Færslur: lögreglustjórar

Grænland
Áfengissölubann í fjórum af fimm sveitarfélögum
Áfengissölubann gildir nú í fjórum af fimm sveitarfélögum á Grænlandi. Lögreglu hefur nú í janúar borist fleiri tilkynningar um heimilisófrið en á sama tíma síðasta ár. Við því segir lögreglustjóri að þurfi að bregðast og segir mánaðamótin nú áhyggjuefni.
Lögregla má sækja vopn þeirra sem sviptir eru leyfi
Mjög strangar reglur um gilda um vopnaeign á Íslandi. Lögreglustjóri afturkallar leyfi þeirra sem af einhverjum ástæðum uppfylla ekki lengur lagaskilyrði til skotvopnaleyfis. Lögregla hefur þá heimild til að sækja vopn inn á heimili án dómsúrskurðar.
Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Ólafur Helgi boðaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara, ásamt tveimur starfsmönnum embættisins.
Úlfar og Grímur verða lögreglustjórar
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum og Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
11.11.2020 - 15:48
Lögreglufólki í sóttkví meinað um yfirvinnugreiðslur
Lögreglumenn sem þurft hafa að fara í sóttkví vegna gruns um Covid-19 smit fá ekki greidda yfirvinnu á meðan. BSRB segir óviðunandi að starfsfólk í framlínustörfum sem gæti smitast af lífshættulegum sjúkdómi, fái ekki borgað fyrir þann tíma sem verja þarf í sóttkví.