Færslur: London

Harry og Meghan fagna valdaafmæli með Elísabetu
Hertogahjónin af Sussex verða viðstödd kirkjuathöfn snemma í næsta mánuði, sem er hluti fjögurra daga hátíðahalda í tilefni sjötíu ára valdatíðar Elísabetar II Bretadrottningar.
ABBA fagnaði upphafi stafrænnar tónleikaferðar
Allir meðlimir sænsku hljómsveitarinnar ABBA komu saman í Lundúnum í gærkvöld. Það var í fyrsta skipti um fjörutíu ára skeið samkvæmt fréttum erlendra miðla en tilgangurinn var að fagna forsýningu og þar með upphafi heilmyndatónleikaferðarinnar ABBA Voyage.
Karl og Camilla gestaleikarar í East Enders
Karl prins af Wales og eiginkona hans, Camilla hertogaynja af Cornwall, verða gestaleikarar í hinni geysivinsælu sjónvarpsápu East Enders. Í þættinum heimsækja þau fólkið sem býr við Albert Square þar sem það fagnar sjötíu ára valdaafmæli Elísabetar II Bretadrottningar.
23.05.2022 - 00:40
Hyggjast hefja beint flug frá Sydney til London 2025
Ástralska flugfélagið Qantas gerir ráð fyrir að unnt verði að fljúga beint frá Sydney til London og New York eigi síðar en undir árslok 2025. Það yrði í fyrsta sinn í sögunni að félagið flygi slíkar vegalengdir án millilendingar.
Ræða leiðir til að hætta kaupum á rússnesku gasi
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands ætla að ræða hvernig liðsinna megi ríkjum Evrópu við að draga úr þörf fyrir jarðgas frá Rússlandi. Þeir hittast í Lundúnum á morgun, föstudag.
08.04.2022 - 03:10
The Northman frumsýnd í Lundúnum
Víkingakvikmyndin The Northman var frumsýnd í Lundúnum í kvöld. Skáldið Sjón skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Robert Eggers. Söngkonan Björk er meðal leikenda myndarinnar.
Adele hlaut þrenn Brit-verðlaun
Breska tónlistarkonan Adele hlaut þrenn verðlaun þegar bresku Brit-tónlistarverðlaunin voru afhent í Lundúnum í kvöld. Hátíðin var haldin í O2-höllinni en í ár eru 45 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt.
09.02.2022 - 01:37
Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.
Big Ben heilsar árinu 2022 með kunnuglegum klukkuhljómi
Bjallan mikla sem ber gælunafnið Big Ben hljómar á miðnætti í kvöld til að marka upphaf ársins 2022. Viðgerð hefur staðið yfir á klukkunni og klukkuturninum frá árinu 2017.
31.12.2021 - 06:39
Erlent · Evrópa · Bretland · London · Big Ben · Westminster · áramót
Metfjöldi unglinga myrtur í Lundúnum á þessu ári
Lundúnalögreglan rannsakar nú morð á fimmtán ára dreng sem stunginn var til bana í almenningsgarði í borginni í gær. Hann er 29. unglingurinn sem myrtur er í borginni það sem af er ári, sem er sami fjöldi og á metárinu 2008.
31.12.2021 - 05:12
Omíkron er mildara en þó ekki venjulegt kvef
Nánast hvarvetna hefur kórónuveirusmitum fjölgað mjög eftir tilkomu omíkron-afbrigðisins. Niðurstöður rannsókna sýna að því fylgi minni veikindi en fyrri afbrigðum. Þó hefur víða verið gripið til samkomutakmarkana til að hefta útbreiðsluna.
Ekkert verður af áramótagleði á Trafalgar-torgi
Ekkert verður af hefðbundnum áramótahátíðahöldum á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna höfuðborgar Bretlands þetta árið. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla kórónuveirusmita af völdum Omíkron-afbrigðisins.
Arkitektinn Richard Rogers er látinn
Breski arkitektinn Richard Rogers er látinn áttatíu og átta ára að aldri. Hann lést í svefni í gærkvöldi að því er fram kemur í tilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Matthew Freud.
19.12.2021 - 07:12
Bretland á lista Þjóðverja yfir hááhættusvæði
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að Bretlandi hefði verið bætt á lista yfir þau lönd þar sem mikili hættu stafar af COVID-19. Því verða settar ferðatakmarkanir þangað sem taka gildi á miðnætti annað kvöld.
