Færslur: lögreglumenn
Fræða á lögreglumenn um hatursorðræðu
Fræðsla um hatursorðræðu fyrir lögreglumenn er á döfinni fljótlega og líka verið að skerpa á henni í lögreglunáminu, segir ríkislögreglustjóri. Hún segir alla lögreglustjóra landsins sammála um að breyta búningareglugerð lögreglunnar að því er varðar merkjanotkun. Formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa áttað sig á merkingu fána á búningi lögreglumanns sem tengdir hafa verið hatursorðræðu og telur útilokað að lögreglumenn beri fána í slíkum tilgangi.
23.10.2020 - 19:51
Erfitt að segja hvort samningurinn verður samþykktur
Landssamband lögreglumanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins síðdegis í gær. Samningurinn er að fullu afturvirkur til 1. apríl í fyrra en samningar höfðu verið lausir síðan þá. Samningurinn verður nú kynntur lögreglumönnum og varaformaður Landssambands lögreglumanna segir erfitt að segja til um hvort hann verður samþykktur.
17.09.2020 - 08:08
Gíslatöku á heimili í Texas lokið
Maður sem hélt nákomnum ættingjum sínum föngnum í Cedar Parks, útborg Austin í Texas, hefur látið alla gísla sinna lausa.
17.08.2020 - 14:32
Áslaug Arna vill fresta lokun fangelsisins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því við fangelsismálastjóra að framkvæmd lokunar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september. Brýnt sé að tryggja að almenn löggæsla á Norðurlandi eystra verði ekki fyrir skerðingu vegna lokunarinnar.
16.07.2020 - 15:58
Lögreglumenn fóru í rafræna kröfugöngu
Lögreglumenn um allt land fóru í rafræna kröfugöngu þar sem þeir minntu á að þeir hafa verið án kjarasamnings í rúmlega ár.
01.05.2020 - 15:41