Færslur: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Nýkominn frá París og beið eftir fari til Reykjavíkur
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af manni grunuðum um brot á sóttvarnalögum fyrir utan verslun í Njarðvík. Maðurinn sagðist vera nýkominn frá París og að hann biði eftir fari til Reykjavíkur. Lögregla gerði honum grein fyrir því að hann hefði átt að fara rakleiðis í sóttkví og að hann mætti búast við sekt fyrir brot á sóttvarnarlögum. Þetta kemur fram í vikuyfirliti Lögreglustjórans á Suðurnesjum.