Færslur: Lögreglan

Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Ríkissaksóknari segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldu
Ríkissaksóknari segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum með viðunandi hætti vegna tafa á nauðsynlegum breytingum á hugbúnaði. Snýr það að vörslu og meðferð stafrænna gagna, en ríkissaksóknari gerði athugasemdir við frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála fyrir fimm árum.
Ferðamaður sem átti að vera í sóttkví handtekinn í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði í gærkvöldi hvernig sóttvörnum væri háttað hjá veitingastöðum í miðborginni. Til að mynda var litið eftir hvort gestir væri skráðir samkvæmt reglum. Ferðamaður sem átti að vera í sóttkví var handtekinn á hóteli í nótt.
Takmarkað traust til lögreglunámsins í HA
Svo miklar brotalamir eru í kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri að það er ekki hægt að treysta skólanum nægilega vel til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.
Finnst tilætlunarsemi að vaða út í óvissuna að gosinu
Samgönguráðherra segir það tilætlunarsemi af fólki að vaða út í óvissuna til að skoða eldgos og treysta á björgunarsveitir sem hafi staðið vaktina vikum saman. Þingmaður Pírata segir að búa verði betur að lögreglu á svæðinu.
16 ára piltur sleginn í höfuðið með hamri á Akureyri
Sex ungir piltar voru handteknir eftir meiriháttar líkamsárás við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri á sunnudagskvöld. Sextán ára piltur var sleginn í höfuðið með hamri í árásinni. Hinir handteknu voru vistaðir í fangelsinu á Akureyri. Málið tengist viðskiptum með merkjavöru.
23.03.2021 - 11:15
Leki úr sjúkraskrá á Sóltúni kærður til lögreglu
Persónuvernd og Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um trúnaðarbrot á hjúkrunarheimilinu Sóltúni en þar veitti starfsmaður utanaðkomandi upplýsingar úr sjúkraskrá íbúa á heimilinu. Málið verður kært til lögreglu.
Sakborningar yfirheyrðir daglega vegna morðsins
Fjórir eru í varðhaldi lögreglu vegna rannsóknar hennar á morðinu sem var framið við Rauðagerði fyrir rúmum mánuði. Fimm eru í farbanni út mánuðinn. Lögreglan yfirheyrir fólkið sem er í haldi á hverjum degi og miðar rannsókninni vel, þó að hún sé flókin. Meðal þess sem er enn í skoðun er hvort morðið hafi verið fyrirskipað af öðrum en byssumanninum sjálfum og hvort málið sé mögulega stærra í sniðum en deilur á milli tveggja manna.
15.03.2021 - 15:38
Mál grunaðs samfélagsmiðlaþrjóts komið til ákærusviðs
Mál karlmanns um þrítugt, sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar er komið til ákærusviðs.
Fundað með Almannavörnum vegna skjálftanna í nótt
Fulltrúar Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum og Grindavíkurbæjar hittust á fundi klukkan hálf fjögur í nótt vegna jarðskjálftahrinu næturinnar.
Yfirheyrslur standa enn yfir
Yfirheyrslur í tengslum við rannsóknina á morðinu á Armando Bequiri í Rauðgerði standa enn yfir.
Bílvelta á Þingvallavegi í gærkvöldi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Nokkrir flugfarþegar gætu átt brottvísun yfir höfði sér
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir mögulegt sé að vísa þurfi um sex flugfarþegum frá landinu á grunni sóttvarnarlaga og ferðatakmarkana þriðja ríkis borgara. Jafnframt sé eitthvað um að farþegar framvísi ekki réttri gerð kórónuveiruprófs.
Veitingamenn fara almennt eftir sóttvarnarreglum
Starfsmenn veitingastaða í miðborginni standa sig yfirleitt vel þegar kemur að því að framfylgja gildandi sóttvarnarreglum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti nokkra veitingastaði í miðborginni heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að kannað var hvort rekstrarleyfi væru gild.
Sparkaði í lögreglubíl og reyndi að stinga af
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna háværs samkvæmis miðsvæðis í borginni skömmu eftir miðnætti í nótt. Fjöldi ungmenna hafði safnast þar saman og myndaðist múgæsingur við komu lögreglunnar að því er segir í dagbók.
Fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir
Lögreglu hafa borist fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir í morgun og hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa hjá þremur öðrum stofnunum, auk Menntaskólans við Hamrahlíð.
COVID hundurinn líklega í fíkniefnaleit
Lögregluhundur sem fluttur var til landsins fyrir jól til þess að þefa uppi COVID smit verður ekki þjálfaður í starfið. Hann verður þó ekki verklaus, enda sprækur, og fer líklega í fíkniefnaleit.
21.02.2021 - 12:49
Þeir sem neita að bera grímu eru oftast undir áhrifum
Nokkuð er um að lögregla sé kölluð til þegar viðskiptavinir verslana neita að bera andlitsgrímur þrátt fyrir tilmæli þar um. Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að yfirleitt sé um að ræða fólk undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og að þessum málum ljúki oftast með sektargreiðslu. 
Á þriðju milljón hefur safnast handa börnum Freyju
Meira en 115 þúsund danskar krónur, hátt á þriðju milljón íslenskra króna, hafa safnast fyrir börn Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt á heimili sínu í bænum Malling í Danmörku. Vinir Freyju hófu söfnunina á facebook um síðustu helgi og einn þeirra segir viðbrögðin hafa komið gleðilega á óvart.
19.02.2021 - 16:13
Viðtal
Of fáir lögreglumenn og of stutt gæsluvarðhald
Lögreglan þyrfti að hafa auknar heimildir til að geta rannsakað afbrot sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, segir Runólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Gæsluvarðhaldsúrskurðir séu gjarnan of stuttir. Þá hafi ekki gengið að fjölga lögreglumönnum hér að ráði.
Fólk fari bæði í Covid-próf úti og tvöfalda skimun hér
Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli vill herða landamæraaðgerðir. Til greina kemur að skylda alla farþega til að framvísa neikvæðu Covid-prófi, áður en flogið er til Íslands eða láta farþega bíða á flugvellinum eftir niðurstöðu fyrri skimunar. Nýleg könnun sem gerð var á landamærunum bendir til þess að 11% farþega komi hingað í þeim tilgangi að ferðast um landið.
13.02.2021 - 18:44
Enn engin ákvörðun tekin í máli Kristjáns Gunnars
Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við Háskóla Íslands, er enn til meðferðar hjá embætti héraðssaksóknara en þar hefur það verið í um hálft ár, síðan í ágúst í fyrra. Rannsókn málsins lauk í júlí.
Vörum að verðmæti 10 milljóna króna stolið í innbroti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í lagerhúsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði laust fyrir hádegi í dag.
Ákærður fyrir brot gegn börnum í Austurbæjarskóla
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa farið í heimildarleysi inn í Austurbæjarskóla í Reykjavík í september 2019 og brotið þar gegn þremur nemendum skólans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Tveir í haldi lögreglu eftir átök í Hafnarfirði
Tveir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um slagsmál í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá lögreglu segir að um stórfellda líkamsárás sé að ræða.