Færslur: lögreglumenn

Óttast að fjöldaaftökur séu yfirvofandi í Íran
Byltingardómstóllinn í Íran hefur dæmt fjöldamargt fólk til dauða vegna þátttöku í mótmælum um allt land. Mannréttindasamtök óttast að fjöldaaftökur geti verið yfirvofandi. Að minnsta kosti sjö hafa látið lífið í átökum milli lögreglu og mótmælenda síðustu daga.
Sunak og Starmer tókust á um efnahagsmál og kosningar
Nýr forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi stjórnarandstöðunnar tókust meðal annars á um efnahagsmál og kosningar í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun, þeim fyrsta í stjórnartíð nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins.
Lögreglu í Manchester gengur vel að grípa innbrotsþjófa
Lögreglu á Englandi og í Wales tekst aðeins að upplýsa sex af hundraði allra innbrota í löndunum tveimur. Ein ensk borg sker sig þó verulega úr undanfarna fimmtán mánuði.
22.10.2022 - 07:10
Glæpagengi myrti borgarstjóra og átján aðra
Vopnaðir menn réðust inn í ráðhús mexíkósku borgarinnar San Miguel Totolapan í gær og myrtu borgarstjórann ásamt hið minnsta 18 öðrum. Grunur leikur á að glæpagengi standi að baki árásinni.
Fjölmenn mótmæli vegna hvarfs námsmanna fyrir átta árum
Upp úr sauð í mótmælum í Mexíkóborg þar sem réttlætis var krafist til handa 43 kennaraháskólanemum sem hurfu í Guerrero-fylki árið 2014. Ellefu lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur.
Viðbúnaður í Osló vegna regnbogahátíðar
Oslóarlögreglan verður með sérstakan viðbúnað í miðborginni til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda við hátíðahöld hinsegin fólks í dag. Einkennisklæddum og óeinnisklæddum lögreglumönnum er ætlað að sjá til þess að regnbogalest hátíðarinnar fái að fara óhindruð um og gestir fái frið.
10.09.2022 - 07:45
Kanna tengsl vopnaðs árásarmanns við hryðjuverkasamtök
Maður vopnaður hnífi réðist að fólki og særði tvennt í bænum Ansbach í Suður-Þýskalandi í gær. Lögreglumaður skaut árásarmanninn til bana. Grunur leikur á að hann hafi tengst hryðjuverkasamtökum.
Árásarmanns enn ákaft leitað í Kanada
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ásamt bróður sínum orðið tíu að bana í ofsafengnum hnífstunguárásum í Kanada er enn á flótta. Umfangsmikil leit stendur yfir.
07.09.2022 - 05:15
Lögreglumaður á kenderíi glataði opinberum gögnum
Japanskur lögreglumaður drakk frá sér allt vit, sofnaði úti á götu og týndi rannsóknargögnum sem innihalda persónulegar upplýsingar um hundruð manna. Þeirra á meðal eru skjöl um mann sem grunaður er um glæpsamlegt athæfi.
Mótmæli eftir að lögregla banaði óvopnuðum manni
Fjórða daginn í röð kom nokkur hundruð saman í dag og mótmæltu við ráðhús Akron-borgar í Ohio í Bandaríkjunum. Ástæða mótmælanna er sú að lögreglumenn skutu svartan mann til bana á mánudaginn var.
04.07.2022 - 01:35
Enginn fékk meirihluta í forsetakosningum í Kólumbíu
Bráðbirgðaniðurstöður sýna að vinstrimaðurinn Gustavo Petro og milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez mætast í síðari umferð forsetakosninga í Kólumbíu.
Útgöngubann í kjölfar mannskæðra mótmæla á Sri Lanka
Þúsundum her- og lögreglumanna er ætlað að tryggja að útgöngubann haldi í Sri Lanka en fimm fórust í gær í mestu átökum sem brotist hafa út í tengslum við mótmæli í landinu. Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra sagði af sér í gær en sú ákvörðun sló ekkert á bræði almennings.
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Krefst fangelsis yfir lögreglumönnum sem bönuðu stúlku
Faðir fjórtán ára stúlku sem lögreglumenn skutu til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum krefst þess að þeir verði dæmdir í fangavist fyrir verknaðinn.
Þrír fórust í sprengjutilræði á kólumbískum flugvelli
Tveir lögreglumenn fórust í sprengingu við Cucuta alþjóðaflugvöllinn nærri landamærum Kólumbíu og Venesúela í dag. Litið er á atvikið sem hryðjuverk en tilræðismaðurinn fórst einnig þegar hann reyndi að flýja flugvallarsvæðið.
Óhappatilviljun og slys talin hafa valdið dauða Vilks
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað olli umferðarslysinu sem varð sænska listamanninum Lars Vilks og tveimur lögreglumönnum að bana á sunnudagskvöld. Líklegast er talið að slys hafi orðið.
05.10.2021 - 01:20
Um helmingur brautskráðra úr lögreglufræðum er konur
Ríflega helmingur þeirra sem brautskráðist úr diplómanámi í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn á árunum 2018 til 2020 eru konur. Háskólinn á Akureyri hefur útskrifað 142 nemendur í þeim fræðum að því er fram kemur í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins.
Fyrirtaka vegna lífeyrisskuldbindinga yfirlögregluþjóna
Mál Óskars Bjartmarz, fyrrverandi formanns félags yfirlögregluþjóna, gegn Ríkislögreglustjóra vegna lífeyrissamkomulags Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra við hluta yfirlögregluþjóna við embættið, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Myndskeið
Fræða á lögreglumenn um hatursorðræðu
Fræðsla um hatursorðræðu fyrir lögreglumenn er á döfinni fljótlega og líka verið að skerpa á henni í lögreglunáminu, segir ríkislögreglustjóri. Hún segir alla lögreglustjóra landsins sammála um að breyta búningareglugerð lögreglunnar að því er varðar merkjanotkun. Formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa áttað sig á merkingu fána á búningi lögreglumanns sem tengdir hafa verið hatursorðræðu og telur útilokað að lögreglumenn beri fána í slíkum tilgangi. 
Erfitt að segja hvort samningurinn verður samþykktur
Landssamband lögreglumanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins síðdegis í gær. Samningurinn er að fullu afturvirkur til 1. apríl í fyrra en samningar höfðu verið lausir síðan þá. Samningurinn verður nú kynntur lögreglumönnum og varaformaður Landssambands lögreglumanna segir erfitt að segja til um hvort hann verður samþykktur.
Gíslatöku á heimili í Texas lokið
Maður sem hélt nákomnum ættingjum sínum föngnum í Cedar Parks, útborg Austin í Texas, hefur látið alla gísla sinna lausa.
17.08.2020 - 14:32
Áslaug Arna vill fresta lokun fangelsisins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því við fangelsismálastjóra að framkvæmd lokunar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september. Brýnt sé að tryggja að almenn löggæsla á Norðurlandi eystra verði ekki fyrir skerðingu vegna lokunarinnar.
Lögreglumenn fóru í rafræna kröfugöngu
Lögreglumenn um allt land fóru í rafræna kröfugöngu þar sem þeir minntu á að þeir hafa verið án kjarasamnings í rúmlega ár.

Mest lesið