Færslur: Lögreglan á Suðurlandi

Alvarlegt umferðarslys austur af Vík
Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 vestan Kúðafljóts um klukkan fjögur í dag þegar tveir bílar úr gagnstæðum áttum lentu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og er lent á Landspítalanum í Fossvogi með einn alvarlega slasaðan.
Grímur tekur við embætti lögreglustjóra á Suðurlandi
Grímur Hergeirsson mun taka við embætti lögreglustjóra á Suðurlandi þann 1. júlí næstkomandi. Hann gegnir embættinu út árið í fjarveru Kjartans Þorkelssonar, núverandi lögreglustjóra.
Sjónvarpsfrétt
Ekkert bólar á áhættumati fyrir Reynisfjöru
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps furðar sig á því að þrátt fyrir þriggja ára vinnu liggi enn ekki fyrir áhættumat fyrir Reynisfjöru. Með slíku mati væri unnt að loka fjörunni þegar hættan er mest. Leiðsögumaður leggur til að 3-4 strandverðir sjái um gæslu í fjörunni.
Sjónvarpsfrétt
Ferðamenn töldu sig geta synt í land ef aldan næði þeim
Sex erlendir ferðamenn voru hætt komnir i Reynisfjöru í dag, á sama stað og kanadískur ferðamaður drukknaði í gær. Fréttastofa ræddi við nokkrar erlenda ferðamenn sem stóðu í flæðarmálinu og létu jafnvel sjóinn flæða yfir fæturna á sér. Þeir töldu sig ekki hafa sett sig í hættu en stóðu þó á mjög svipuðum stað og banaslysið varð á föstudag. Einn taldi að hann gæti synt ef aldan næði honum. Aðrir sögðust njóta þess að taka áhættu.
Lést eftir slys í Reynisfjöru
Ferðamaðurinn sem lenti í sjónum við Reynisfjöru síðdegis í gær, eftir að alda hreif hann með sér, er látinn. Hann var erlendur ferðamaður á áttræðisaldri og var á svæðinu í skipulagðri ferð með stærri hóp.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.
11.06.2022 - 09:58
Slasaður fluttur landleiðina því engin þyrla var tiltæk
Bíll fór út af vegi undir Eyjafjöllum skömmu eftir klukkan ellefu í dag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að einn farþegi hafi verið um borð í bílnum og er hann alvarlega slasaður.
10.05.2022 - 12:34
Alvarlegt vinnuslys í Þorlákshöfn
Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlitið rannsaka alvarlegt vinnuslys sem varð í Þorlákshöfn í síðustu viku.
Funda um aðgerðir til að ná vélinni upp um miðjan apríl
Áformað er að stýrihópur hittist í vikunni varðandi aðgerðir til að ná upp flaki flugvélarinnar sem fórst í Þingvallavatni í febrúar. Á þá að undirbúa vinnu sem stefnt er á að fari fram um miðjan apríl.
Börn beittu ofbeldi og dreifðu af því myndböndum
Lögreglan á Suðurlandi, ásamt Barnavernd Árborgar, hefur til rannsóknar nokkur myndbönd af börnum á Selfossi að beita hvort annað ofbeldi. Myndböndin komust í dreifingu á samfélagsmiðlum og víðar á Internetinu. Börnin eru á aldrinum 13 til 15 ára.
Sjónvarpsfrétt
Gætu þurft að bíða í mánuði með að ná upp flugvél
Beðið verður í vikur jafnvel mánuð með að ná flugvélinni upp sem fór í Þingvallavatn fyrir rúmri viku með fjóra innanborðs. Vatnið er allt ísilagt og daglega bætist ofan á ísinn. Það var vandasamt verk að stýra kafbáti með griparmi í aðgerðum á Þingvallavatni í gær. Kafari sem stýrði bátnum segir mikinn leir á botni vatnsins sem hafi gruggast við minnstu hreyfingu.
