Færslur: Lögreglumál

Handtekinn eftir bílveltu á Hringbraut
Bíll valt undir mislægum gatnamótum Hringbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík í nótt. Ökumaður og farþegi voru flutt á Bráðadeild til aðhlynningar.
Þetta helst
Umsátrið í Hafnarfirði
Umsátursástand ríkti í norðurbænum í Hafnarfirði í allan morgun og fram yfir hádegi þegar maður á sjötugsaldri, vopnaður byssu, hóf skothríð af svölum íbúðar sinnar á kyrrstæða bíla. Leikskóla var lokað af ótta við árásarmanninn og fjölmennt lið lögreglu, sérsveitar og sjúkraliðs kallað á staðinn. Maðurinn kom út úr íbúð sinni skömmu eftir hádegi, eftir að hafa rætt við lögreglu í síma í marga klukkutíma. Við fórum yfir atburði morgunsins í Þetta helst.
22.06.2022 - 15:23
Leiðtogi alþjóðlegs hrings barnaníðinga handtekinn
Mexíkóska lögreglan handtók í dag hollenskan ríkisborgara, sem er grunaður um að vera leiðtogi alþjóðlegs hrings barnaníðinga. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir ríkissaksóknara í Mexíkóborg.
07.06.2022 - 04:20
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí
Maðurinn sem grunaður er um manndráp í Barðavogi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí á grundvelli almannahagsmuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist gæsluvarðhaldsins í þágu rannsóknar hennar á manndrápinu.
05.06.2022 - 16:20
Grunur um að barsmíðar hafi valdið dauða mannsins
Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að maðurinn sem lést fyrr í kvöld, hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Andlátið er rannsakað sem morð og hefur karlmaður fæddur 2001 verið handtekinn vegna málsins.
Rannsaka morð í austurbæ Reykjavíkur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð sem varð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Þetta staðfestir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Sjónvarpsfrétt
Krár innsiglaðar í tengslum við stórt fíkniefnamál
Mennirnir fimm sem eru í haldi lögreglu í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnalagabrotum og peningaþvætti eru allir íslenskir. Lögregla hefur framkvæmt húsleit víða síðustu daga, meðal annars á öldurhúsum og í hesthúsum, og lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum. 
Síalgengara að brotamenn reyni að tæla börn á Snapchat
Lögregla segir kynferðisbrotamenn nota Snapchat í sívaxandi mæli í þeim tilgangi að reyna að tæla til sín ung börn. Rúmlega fimmtugur karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi í gær átti í samskiptum við að minnsta kosti 220 manns í gegnum forritið, í langflestum tilfellum stúlkur á aldrinum 12-15 ára. 
20.05.2022 - 13:10
Líkfundurinn ekki rannsakaður sem sakamál
Lík konu á sjötugsaldri fannst í fjörunni við Eiðsgranda í gær. Ekki er talið að dauða konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.
19.05.2022 - 18:10
Brutu sóttvarnarreglur skömmu fyrir afléttingu
Lögregla þurfti að hafa afskipti af veitingastað í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi vegna brota á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar. Stjórnvöld boðuðu til afléttingar sóttvarnaaðgerða í gær sem tóku þó ekki gildi fyrr en á miðnætti.
Slasaðist við að hjóla á rafskútu sem þveraði hjólastíg
Maður var fluttur á með sjúkrabíl á slysadeild fyrir helgi, eftir að hjóla á rafskútu, eða rafmagnshlaupahjól, sem þveraði hjólastíg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar segir afar fáar tilkynningar hafa borist um slys á hjólreiðafólki vegna rafmagnshlaupahjóla sem sé óvarlega lagt eftir notkun.
Viðtal
Fannst meðvitundarlaus á skemmtistað á Akureyri
Lögreglan á Akureyri rannsakar nú hvort fjórum hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistöðum bæjarins undanfarnar tvær helgar. Ung kona sem var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús um helgina hvetur ungt fólk til að vera meira vakandi úti á lífinu.
02.11.2021 - 10:50
Sjónvarpsfrétt
Tilkynningum um byrlanir fjölgar í Bretlandi
Mikil fjölgun hefur verið á tilkynningum um byrlanir hjá lögreglunni í Bretlandi undanfarna tvo mánuði. Skipulagðir hópar frá 60 háskólum í landinu hyggjast sniðganga bari og skemmtistaði næstu daga vegna þessa.
27.10.2021 - 22:26
„Fólk er hálf lamað yfir þessu“
Aron Þorfinnsson, verkfræðingur sem býr í Kongsberg, segir bæjarbúa í áfalli. Sjálfur var hann heima þegar árásin átti sér stað. Hann hefði aldrei getað ímyndað sér að voðaverk yrðu framin í bænum. 
14.10.2021 - 08:10
 · Noregur · Kongsberg · Lögreglumál · Árás · Erlent
Ógnandi gengi situr um keppendur á Rey Cup
Tíu manna gengi hefur setið um Laugarnesskóla í Reykjavík síðustu tvö kvöld. Þar gista keppendur á alþjóðlega fótboltamótinu Rey Cup og hefur hópurinn verið ógnandi í framkomu við keppendur, hent eggjum í þá og unnið skemmdarverk.
23.07.2021 - 10:29
Vildu burt en líklega ekki til Íslands
Fjórir laumufarþegar uppgötvuðust á dögunum um borð í skipi sem var á leið til Brasilíu frá Senegal að sækja súrál fyrir álverið í Straumsvík. Þeim var ekki hleypt frá borði í Brasilíu og úr varð að þeir sigldu með skipinu alla leið til Íslands.
13.07.2021 - 13:08
Meira samstarf milli glæpahópa hér en annars staðar
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir meiri samvinnu á milli glæpahópa á Íslandi en þekkist erlendis. Þá sé lögreglan að breytast úr einhliða starfsemi yfir í safn sérfræðinga.
09.06.2021 - 09:05