Færslur: Los Angeles

Fá bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað
Ættingjum fólks sem fórst í þyrluslysi ásamt körfuboltamanninum Kobe Bryant og Giönnu 13 ára dóttur hans verða greiddar bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað. Málaferli ekkju Bryants vegna sama máls standa enn yfir.
03.11.2021 - 01:20
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi
Dómstóll í Los Angeles dæmdi bandaríska auðkýfinginn Robert Durst til lífstíðarfangelsis í dag fyrir að hafa myrt vinkonu sína, glæpasagnahöfundinn Susan Berman með hrottalegum hætti árið 2000.
14.10.2021 - 23:59
Breska konungsfjölskyldan sigursæl á Emmy-hátíðinni
Fjórða syrpa bresku sjónvarpsþáttaraðarinnar The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á 73. Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Helstu leikendur fengu einnig verðlaun fyrir hlutverk sín.
The Crown valin besta þáttaröðin alvarlegs eðlis
Breska sjónvarpsþáttaröðin The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.
20.09.2021 - 02:20
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin
Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin í Los Angeles í Bandaríkjunum, utandyra í stóru tjaldin. Hátíðin er með smærra sniði en yfirleitt áður en þó öllu fjölmennari en á síðasta ári þegar Jimmy Kimmel kynnti hátíðina frammi fyrir tómum sal.
20.09.2021 - 00:44
Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni
Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.
Skrúfa fyrir vatnsrennsli til að stöðva veislur
Borgaryfirvöld í Los Angeles í Kaliforníu fá á morgun heimild til að slökkva á vatnsrennsli og rafmagnstengingu til heimila þar sem haldnar eru samkomur sem brjóta í bága við sóttvarnarreglur. BBC greinir frá.
06.08.2020 - 19:42
Viðtal
Úr geimnum sá ég jörðina
„Það var engin leið að segja nei, en svo hugsar maður: hvað er ég búinn að koma mér í?,“ segir tónskáldið Daníel Bjarnason um óvenjulega pöntun á tónverki sem honum barst frá Fílharmóníusveitinni í Los Angeles. Flutningur á verkinu markar hápunkt á aldarafmæli sveitarinnar 24. október. Í tónverkinu, sem innblásið er af upplifun geimfara af jörðinni úr fjarska, er hljómsveitinni skipt upp og þrír hljómsveitarstjórar stjórna flutningi.
19.10.2019 - 13:30
Myrti konu í kjörbúðinni
Maður sem réðst inn í verslun Trader Joe's í Hollywood skaut eina konu þar til bana. Þetta tilkynnti Eric Garcetti borgarstjóri Los Angeles á blaðamannafundi. Maðurinn hefur verið handtekinn.
22.07.2018 - 02:16
Lögregluaðgerðum lokið í Los Angeles
Maður sem réðst inn í kjörbúð í Los Angeles eftir að hafa myrt ömmu sína og skotið kærustu sína hefur verið handtekinn. Mikill viðbúnaður lögreglu var vegna málsins enda var mikið af fólki í versluninni þegar maðurinn réðst þangað inn.
22.07.2018 - 01:44
Skaut á lögreglu eftir að hafa myrt ömmu sína
Maður sem byrgt hefur sig inni í kjörbúð í Los Angeles í Bandaríkjunum hafði skipst á skotum við lögreglumenn sem reyndu að hafa hendur í hári hans í kjölfar þess að hann myrti ömmu sína og skaut kærustu sína.
22.07.2018 - 01:35
Hugsanleg gíslataka í kjörbúð í Los Angeles
Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur tilkynnt um mögulega gíslatöku í kjörbúð í Hollywood. Mikill viðbúnaður lögreglu er á staðnum og í það minnsta ein kona hefur verið flutt á sjúkrahús.
22.07.2018 - 00:38
Þúsundir ganga undir merkjum #MeToo
Þúsundir gengu til stuðnings fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Los Angeles í gær, sunnudag, undir merkjum #MeToo myllumerkisins. Herferð undir sömu formerkjum hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum til að sýna fram á algengni kynferðisbrota og ljá þolendum rödd. „Já þýðir já og nei þýðir nei,“ var kallað á götum Los Angeles. „Sama í hverju við erum, sama hvert við förum.“
Reykjavík kemur til LA
Reykjavík Festival hefst næstkomandi föstudag í Disney Hall tónlistarhöllinni í Los Angeles, þar sem glittir í fjölmargar hliðar íslensks tónlistarlífs.