Færslur: Lögreglan á Vestfjörðum

Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 
Hlýnandi veður en víða flughált á vegum
Í dag blæs ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld víða um land, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að veður helst lengst af þurrt fyrir norðan og austan og að smám saman hlýni í veðri.
Lögreglan hefur rætt við flesta skipverjana
Lögreglan á Vestfjörðum hefur rætt við stóran hluta skipverjanna sem voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar langflestir í áhöfninni veiktust af COVID-19. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, en rannsókn á málinu hófst í morgun.
Rannsaka mál Gunnvarar og skipverjanna sem sakamál
Lögreglan á Vestfjörðum hefur hafið rannsókn á máli skipverjanna sem veiktust af COVID-19 um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni í síðustu viku. Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri segir í samtali við fréttastofu að málið sé rannsakað sem sakamál.
Grindhvalirnir komust á haf út af sjálfsdáðum
Vaða grindhvala, sem síðdegis í gær strandaði á skeri í Þernuvík í Mjóafirði, er nú komin á haf út, að því er virðist af sjálfsdáðum.
31.07.2020 - 09:10
Lögregla varar við grjóthruni á Vestfjörðum
Lögreglan á Vestfjörðum varar göngufólk við grjóthruni úr fjalllendi, einkum á norðanverðu svæðinu, en þar er snjór nú að losna úr giljum og getur valdið hruni.
11.07.2020 - 15:10
Arnarunginn er ungur og óreyndur fálki
Fugl, sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði í gær og talinn var vera arnarungi er ungur fálki. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur sem bar kennsl á tegundina af mynd á ruv.is.
04.07.2020 - 12:04
Lögregla handtók arnarunga
„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans.“ Svona hefst facebook-færsla lögreglunnar á Vestfjörðum. Færslunni fylgir mynd af fugli sem að sögn lögreglu er arnarungi.
04.07.2020 - 09:05