Færslur: Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan leitar að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur
Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um ferðir Rimu Grunskyté Feliksasdóttur um að setja sig í samband við lögreglu. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um klukkan 19:00 síðastliðin föstudag.
24.12.2019 - 16:51
Handtekinn á vettvangi brunans
Einn var handtekinn á vettvangi þegar sumarhús brann til kaldra kola í landi Mýrarkots í gær. Hann var í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að taka skýrslu af honum.
Umfangsmikil fíkniefnaleit um borð í skipi
Lögreglan á Suðurlandi framkvæmdi umfangsmikla leit í skipinu Mykines er það lagðist að bryggju í Þorlákshöfn í fyrradag. Tuttugu manns og sex fíkniefnahundar komu að leitinni, sem var samstarf embætta Tollstjóra og Lögreglustjórans á Suðurlandi.
15.12.2019 - 22:16
Drengurinn fundinn heill á húfi
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Patreki Antonssyni. Patrekur fór frá heimili sínu að Langholti, Meðallandi í Skafrárhreppi, um hádegisbil í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Patrekur fjórtán ára.
Fannst látinn í klefa á Litla-Hrauni
Maður fannst látinn við opnun klefa á Litla-Hrauni í morgun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að dánarorsök sé óstaðfest að svo stöddu en ekkert bendi til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Andlát á Litla-Hrauni er ávallt tilkynnt til lögreglu. Málið er nú í rannsókn lögreglunnar hjá Suðurlandi, segir Páll. Búið er að hafa samband við aðstandendur hins látna.
22.08.2019 - 15:48
Taka ákvörðun um lokun Reynisfjöru á morgun
Lögreglan á Suðurlandi setti upp nýja borða við Reynisfjöru í morgun sem girti af þann hluta fjörunnar þar sem stór skriða féll úr Reynisfjalli á þriðjudag.
22.08.2019 - 15:38
Skriðan hljóp fimmtíu metra frá fjallsrótum
Skriða sem féll Í Reynisfjöru á þriðjudag var um hundrað metrar á breidd og hljóp um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó. Stærstu steinarnir í urðinni voru um þrír metrar í þvermál. Meðalþykkt skriðunnar er um fimm metrar og áætlað rúmmál hennar um 25 þúsund rúmmetrar. Mikil mildi þykir að enginn var á staðnum þegar skriðan féll.
22.08.2019 - 07:30
Reka ferðamenn úr Reynisfjöru
Lögreglan á Suðurlandi hefur þurft að reka ferðamenn úr Reynisfjöru sem var lokað eftir að skriða féll í hana. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, kom í dag að um þrjátíu ferðamönnum á miklu hættusvæði í fjörunni, við jaðarinn þar sem skriðan féll.
21.08.2019 - 22:40
Hljóð
Náttúran er falleg en getur verið óblíð
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, segir grjóthrun í Reynisfjöru ekki hafa komið á óvart. Skriður eru þekktar í fjörunni og hluti af eðlilegu náttúrulegu ferli, segir hann. Reynisfjara sé ekki heppilegur staður fyrir fólk og ferðamenn til að safnast saman. Hrunið hefði getað farið verr.
Myndband
Leitað að ferðamanni án árangurs í dag
Leit að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn hefur verið hætt í dag. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir að björgunarsveitarmenn séu á heimleið og verkefni dagsins búin. Lögregla tekur ákvörðun á morgun um framhaldið og næstu skref, segir hann. Í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að björgunarsveitarmenn hafi leitað að erlendum ferðamanni án árangurs í dag. Mögulega verði leitað á morgun með aðstoð kafara.
11.08.2019 - 15:40
Myndband
Ferðamaður eigandi bakpokans í Þingvallavatni
Erlendur ferðamaður á bakpokann sem fannst við Þingvallavatn, nærri Villingavatni í gær. Mannlaus bátur og bakpoki fundust á floti í vatninu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að við skoðun á bakpokanum hafi komið í ljós að eigandi hans væri erlendur ferðamaður. Björgunarsveitarmenn hófu leit á ný við og á vatninu um klukkan níu í dag, segir Davíð Már Bjarnason​, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
11.08.2019 - 10:18
Flugvél endaði á hvolfi utan flugbrautar
Einshreyfilsflugvél hlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum á Suðurlandi seinni hluta dags í gær. Flugmaður var einn í vélinni og slapp ómeiddur. Flugsvið rannsóknarnefndar samgönguslysa lauk upphafsrannsókn seint í gær.
