Færslur: Lögreglustjórinn á Austurlandi

Tóku 30 kíló af fíkniefnum í Norrænu
Lögregla lagði hald á þrjátíu kíló af fíkniefnum í Norrænu við Seyðisfjörð í síðusta mánuði. Heimildir fréttastofu herma að um hafi verið amfetamín sem fannst í bíl í Norrænu 16. júní.
Ekki vitað með ástand byssumannsins
Lögreglan á Austurlandi sendi í nótt frá sér tilkynningu vegna vopnaða mannsins sem lögregla yfirbugaði seint í gærkvöld. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning um klukkan tíu um mann vopnaðan skotvopni á Egilsstöðum. Hann var sagður hóta því að beita vopninu. Lögregla koma á vettvang og heyrðust skothvellir úr íbúðinni á meðan maðurinn var inni í húsinu. Auk þess skaut hann í átt að lögreglu, segir í tilkynningunni.
Myndskeið
COVID-19: Norræna yrði sett í sóttkví
Seyðfirðingar fengju smáskilaboð léki grunur á COVID-19 smiti í Norrænu. Almannavarnadeild Austurlands er tilbúin með áætlanir um farsóttahús. Ferjan yrði sett í sóttkví.
19.02.2020 - 09:40
Áslaug auglýsir eftir lögreglustjórum og sýslumanni
Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum í þrjú embætti sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þarf að skipa í á næstunni. Embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum eru laus til umsóknar.