Færslur: Lokunarstyrkir

Fyrirtæki fengu um 40 milljarða í covid-styrki
Embætti ríkisskattstjóra hefur greitt hátt í 40 milljarða í ýmsa styrki vegna kórónuveirufaraldursins til veitingastaða og annarra sem þurftu að draga úr starfsemi í faraldrinum. Þetta eru fimm tegundir styrkja sem samtals voru veittir hátt í 20 þúsund sinnum. Hátt í 80 fyrirtæki hafa þurft að endurgreiða styrki vegna uppsagna.
Alls 734 milljónir greiddar í viðspyrnustyrki
Hátt í 600 umsóknir um viðspyrnustyrki bárust á fyrstu tveimur vikunum eftir að Skatturinn opnaði fyrir þær. Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að undanfarna mánuði hafi tugir milljarða króna verið greiddir í stuðning gegnum úrræði ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Rúmar 666 milljónir í lokunarstyrki í þriðju bylgju
Skatturinn hefur greitt rúmar 666 milljónir í lokunarstyrki til 257 fyrirtækja sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins.
Hægt verður að sækja um tekjufallsstyrk um mánaðamótin
Hægt verður að sækja um nýtt úrræði, tekjufallsstyrki, og framhald lokunarstyrkja hjá Skattinum um næstu mánaðamót. Alþingi samþykkti í liðinni viku lög um aðgerðirnar sem hafa að markmiði að styðja fyrirtæki vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins.