Færslur: Lögreglan á Suðurnesjum

Gagnrýnir áform um að flytja Ólaf Helga til Eyja
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, gagnrýnir meint áform Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að færa Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, til Vestmannaeyja.
Óstjórn og flokkadrættir á Suðurnesjum
Óstjórn og flokkadrættir hafa viðgengist hjá lögreglunni á Suðurnesjum um langt skeið. Starfsmenn kvarta undan kynferðislegri áreitni, óeðlilegum ráðningum og hótunum um brottrekstur.
Klúr texti í prentara kveikti ófriðarbál á Suðurnesjum
Ósæmilegur texti sem lögreglustjóri prentaði út í sameiginlegum prentara á lögreglustöðinni varð til þess að upp úr sauð hjá lögreglunni á Suðurnesjum í byrjun maí. Þetta herma heimildir fréttastofu.
Ráðherra fái tæki til að reka óhæfa embættismenn
Páll Magnússon, formaður allsherjarnefndar Alþingis segir augljóst að dómsmálaráðherra verði að hafa tæki til að geta losað sig við óhæfa embættismenn innan lögreglunnar. Staðan innan lögreglunnar á Suðurnesjum sé algerlega óboðleg.
Tjáir sig ekki um starfsmannamál Suðurnesjalögreglunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að í ráðuneytinu sé nú til meðferðar starfsmannamál tengt embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti.
Betur fór en á horfðist þegar dreng rak frá landi
Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn síðdegis í dag þegar dreng rak frá landi á uppblásnu rekaldi. Hann rak fljótlega aftur til baka heilan á húfi.
Ganga lengra fremur en skemur við notkun hlífðarbúnaðar
Lögreglan á Suðurnesjum er enn að nýta hlífðarfatnað sem verja á gegn kórónuveirunni, líkt og fréttamaður og myndatökumaður RÚV sáu er þeir voru á ferð í Reykjanesbæ í gær.
Féllu þrjá og hálfan metra þegar vinnupallur gaf sig
Slys varð í Sandgerði í gær þegar vinnupallur gaf sig og tveir menn féllu í jörðina. Fallið var um þrír og hálfur metri.
07.07.2020 - 10:39
Maður hjólaði yfir hringtorg og hafnaði á bíl
Umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrr í vikunni þegar maður hjólaði yfir hringtorg og hafnaði á bifreið. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
Ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn.
Geymdu fíkniefni í stuðaranum
Árvekni lögreglumanns á Suðurnesjum sem var á frívakt leiddi til þess að tveir menn sem grunaðir eru um vörslu og sölu fíkniefna voru í síðustu viku staðnir að verki og handteknir.  
Viðbúnaður við smábátahöfnina í Keflavík
Sjúkrabílar, lögreglubílar og björgunarsveitir voru að störfum í tæpar tvær klukkustundir í dag við Skessuhelli við smábátahöfnina í Keflavík.
Neitaði að bera grímu í flugvélinni
Kalla þurfti til lögreglu við lendingu flugvélar SAS, sem kom frá Kaupmannahöfn í morgun, en farþegi um borð þráaðist við að bera andlitsgrímu eins og farþegum er skylt að gera. Eftir tiltal lögreglu féllst hann á að setja upp grímuna.
Á 200 km hraða á Reykjanesbrautinni
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni bílstjóra sem mældist á 203 km hraða á Reykjanesbrautinni, en hámarkshraði þar er 90 km/klst.