í lok júní úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs.
„Ég elska sköpun meira en lífið“
Sonia Delaunay var frumkvöðull á sviði framúrstefnulegrar abstraktlistar á fyrri hluta 20. aldar og teygði hún möguleikana langt út fyrir strigann. Hún hannaði einnig klæðilega list eins og kjóla og búninga fyrir leiksýningar, fékkst við auglýsingagerð en myndskreytti einnig óvæntari fyrirbæri eins og bíla. Dýnamísk notkun bjartra lita var kjarninn í sköpun hennar, sem er afar áhrifamikil þótt nafn hennar sé ekki endilega á allra vörum.
15.05.2022 - 16:02
Slóð eyðileggingar sunnanvert í Bandaríkjunum
Öflugur hvirfilbylur sem gengur yfir Louisiana í Bandaríkjunum lagði fjölda húsa í rúst og hefur þegar kostað eitt mannslíf. Bandaríska veðurfræðistofnunin tilkynnti í nótt að hvirfilbylurinn nálgaðist New Orleans og hvatti íbúa borgarinnar til að leita umsvifalaust skjóls.
23.03.2022 - 05:25
Dómstóll setur tímabundið lögbann á skyldubólusetningu
Alríkisdómstóll í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sett bráðabirgðalögbann á tilskipun Biden-stjórnarinnar þess efnis að allir heilbrigðisstarfsmenn í landinu skuli skyldaðir til bólusetningar gegn COVID-19. Í niðurstöðu dómsins kemur fram ríkur efi um að skyldubólusetning standist ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna.
Glíma við olíumengun í Mexíkóflóa
Starfsmenn olíu- og gasvinnslufyrirtækisins Talos Energy keppast nú við að ná böndum yfir allstóran, ílangan olíuflekk í Mexíkó-flóa. Olían virðist streyma úr leiðslum neðansjávar.
06.09.2021 - 04:06
Flóðaviðvaranir í New York borg vegna Idu
Leifar fellibylsins Idu hafa valdið talsverðu tjóni á norðausturströnd Bandaríkjanna. Honum fylgdu hvirfilbylir og flóð meðal annars í New York borg. Í tilkynningu frá bandarísku veðurstofunni er varað við mikilli rigningu og lífshættulegum flóðum allt til suðurhluta Nýja Englands í dag.
02.09.2021 - 04:54
Björgunarmenn leita fólks í kjölfar Idu
Staðfest er að fjögur eru látin eftir að fellibylurinn Ida gekk yfir Louisiana og Mississippi í Bandaríkjunum. Eins til viðbótar er saknað en talið er að hann hafi orðið krókódíl að bráð.  
01.09.2021 - 00:13
Syrtir í álinn í Suðurríkjunum vegna COVID-19
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir og nú legið inni með COVID-19 á sjúkrahúsum í Flórida og Louisiana í Bandaríkjunum. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla Delta-afbirgðis kórónuveirunnar.
Myndskeið
Dregur úr styrk Láru en áfram búist við hamförum
Nokkuð hefur dregið úr styrk fellibylsins Láru eftir að miðja hans fór inn yfir land í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í morgun. Þó er enn óttast að eyðileggingin verði mikil í Louisiana og Texas.
27.08.2020 - 13:08
Fellibylurinn Lára kominn að landi
Fellibylurinn Lára er kominn að landi í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, skammt frá olíubænum Port Arthur. Mikil úrkoma fylgir fellibylnum og er búist við sjávarflóðum við strendur Louisiana og Texas.
27.08.2020 - 08:17