Færslur: Lottóvinningur

Fór sultuslakur í göngutúr
Lottóvinningshafinn sem vann tæpa 1,3 milljarða króna í Víkinglottóinu í gær tók fréttunum af mikilli ró, að sögn Halldóru Maríu Einarsdóttur markaðsstjóra hjá Íslenskri getspá. Vinningurinn er sá stærsti sem Íslendingur hefur unnið.
10.06.2021 - 13:52
Lánsamur íslenskur lottóspilari 1271 milljón ríkari
Annar vinningur í Víkinglottói kvöldsins sem nemur 1.270.806.970 krónum féll lánsömum Íslendingi í skaut. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að þetta sé langhæsti vinningur sem nokkru sinni hefur komið til Íslands.
Viðtal
Glaðhlakkalegir Selfyssingar unnu 104 milljónir í lottó
Hjón frá Selfossi vitjuðu lottóvinnings frá 26. desember upp á rúmar 104 milljónir króna hjá Íslenskri getspá í gær. „Það var svo ánægjulegt að hingað skoppuðu inn glaðhlakkalegir Selfyssingar með miðann sinn og voru að vitja vinningsins upp á rúmlega 104 milljónir,“ sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
05.01.2021 - 08:30
Talnaröð í lottói vekur grunsemdir um svikabrögð
Ásakanir um svikabrögð hafa skekið suður-afríska lottóheiminn síðan á þriðjudag. Þá komu tölurnar fimm, sex, sjö, átta og níu upp í útdrætti kvöldsins. Ofurtalan reyndist svo vera tíu.
03.12.2020 - 04:12
Lánsamur Færeyingur auðgast í danska Lottóinu
Heppinn Færeyingur vann 15 milljónir danskra króna í danska Lottóinu. Það er jafnvirði um 331 milljónar íslenskra króna.
21.10.2020 - 01:23
Lottómiði keyptur fyrir slysni færir háan vinning
Ástralskt par segist hafa ætlað að kaupa miða í allt öðrum útdrætti en þeim sem færði þeim háan vinning.
19.09.2020 - 06:19
Síðdegisútvarpið
Þegar dóttirin borðaði milljónavinning
Ingibjörg Hjartardóttir datt heldur betur í lukkupottinn fyrir 25 árum, eða það hélt hún, þegar lottómiði sem hún keypti reyndist vera vinningsmiði upp á 7,6 milljónir króna. Ingibjörg fékk vinningin þó aldrei greiddan út þar sem þriggja ára gömul dóttir hennar reif hann í tætlur og borðaði hluta af honum.
18.05.2020 - 16:07
Vinningshafi hélt að vinir væru að grínast
Tveir vinningshafar skiptu á milli sín Lottóvinningi síðustu helgar og hafa þeir báðir gefið sig fram. 19,3 milljónir fara annars vegar til ungrar fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, og hins vegar til hjóna á besta aldri sem einnig eru búsett á höfuðborgarsvæðinu.
18.10.2018 - 16:31
Margir njóta lottóvinningsins
Ríflega 86 milljón króna skattfrjáls vinningur í Víkingalottóinu í fyrradag kom í hlut eldri borgara á Suðurlandi. Hann hyggst deila vinningnum með börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Þetta kemur fram á sunnlenska.is í dag. Potturinn var tvöfaldur og skiptist á milli þriggja, hinir vinningshafarnir eru Norðmenn.
22.01.2016 - 15:38