Færslur: Lögreglan á Suðurlandi

Varað við svikahröppum á sölusíðum samfélagsmiðla
Lögreglan á Suðurlandi varaði í gær við fólki sem beitir blekkingum við kaup á munum á Netinu en allmörg slík mál munu undanfarið hafa skotið upp kollinum. Lögregla kveður algengt að kaupandi greiði fyrir vöru en seljandi efni ekki loforð um að senda hana eða afhenda.
Ökumaður stöðvaður á Selfossi eftir vítaverðan akstur
Akstur fólkbifreiðar var stöðvaður í hringtorgi vestan Selfoss með því að lögreglubifreið var ekið utan í hana.
Myndskeið
Umferðarslysum hefur fækkað um 30%
Umferðarslysum á Suðurlandi hefur fækkað um þrjátíu prósent síðan faraldurinn braust út. Lögreglan hefur haft meira svigrúm til þess að sinna hvers konar sóttvarnaeftirliti í staðinn.
Banaslys varð í malarnámu í Lambafelli í Þrengslum
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli við Þrengslaveg í gær eða í morgun. Lögregla telur er að slysið hafi orðið einhvern tíma milli ellefu í gærkvöldi og til morguns. Talið er að hann hafi látist þegar jarðýta sem hann ók fór fram af vegbrún og féll ofan í námuna.
Um tugur vitna gefið sig fram við lögreglu vegna bruna
Lögreglan á Suðurlandi segir líklegast að eldsvoði, þar sem maður brann inni í húsbíl seint á föstudagskvöld, hafi verið slys. Hönnunargalli í tölvukerfi Neyðarlínunnar olli því að símtal sem barst þangað á föstudagskvöld um eldsvoðann skilaði sér ekki rétta leið og kom ekki inn á borð lögreglu fyrr en hálfum sólarhring síðar. 
Maður lést í húsbílabruna í Árnessýslu
Líkamsleifar fundust í húsbíl sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu um klukkan 13:30 í dag. Talið er að líkamsleifarnar séu af manni á fertugsaldri. Aðstandendum hans hefur verið tilkynnt um málið.
Húsbíll brann til grunna í Árnessýslu
Húsbíll fannst brunninn til grunna í Árnessýslu fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú tildrög brunans í samstarfi við tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fastur í sandi á Haukadalsheiði í þrjá klukkutíma
Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um tíuleytið í gærkvöld vegna skotveiðimanns á þrítugsaldri sem hafði sokkið í sand við Sandvatn á Haukadalsheiði sunnan Langjökuls. Maðurinn var fluttur með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans um þrjúleytið í nótt.
Tekinn tvisvar fyrir hraðakstur á 20 mínútum
Ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurlandi stöðvaði á Mýrdalssandi mátti punga út á annað hundrað þúsund krónum fyrir hraðakstur í dag, því hann var stöðvaður aftur aðeins 20 mínútum síðar.
Banaslys í Austur-Skaftafellssýslu
Ökumaður bifhjóls sem missti stjórn á hjóli sínu skammt vestan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu í gær er látinn. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook. Maðurinn var á fimmtugsaldri. Tildrög slyssins eru til rannsóknar en að sögn lögreglu virðist maðurinn hafa fallið og runnið eftir götunni í veg fyrir bíl sem kom úr gagnstæðri átt.
16.08.2020 - 03:42
Múlakvísl farin að grafa sundur veginn við Afréttisá
Múlakvísl hefur verið að grafa í sundur veginn við Afréttisá, sem liggur upp í Þakgil. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Almannavarna sem segja tilkynningu hafa borist í gær. Rafleiðni hefur mælst í Múlakvísl undanfarið.
„Maður rennir svolítið blint í sjóinn“
Lögreglan á Suðurlandi verður með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina, en erfitt er að áætla hversu mikill hann þarf að vera eða hvar þar sem engar skipulagðar útihátíðir verða haldnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hvetur fólk til að virða sóttvarnarreglur, telji fólk sig vera í aðstæðum þar sem þær eru ekki virtar, beri það sjálft ábyrgð á að koma sér út úr þeim.
„Ekkert ferðaveður með ferðavagna“
Fellihýsi fauk út af vegi við Hvalnes fyrir austan Hornafjörð í óveðrinu í gærkvöld, að sögn Sveins K. Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Lögreglunni hafa borist tilkynningar um brotnar rúður og smávægilegar skemmdir á bílum.
