Færslur: Louisiana

Myndskeið
Dregur úr styrk Láru en áfram búist við hamförum
Nokkuð hefur dregið úr styrk fellibylsins Láru eftir að miðja hans fór inn yfir land í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í morgun. Þó er enn óttast að eyðileggingin verði mikil í Louisiana og Texas.
27.08.2020 - 13:08
Fellibylurinn Lára kominn að landi
Fellibylurinn Lára er kominn að landi í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, skammt frá olíubænum Port Arthur. Mikil úrkoma fylgir fellibylnum og er búist við sjávarflóðum við strendur Louisiana og Texas.
27.08.2020 - 08:17