Færslur: Lögreglan

Arnar er fundinn
Arnar Sveinsson, sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir 2. desember síðastliðinn, er fundinn erlendis heill á húfi. Síðast hafði spurst til hans í Berlín í september, en hann fór til Þýskalands nokkru áður.
Sóttvarnir veitingahúsa almennt til fyrirmyndar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti á annan tug veitingahúsa í miðborg Reykjavíkur heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar segir að flestir hafi verið til fyrirmyndar en á fjórum stöðum hafi þurft að benda á eitthvað sem betur mætti fara.
Um 1.000 sóttvarnabrot tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið hátt í 1.000 tilkynningar um möguleg brot á reglum um sóttkví og einangrun og brotum gegn sóttvörnum síðan kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út hér á landi. Um tíundi hluti þessara tilkynninga reyndist vera á rökum reistur og um 80% þeirra brotlegu eru karlar. Sex brot, þar sem COVID-smitað fólk fór ekki í einangrun, eru skráð hjá embættinu.
Á sjúkrahús eftir slagsmál
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt voru af ýmsu tagi að vanda. Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um slagsmál í Laugardalshverfi og voru fjórir menn handteknir vegna gruns um líkamsárás.
Þvotti stolið og brotist inn í hraðbanka
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um kvöldmatarleytið í gær sem voru grunaður um að hafa brotist inn í hús á póstnúmerasvæði 105. Þeir gista nú fangageymslur.
Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu er að finna áttatíu og fjórar skráningar og alls gista ellefu manns fangageymslur.
Faldi tvo lambahryggi undir úlpunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékkst við fjölbreytt verkefni að vanda í gærkvöldi og í nótt. Um kvöldmatarleytið í gær barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr matvöruverslun á Seltjarnarnesi, en þar hafði maður sett tvo lambahryggi undir úlpu sína en missti þá er hann hugðist yfirgefa verslunina.
Eldur í fyrirtæki á Akureyri
Eldur kom upp í þvottahúsinu Grandþvotti á Akureyri í morgun. Slökkvilið Akureyrar var kallað út rétt upp úr átta og var þá talsverður eldur á afmörkuðum stað í húsinu.
02.12.2020 - 09:03
Grímulaus til vandræða í verslun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á tíunda tímanum í gærkvöldi um að tveir menn hefðu veist að einum í miðborginni.
Fjórir handteknir vegna fíkniefnaframleiðslu á Akureyri
Fjórir voru handteknir vegna framleiðslu fíkniefna í fjölbýlishúsi á Akureyri á mánudagskvöld. Lagt var hald á 14 kannabisplöntur ásamt ætluðum fíkniefnum og framleiðslutækjum og tólum.
25.11.2020 - 11:23
Í mörg horn að líta hjá lögreglu í nótt
Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í miðborginni og víðar var mikið um samkvæmishávaða og ónæði, þjófnaði og ölvun, segir í dagbók lögreglu.
Viðtal
Færri börn týnast í faraldrinum en þau týnast oftar
Leitarbeiðnum til lögreglu um týnd börn hefur fjölgað í faraldrinum, en þær ná til færri einstaklinga. Þetta segir Guðmundur Fylkisson lögreglumaður sem hefur um árabil séð um að hafa uppi á týndum börnum.
Stefna ríkislögreglustjóra og ríkinu
Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar sem gerðu samkomulag við Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögregreglustjóra, hafa stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu og telja engar forsendur til að afturkalla gerða samninga um aukin launakjör og lífeyrisgreiðslur.
21.11.2020 - 08:06
Róleg nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbók hennar kemur þó fram að talsvert hafi verið kvartað undan hávaða auk nokkurra minni háttar mála þar sem aðstoðar lögreglu var óskað.
Viðbúnaður í Fellahverfi vegna gruns um vopnaðan mann
Nokkur viðbúnaður var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholdi síðdegis í dag vegna gruns um að þar væri vopnaður maður á ferð.
Óprúttnir þykjast vera Páll Óskar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum svikahröppum sem hafa komið fram í nafni Páls Óskars í þeim tilgangi að hafa fé af fólki og fá um það persónulegar upplýsingar. Í færslu á facebook-síðu embættisins segir að dæmigert sé að nota jafn viðkunnanlegan mann og Pál Óskar í þessum tilgangi.
Úlfar og Grímur verða lögreglustjórar
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum og Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
11.11.2020 - 15:48
Eftirförin tengist innbrotafaraldri í Mosfellsbæ
Betur fór en á horfðist þegar aka þurfti lögreglubíl inn í hlið jeppa, sem lögregla veitti eftirför úr Mosfellsbæ í Laugardal síðdegis í gær. Eftirförin tengist rannsókn á innbrotafaraldri í Mosfellsbæ. Þetta segir Eín Agnes Kristínardóttir stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið sem fer með rannsókn málsins.
Ölvun og samkvæmishávaði á höfuðborgarsvæðinu
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt voru fjölbreytt að vanda, en 73 mál voru bókuð hjá embættinu á þessum tíma. Tilkynnt var um mann sem hafði farið inn um glugga á kjallara og um slagsmál og öskur úr íbúð nokkurri. Þá voru þrír teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og allmargar tilkynningar bárust lögreglu vegna ölvunarástands og samkvæmishávaða.
Fann 400 grömm af kókaíni í Heiðmörk
Útivistarmaður, sem var í heilsubótargöngu með hundinn sinn í Heiðmörk í gær gekk þar fram á sérkennilegan hlut sem við nánari athugun reyndist innihalda 400 grömm af kókaíni.
Ruddust inn á heimili í Norðlingaholti með piparúða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningun skömmu eftir klukkan 19 í gærkvöldi um tvo menn sem höfðu ruðst inn á heimili í Norðlingaholti og beitt þar piparúða. Þeir höfðu flúið af vettvangi er lögreglan kom á staðinn.
Aðferðum við handtöku manns vísað til héraðssaksóknara
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, sem tengist aðferðum fjögurra lögreglumanna við handtöku karlmanns í Hafnarfirði á mánudaginn, til héraðssaksóknara.
Tveir gista fangageymslur grunaðir um rán
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til nokkrum sinnum í nótt vegna illviðrisins. Í dagbók lögreglu kemur fram að ekkert útkallana hafi verið veigamikið. 
Daniela Hagiu fundin heil á húfi
Daniela Hagiu, rúmenska konan sem lögreglan leitaði að í gær, er komin fram heil á húfi. Lögreglan vill koma þakklæti á framfæri fyrir veitta aðstoð við leitina að henni.
Fjórar líkamsárásir í nótt og einn fluttur á sjúkrahús
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um fjórar líkamsárásir í nótt og eftir eina þeirra var árásarþoli fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til frekari skoðunar. Varðstjóri sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að málin væru í rannsókn og sagðist ekki geta gefið nánari upplýsingar um líkamsárásirnar að svo stöddu.