Einn fluttur með þyrlu eftir umferðarslys við Flúðir
Þriggja bíla árekstur varð rétt upp úr hálffjögur í dag í grennd við Flúðir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang. Lögregla var kölluð út klukkan 15:36 og voru sjúkrabílar, lögregla og slökkvilið sent á vettvang.
Einn Rúmenanna og tveir lögreglumenn enn í einangrun
Rúmenskur karlmaður, einn þriggja sem urðu uppvísir að þjófnaði á Selfossi í síðasta mánuði er enn í einangrun. Hin tvö, karlmaður og kona, greindust með kórónuveiruna og var fólkið meðal þeirra fjórtán Rúmena sem dvöldu í einangrun og sóttkví í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg í síðasta mánuði. 
Lögreglumennirnir lausir úr sóttkví
Átta lögreglumenn á Suðurlandi og þrír Rúmenar sem lögreglan hafði afskipti af vegna brota á reglum um sóttkví, losna úr kvínni í dag.
Tóku COVID-sýni úr lögreglumönnum í þrígang
Tekin hafa verið sýni í þrígang úr lögreglumönnum sem komu að handtöku Rúmena sem voru smitaðir af COVID-19. Sýni voru síðast tekin í gær, en ekkert þeirra reyndist jákvætt. Yfirlögregluþjónn segir að þessar endurteknu sýnatökur hafi verið gerðar í öryggisskyni.
23.06.2020 - 14:54
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi hálflömuð
Fjórir lögreglumenn af þeim sextán sem þurftu að fara í sóttkví eftir að þrír Rúmenar voru handteknir fyrir tíu dögum, eru í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir sóttkví lögreglumannanna ljúki nú í vikulok. Þeir þrír sem smituðust af kórónuveirunni þurfa þó að vera lengur frá vinnu. Margir lögreglumenn hafa þurft að fresta sumarfríi eða koma inn úr sumarfríi til þess að leysa af hólmi þau sem eru sóttkví.
Einn Rúmenanna með íslenska kennitölu
Ellefu Rúmenar hafa verið sektaðir fyrir að brjóta gegn sóttvarnalögum og ákveðið hefur verið að vísa tveimur þeirra úr landi. Þá er einn þeirra þriggja Rúmena sem handtekinn var fyrir þjófnað úr verslunum á Suðurlandi með íslenska kennitölu.
Bakvakt kölluð út til að leita mannanna þriggja
Bakvakt smitrakningarteymis Almannavarna hefur verið kölluð út til að leita þriggja manna sem komu hingað til lands með þremur mönnum sem handteknir voru í gær fyrir þjófnað og hafa tveir þeirra greinst með COVID-19. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður smitrakningarteymisins.Hann segir að mannanna sé aðallega leitað á Suðvesturlandi.
Fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi
Lögreglumenn á Suðurlandi fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi á bæ í Árnessýslu síðastliðinn föstudag. Tvennt var handtekið vegna málsins.
Andlát í sundlaug rannsakað sem slys
Andlát eldri manns í Sundhöll Selfoss í gær er rannsakað sem slys, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn lést við sundiðkun og segir Oddur að niðurstaða krufningar leiði í ljós hver dánarorsökin var.
02.06.2020 - 10:59
Eldri karlmaður lést í slysi í Sundhöll Selfoss
Eldri karlmaður lést við sundiðkun fyrir hádegi í dag í Sundhöll Selfoss. Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Selfossi segir að sjúkralið og lögregla hafi verið send á vettvang en að endurlífgun hafi ekki borið árangur.
01.06.2020 - 14:57
Laus úr haldi lögreglu eftir útkall að Ölfusá
Rúmlega tvítugur karlmaður sem var handtekinn í nótt vegna útkalls að Ölfusá hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Samkvæmt tilkynningu til lögreglu í nótt féll maður í Ölfusá. Það reyndist ekki rétt. Maðurinn viðurkenndi að hafa hringt eftir aðstoð lögreglu vegna málsins og gaf sínar skýringar á því, að því er segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Faldi sig í runna við Ölfusá á meðan leitað var
Rannsókn stendur yfir á tilkynningu í nótt um að maður hafi fallið í Ölfusá. Tilkynningin reyndist vera gabb. Björgunarsveitir, lögregla, sjúkraflutningalið og slökkvilið voru kölluð út og stóð leitin í um tvo tíma. Sá sem tilkynnti um málið hafði falið sig í runna við ána. Samkvæmt tilkynningunni var það hann sjálfur sem hafði farið í ána.