Færslur: Lögreglan á Suðurnesjum

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í þotu
Rautt óvissustig var á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í morgun þegar flugvél kom inn til lendingar vegna bilunar í flöpsum, sem er á vængjum vélarinnar.
Ferðamaður villtist illa með fulltingi kortaforrits
Erlendur ferðamaður á smábíl fór mjög villur vegar þegar hann með fulltingi smáforritsins Google maps ætlaði að aka að Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann þurfti að leita ásjár lögreglunnar á Suðurnesjum sem leysti úr vanda hans.
Hátt í 300 þúsund manns lagt leið sína að gosinu
Mælaborð ferðaþjónustunnar sýnir að ríflega 250 þúsund manns hafi lagt leið sína að gosstöðvunum frá því að gos hófst fyrir rétt rúmum fimm mánuðum síðan. Þá má raunar ætla að þeir hafi verið fleiri, jafnvel hátt í 300 þúsund, því ekki ganga allir fram hjá teljaranum. Þetta segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Fólk hagar sér alla jafna vel og fer varlega ef miðað er við þann mikla fjölda sem gengur um svæðið á degi hverjum, að sögn Gunnars.
Rannsókn á banaslysi miðar vel
Rannsókn á tildrögum banaslyss sem varð á byggingasvæði í Reykjanesbæ á miðvikudag í síðustu viku miðar vel, að sögn Bjarneyjar Annelsdóttur, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum
19.07.2021 - 10:56
Karlmaður á fimmtugsaldri látinn eftir vinnuslys
Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi á byggingarsvæði á Suðurnesjum í gær er látinn.
15.07.2021 - 11:07
Alvarlegt vinnuslys í Reykjanesbæ
Á öðrum tímanum í dag varð alvarlegt vinnuslys á byggingarsvæði í Reykjanesbæ þegar maður varð undir steini.
14.07.2021 - 18:21
Í farbanni með réttarstöðu sakbornings en fór úr landi
Rúmenskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana í Kópavogi í apríl, er farinn úr landi þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann. Unnið er að því að fá útgefna evrópska handtökutilskipun á hendur manninum.
Allt að tveggja tíma bið í Leifsstöð eftir sýnatöku
Þrjátíu og ein flugvél lendir á Keflavíkurflugvelli á morgun og hafa þær ekki verið fleiri frá því kórónuveirufaraldurinn braust út. Farþegar geta þurft að bíða í allt að tvo tíma eftir því að vottorð þeirra séu skoðuð og þeir sendir í skimun. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að farþegar sem lagt hafi langa ferð að baki geti orðið pirraðir að þurfa að bíða lengi eftir afgreiðslu.
Myndskeið
Stærsti ferðamannadagurinn í Leifstöð frá upphafi COVID
Fimm daga dvöl á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum verður ekki lengur skylda á miðnætti. Sóttkvína má framvegis taka út í sumarbústað, heimahúsi eða á hótelum sem bjóða upp á slíkt. „Við sjáum það til dæmis bara í dag sem er einn stærsti dagurinn frá því að COVID byrjaði, hér eru að koma um 2000 ferðamenn til landsins,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Lögregla áréttar varkárni vegna gasmengunar við gosið
Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að yfirborðsmengun geti verið í jarðvegi við gosstöðvarnar í Geldingadölum, einnig í snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors. Gas getur safnast fyrir í dalnum í hægviðri og þá getur gas yfir hættumörkum lagt langt upp í hlíðar umhverfis gosstöðvarnar.
Gönguleiðin að gosstöðvunum lokuð í dag
Lokað er fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag vegna framkvæmda við gönguleið að gosinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og að ekki sé hægt að segja til um hvort eða hvenær verði opnað í kvöld.
Þyrla gæslunnar send eftir konu við gosstöðvarnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir erlendri konu nærri gosstöðvunum í Geldingadölum um klukkan 00:40 í nótt. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum varð konan viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld.
Snjókoma verður við gosstöðvarnar um miðjan daginn
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða aðgengilegar almenningi frá hádegi í dag til klukkan níu í kvöld en rýming hefst tveimur tímum síðar og gert ráð fyrir að henni ljúki um miðnætti. Um miðjan dag snjóar á svæðinu en með kvöldinu er búist við að gas safnist upp við gosstöðvarnar.
Vakt verður við gosstöðvarnar til miðnættis
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Rýming svæðisins hefst tveimur tímum síðar og ætlað að henni verði lokið um miðnætti.
Lokað fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld
Lokað verður fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld og búist við að rýmingu verði lokið um miðnætti. Opnað verður að nýju um hádegi á morgun. 
Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Líkur á að gasmengun beri yfir byggð á Reykjanesskaga
Í nótt gengur í suðaustan 8 til 13 metra á sekúndu, en eftir hádegi á morgun dregur talsvert úr vindi. Gasmengun berst því til norðurs og norðausturs frá gosstöðvunum, og seint í nótt og á morgun eru líkur á að dragi úr loftgæðum í byggð á norðanverðum Reykjanesskaga.
Gengið mjög vel í dag en kærkomin lokun á morgun
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð upp að gosstöðvunum í Geldingadölum á morgun, laugardag. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir svæðið, en spáð er roki og rigningu, síðar súld og jafnvel snjókomu og lélegu skyggni.
Fjórum vísað frá gosinu - áttu að vera í sóttkví
Lögreglan vísaði fjórum frá gosstöðvunum í gær sem áttu að vera í sóttkví. Átta hundruð bílar eru á bílastæðum við gönguleiðina og veðrið gott. 
Ekki gildir lengur einstefna um Suðurstrandarveg
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að aflétta reglum um einstefnuakstur eftir Suðurstrandarvegi til austurs frá Grindavík. Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerð á veginum upp með Festarfjalli.
Leituðu að konu við Geldingadali
Lögreglan á Suðurnesjum hóf í nótt leit að konu sem varð viðskila við gönguhópinn sinn á tólfta tímanum í gærkvöld á leið frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Konan fannst á fimmta tímanum í nótt.
Sprengdu heimagerða sprengju í Ólafsfjarðargöngum
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni í kjölfar þess að heimagerð sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum. Tjón af völdum sprengingarinnar er talið nema milljónum króna og orsakaði meðal annars ljósleysi í Ólafsfjarðargöngum.
Sparkaði í hníf sem skaust beint í fótinn
Vinnuslys varð á föstudag á Suðurnesjum þegar starfsmaður ætlaði að sparka hníf frá sér. Hnífurinn lenti hins vegar á plastkari og skaust aftur í fót viðkomandi. Meiðslin reyndust vera óveruleg. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá þessu.
15.03.2021 - 10:39
Fimm sendir til baka á landamærunum í morgun
Fimm erlendir ferðamenn sem gátu ekki sýnt viðeigandi vottorð við komuna til landsins um helgina voru sendir úr landi í morgun. Tveir til viðbótar verða sendir úr landi á morgun að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. 
Fjórðungur farþega ekki með PCR-vottorð
Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Seinlegt var að fara yfir vottorðin. Nærri fjórðungur farþega var ekki með vottorð. Ekki verður sektað fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.