Umferðarslys við Geysi
Fjórhjólaslys varð við Geysi í Bláskógabyggð í morgun. Elís Kjartansson hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að fjórhjól hafi oltið og ökumaður þess slasast. Verið sé undirbúa að flytja manninn með þyrlu á spítala í Reykjavík.  
15.07.2019 - 11:32
Búið að opna Suðurlandsveg
Búið er að opna Suðurlandsveginn vestan Markarfljóts að nýju fyrir umferð.
05.07.2019 - 13:55
Rannsókn á rútuslysi að ljúka
Rannsókn á rútuslysi, sem varð þann 16. maí síðastliðinn á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum, fer senn að ljúka. Samkvæmt rannsókn á ökurita rútunnar var henni ekið á löglegum hraða og bílstjórinn var allsgáður við aksturinn
04.07.2019 - 11:06
Myndskeið
Segir vegakerfið í Öræfum sprungið
Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi segir að vegakerfið í Öræfum sé sprungið. Mest liggi á að breikka vegi en ekki lækka hámarkshraða á svæðinu.
08.06.2019 - 09:48
Hraðasektir fyrir tvær milljónir um helgina
Lögreglan á Suðurlandi innheimti hraðasektir við Vík og Kirkjubæjarklaustur fyrir samtals rúmlega 2,2 milljónir króna um síðustu helgi. Þessi upphæð miðast við þá sem greiddu á staðnum með korti. Ótaldir eru þeir sem ekki gátu greitt á strax og fá sendan greiðsluseðil.
Vilja kannabisræktanda í farbann
Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á farbann yfir litáískum karlmanni á fimmtusaldri sem var handtekinn á sveitabæ í Árnessýslu í gærmorgun fyrir kannabisræktun.
28.11.2018 - 12:24
Lögreglan leitar að pilti
Lögreglan á Suðurlandi leitar að pilti. Síðast sást til hans á höfuðborgarsvæðinu. Hann er um 165 sentimetrar á hæð, ljóshærður með úfið hár. Hann er klæddur í bláar stórar gallabuxur, svarta íþróttaskó, svarta hettupeysu með hvítum stöfum á og með rauðan bakpoka á bakinu, segir í tilkynningu lögreglunnar á Facebook. Lögreglan biður þá sem hafa séð til ferða piltsins eða vita hvar hann er að hafa samband við lögreglu í síma 112.
35 kærðir fyrir hraðakstur á Suðurlandi
Lögreglan á Suðurlandi kærði 35 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá fimmtudegi til sunnudags. Sá sem hraðast fór mældist á 157 kílómetra hraða á hringveginum við Kirkjubæjarklaustur. Auk þessa kærði lögreglan tvo ökumenn fyrir að vera án ökuritaskífu eða aksturskorts á atvinnubifreiðum sem ber að hafa virka ökurita. Við slíku broti liggur 80 þúsund króna sekt.
04.04.2016 - 18:35
Á dráttarvél með allt í ólagi
Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu fyrir helgi ökumann sem var að flytja möl eftir hringveginum á dráttarvél og vagni. Við skoðun reyndust hvorki vél né vagn á nokkurn hátt hæf til aksturs eða flutninga. Dráttarvélin reyndist ótryggð og stýris og ljósabúnaður hennar í ólagi. Vagninn var ofhlaðinn, óskráður og hjólbarðar of slitnir, einn alveg inn í striga. Ökumaðurinn var kærður fyrir öll þessi brot.
21.03.2016 - 14:10
Hraðasektir hlaðast upp á Suðurlandi
Ökumenn hafa gleymt sér á auðum vegum í vorveðrinu síðustu daga. Í gær kærði Lögreglan á Suðurlandi 14 ökumenn fyrir of hraðan akstur á hringveginum, víðsvegar í umdæminu. Margir hafa verið kærðir síðustu vikur. Sektir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandi síðustu viku nema rúmlega 1,4 milljónum króna. Sá sem hraðast ók í gær var á 144 kílómetra hraða í Flóanum.
18.03.2016 - 16:04
Glæfraakstur ferðamanna í Skaftafellssýslu
Tólf erlendir ökumenn voru teknir og kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í síðustu viku. Hjá tveimur mældist hraðinn 149 kílómetrar á klukkustund, þeim þriðja 142 og fjórða 136. Aðrir voru ekki fjarri, vel á öðru hundraðinu. Lögreglumenn á Suðurlandi hafa miklar áhyggjur af hraðakstri á þessum slóðum, enda margir ökumenn á ferð lítt vanir hálku og einbreiðum brúm.
29.02.2016 - 15:29
  •