Færslur: lögreglan á Vesturlandi

Styttumálið farið til saksóknara
Stytta af Guðríði Þorbjarnardóttur hvarf af Snæfellsnesi í byrjun apríl. Styttan var flutt að Nýlistasafninu í Reykjavík þar sem henni var komið fyrir í heimagerðri eldflaug. Eftir að hafa farið fyrir tvö dómsstig fékkst heimild frá Landsrétti að losa styttuna úr geimflauginni. Málinu lokið af hendi lögreglu og hefur verið sent til saksóknara.
Landsréttur leyfði lögreglu að ná Guðríði úr flauginni
Beiðni lögreglunnar á Vesturlandi um að aðskilja eldflaug og styttuna af Guðríði fór fyrir tvö dómstig. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði beiðni lögreglunnar um að gera gat á eldflaugina til að ná styttunni út. Landsréttur sneri við úrskurðinum og hefur heimilað lögreglunni að logskera gat á eldflaugina. Landsréttur veitti í raun lögreglunni heimild til að leita að þýfi, þ.e. styttunni, inni í eldflauginni.
2 með stöðu grunaðra í styttuþjófnaðarmáli
Enn er óljóst hvenær reynt verður að ná styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur úr eldflaug tveggja listakvenna. Það verður reynt að gera án þess að skemma eldflaugina meira en nauðsynlegt þykir. Lögreglan á Vesturlandi hyggst fá blikksmiði til verksins. Þá verður hlutaðeigandi boðið að vera viðstödd listaverkaaðskilnaðinn.
Lögregla og Vinnueftirlit skoða sprengingar í Hvalfirði
Þrír íbúar í Hvalfirði hafa lagt fram kærur hjá lögreglunni á Vesturlandi vegna sprengingar sem fyrirtækið Borgarvirki stóð fyrir á Grundartanga á miðvikudagskvöld.
Ferðamenn aðstoðuðu bílstjóra á Snæfellsnesi
Erlendir ferðamenn komu bílstjóra til aðstoðar nærri Lýsuhól á sunnanverðu Snæfellsnesi eftir að bíll hans valt ofan í vatn við veginn. Bíllinn endaði á hvolfi í vatninu að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi. Slysið varð rétt fyrir klukkan fjögur í gær, mikil þoka var á svæðinu, vegurinn blautur og byrjað að dimma úti.
Alvarlega slasaður eftir bílslys undir Hafnarfjalli
Einn er alvarlega slasaður eftir umferðarslys sem varð undir Hafnarfjalli síðdegis í gær. Í slysinu skullu saman tveir bílar og var einn farþegi í hvorum bíl. Annar ökumaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítala, en hinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi með minniháttar meiðsl.
Óvarlegar sprengingar við vegagerð í Borgarfirði
Lögreglan á Vesturlandi hefur nú til rannsóknar vegaframkvæmdir í Skorradal í Borgarfirði, þar sem óvarlega þykir hafa verið staðið að vegaframkvæmdum. Seint að kvöldi síðastliðinn fimmtudag var sprengdur upp jarðvegur fyrir efnistöku, með þeim afleiðingum að möl og stórgrýti lokaði veginum um dalinn. Efnið var sótt í klappir í Fossabrekku, milli bæjanna Syðstu-Fossa og Hálsa.
Vonast til að lögreglugögn varpi ljósi á talningarmálið
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú fengið gögn frá lögreglunni á Vesturlandi sem varða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar vonast til að gögnin varpi ljósi á atburðarásina. 
Rannsókn er lokið á kæru Karls Gauta
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi er lokið og málið er nú til meðferðar hjá ákærusviði embættisins.
Gunnar Örn skipaður lögreglustjóri á Vesturlandi
Dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi.
23.03.2021 - 14:47
Flutningabíl ekið á barn á Akranesi
Flutningabíl var ekið á ellefu ára dreng á hjóli í Asparskógum á Akranesi um klukkan tvö í dag. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór mun betur en á horfðist og hann er ekki í lífshættu. Lögreglan rannsakar nú umferðarslysið.
16.03.2021 - 16:41
Fundu sprengiefni í sumarbústað við Borgarnes
Lögreglan á Vesturlandi óskaði nú síðdegis eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhansson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
11.12.2020 - 17:44
Tveir á sjúkrahúsi eftir líkamsárás í Borgarnesi
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás í Borgarnesi á mánudag, brotaþoli á sextugsaldri og árásarmaður. Báðir hlutu alvarlega áverka. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir í samtali við fréttastofu að mennirnir liggi báðir enn inni en getur ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra.
Lést í eldsvoða í Borgarfirði í gær
Einn lést í eldsvoða í íbúðarhúsi í uppsveitum Borgarfjarðar, skammt frá Reykholti, í eftirmiðdaginn í gær. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá því að íbúðarhúsið hafi verið alelda við komu slökkviliðs og að einn hafi verið þar inni.
19.10.2020 - 09:57
Rannsóknin á Andakílsá á borði ríkissaksóknara
Rannsóknin á umhverfisslysinu í Andakílsá árið 2017 er nú á borði ríkissaksóknara. Greint var frá því í síðustu viku að tilraunaveiðar sé nú hafnar í ánni, en fyrir þremur árum var ríflega tuttugu þúsund rúmmetrum af aur veitt í ána úr miðlunarlóni Andakílsvirkjunar.
Líkfundur í Haffjarðardal
Björgunarsveitir fundu lík í Haffjarðardal um hádegisbil í dag. Lögreglan á Vesturlandi segir það vera af karlmanni á sextugsaldri sem saknað hefur verið síðan 30. desember í fyrra. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að mannsins hafi verið leitað með reglulegu millibili síðan þá. Hefði leitin ekki borið árangur í dag, hefði hugsanlega ekki verið leitað oftar.
04.07.2020 - 15:58
Fimm grunuð um umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu
Fimm-menningarnir sem voru handteknir í og við Hvalfjarðargöngin á laugardag eru grunaðir um umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Þeir eru allir nema einn erlendir ríkisborgarar og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á að minnsta kosti sjö stöðum í tengslum við rannsókn málsins. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.