Fjögur börn fórust í húsbruna á Englandi
Fjögur börn fórust í húsbruna í Sutton suðvestur af Lundúnum höfuðborg Bretlands í dag.
16.12.2021 - 23:56
Erlent · Evrópa · Bruni · England · Bretland · Slökkvilið · Andlát · London
Vopn úr eigu Napóleons seld á uppboði komandi helgi
Sverð sem Napóleon Bonaparte bar þegar hann tók völdin í Frakklandi árið 1799 verður selt á uppboði í Bandaríkjunum um komandi helgi. Fimm önnur vopn úr eigu keisarans verða einnig boðin upp.
01.12.2021 - 04:29
Efnahagsmál · Erlent · Napóleon · Uppboð · Frakkland · Bandaríkin · London · Sagnfræði · sverð · Vopn
Segir enn unnt að leysa Norður-Írlands vandann
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir enn mögulegt að finna lausn á Norður-Írlands vandanum. Það er þeim hluta samkomulags Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu sem snýr að málefnun Norður-Írlands.
Lockerbie
Líbíumenn ræða framsal Masuds til Bandaríkjanna
Utanríkisráðherra Líbíu kveðst vilja vinna með bandarískum yfirvöldum að framsali mannsins sem er grunaður um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir bænum Lockerbie í Skotlandi fyrir næstum 33 árum, í desember 1988.
04.11.2021 - 02:28
Prinsinn krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli
Breski prinsinn Andrés hertogi af Jórvík krefst þess að dómstóll í New York í Bandaríkjunum vísi einkamáli Virginiu Giuffre á hendur honum frá. Hún sakar hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir 20 árum.
Lundúnalögreglan þarf að biðjast afsökunar
Lundúnalögreglan þarf að biðja fjölskyldu tveggja systra sem féllu fyrir morðingja hendi afsökunar vegna slælegra viðbragða þegar tilkynnt var um hvarf þeirra. Systurnar sem hétu Biba Henry og Nicole Smallman voru stungnar til bana af Danyal Hussein í júní 2020.
26.10.2021 - 05:16
Börn skora á bresku konungsfjölskylduna
Bresk börn og ungmenni færðu bresku konungsfjölskyldunni í dag yfir hundrað þúsund undirskriftir, þar sem skorað er á krúnuna að endurheimta náttúruleg vistkerfi á landsvæðum í þeirra eign. Talið er að breska konungsfjölskyldan eigi um það bil 800.000 hektara af landi á Bretlandseyjum.
Liðsmaður Lundúnalögreglunnar ákærður fyrir nauðgun
Lundúnalögreglan, stærsta lögreglusveit Bretlandseyja, upplýsti í dag að liðsmaður hennar væri ákærður fyrir nauðgun. Yfirmaður lögreglunnar segir sér brugðið vegna alvarlegra afbrota lögreglumanna en forsætisráðherra hvetur til trausts til lögreglunnar.
Flugumaður lögreglu braut mannréttindi aðgerðasinna
Þrír dómarar við breskan dómstól segja Lundúnalögregluna hafa brotið mannréttindi aðgerðasinna sem var blekkt til að eiga í langvinnu ástarsambandi við mann sem reyndist vera útsendari lögreglunnar.
Hundruð minntust myrtrar konu í Lundúnum
Hundruð manna komu saman í Lundúnum á föstudagskvöld til þess að minnast grunnskólakennarans Sabinu Nessa, sem var myrt á göngu aðeins nokkrum mínútum frá heimili sínu. Í morgun tilkynnti breska lögreglan að 38 ára gamall maður hefði verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt Sabinu. Þetta er þriðji maðurinn sem lögreglan yfirheyrir vegna glæpsins, en þeir binda vonir við að hafa nú réttan aðila í haldi.
26.09.2021 - 15:40
Götuáreitni gæti varðað við lög
Stjórnvöld í Bretlandi sögðust í dag íhuga að gera götuáreitni sem beint er að konum að glæpsamlegu athæfi, lögum samkvæmt. Þetta er í samræmi við nýja stefnu hins opinbera til að stemma stigu við ofbeldi gegn konum og stúlkum.
21.07.2021 - 14:58