Færslur: Lögreglan á Vestfjörðum

Aurskriða féll niður Eyrarhlíð á Vestfjörðum
Aurskriða féll niður Eyrarhlíð á Vestfjörðum og yfir veginn. Því hefur vegurinn milli Hnífsdals og Ísafjarðar verið lokaður og verður hann ekki opnaður fyrr en Ofanflóðavakt er búin að meta frekari hættu.
Veginum um Súðavíkurhlíð lokað
Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því á Facebooksíðu sinni að veginum um Súðavíkurhlíð verði lokað klukkan 22:00 í kvöld vegna mögulegrar snjóflóðahættu.
16.01.2022 - 18:52
Bíll í sjóinn á Ísafirði og foktjón í Bolungarvík
Bíll fór í sjóinn á Ísafirði í morgun í krapa og hálku. Ökumanninn sakaði ekki. Björgunarsveit var kölluð út í Bolungarvík en þar fuku þakplötur og lausamunir fóru af stað. Norðan áhlaup gengur nú yfir vestanvert landið og mjög hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun.
Hrekklausir hafa tapað talsverðu fé vegna svikapósta
Lögregla á Vestfjörðum varar við svikapóstum sem hafa borist fólki í formi smáskilaboða eða tölvupósta. Dæmi er um að fólk hafi orðið af talsverðum fjármunum með því að sinna slíkum skilaboðum.
Nálgunarbann eiginmanns staðfest
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Hérðasdóms Vestfjarða um nálgunarbann gegn karlmanni gagnvart eiginkonu hans og börnum. Landsréttur hafði áður fellt úr gildi ákvörðun um brottvísun mannsins af heimili sínu þrátt fyrir alvarlegar ásakanir eiginkonunnar um ofbeldi.
Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 
Hlýnandi veður en víða flughált á vegum
Í dag blæs ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld víða um land, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að veður helst lengst af þurrt fyrir norðan og austan og að smám saman hlýni í veðri.
Lögreglan hefur rætt við flesta skipverjana
Lögreglan á Vestfjörðum hefur rætt við stóran hluta skipverjanna sem voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar langflestir í áhöfninni veiktust af COVID-19. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, en rannsókn á málinu hófst í morgun.
Rannsaka mál Gunnvarar og skipverjanna sem sakamál
Lögreglan á Vestfjörðum hefur hafið rannsókn á máli skipverjanna sem veiktust af COVID-19 um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni í síðustu viku. Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri segir í samtali við fréttastofu að málið sé rannsakað sem sakamál.
Grindhvalirnir komust á haf út af sjálfsdáðum
Vaða grindhvala, sem síðdegis í gær strandaði á skeri í Þernuvík í Mjóafirði, er nú komin á haf út, að því er virðist af sjálfsdáðum.
31.07.2020 - 09:10
Lögregla varar við grjóthruni á Vestfjörðum
Lögreglan á Vestfjörðum varar göngufólk við grjóthruni úr fjalllendi, einkum á norðanverðu svæðinu, en þar er snjór nú að losna úr giljum og getur valdið hruni.
11.07.2020 - 15:10
Arnarunginn er ungur og óreyndur fálki
Fugl, sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði í gær og talinn var vera arnarungi er ungur fálki. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur sem bar kennsl á tegundina af mynd á ruv.is.
04.07.2020 - 12:04
Lögregla handtók arnarunga
„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans.“ Svona hefst facebook-færsla lögreglunnar á Vestfjörðum. Færslunni fylgir mynd af fugli sem að sögn lögreglu er arnarungi.
04.07.2020 - 09:05