Viðtal
Aðdáunarvert samstarf í aðgerðum á Þingvallavatni
Mögulega þarf að bíða í nokkra mánuði með að hífa flugvélina sem hrapaði ofan í Þingvallavatn í síðustu viku upp úr vatninu. Þykkur ís lagðist á vatnið í nótt og tóku viðbragðsaðilar þá ákvörðun að fresta aðgerðum þar til aðstæður verða öruggar. Vatnið er verulega kalt og þarf mikið til að hita það upp að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Ég geri mér bara ekki grein fyrir því hvort við erum að tala um vikur eða jafnvel mánuð eða mánuði,“ segir Oddur.
Sjónvarpsfrétt
Lík allra fjögurra mannanna hafa náðst upp úr vatninu
Lík allra fjögurra mannanna, sem fórust þegar vél þeirra hafnaði í Þingvallavatni, náðust upp úr ísilögðu vatninu í dag. Beita þurfti fjarstýrðum kafbáti með gripörmum til þess að ná mönnunum af botni Þingvallavatns, eða af 40-50 metra dýpi. Aðgerðum í og við vatnið er því lokið í dag. Stefnt er að því að hífa flugvélina upp úr vatninu á morgun.
Viðtal
Nota kafbát til að sækja hina látnu í Þingvallavatni
Um sextíu manns vinna að því við Þingvallavatn að ná flugvélinni TF-ABB og líkum mannanna fjögurra sem fórust með henni á fimmtudaginn, upp úr vatninu. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, segir ætlunina að sækja lík mannanna áður en myrkur skellur á.
10.02.2022 - 17:59
Viðtal
Búast við að fresta þurfi aðgerðum til morguns
Viðbúið er að fresta þurfi aðgerðum við Þingvallavatn til morguns. „Úti á vatninu er ísinn það þykkur að prammi sem á að nota getur ekki farið um með tryggum hætti. Spáin er þannig að það á að byrja að blása fljótlega og þá mun ísinn byrja að brotna upp. Þá verður farið í að gera það sem stóð til að gera í morgun,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Mér finnst líklegt að það frestist allar aðgerðir til morguns,“ segir Oddur.
Fresta aðgerðum á Þingvallavatni vegna veðurs
Aðgerðir á Þingvallavatni sem áttu að hefjast í morgun frestast fram eftir degi. Þar ætla rúmlega tuttugu kafarar að reyna að ná upp líkum fjögurra manna og flugvél þeirra sem fórst í vatninu í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar því að prammi komist út að þeim stað þar sem flugvélin liggur. Í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi segir að nú sé logn á svæðinu. Beðið verður átekta þar til vindur fer að hreyfa við ísnum.
Sjónvarpsfrétt
22 kafarar í aðgerðum á Þingvallavatni
Aðgerðir við Þingvallavatn hefjast í fyrramálið. Meira en tuttugu kafarar reyna á morgun og á föstudag að ná upp flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni og þeim sem í henni voru. Aðstæður eru mjög erfiðar, segir sérfræðingur í köfun. Þrýstingurinn á botni Þingvallavatns, sem er 48 metra djúpt á slysstað, er mikill eða 6 kg á hvern fersentímetra.
Heilt þorp rís við Þingvallavatn
Alls kyns búnaður verður fluttur að suðurhluta Þingvallavatns í dag. Hann verður nýttur í aðgerðum við vatnið í dag, þegar reynt verður að sækja lík mannanna fjögurra sem fórust í flugslysi á svæðinu síðastliðinn fimmtudag. Þá verður flugvélin einnig hífð upp. Yfirmaður rannsóknarinnar segir að vissir þættir hafi líklega spillst, til að mynda hafi eldsneyti og olía líklega mengast af vatni nú þegar.
Viðtal
Hífa flugvélina upp á tíu metra dýpi til rannsóknar
Vegna veðurs verður í fyrsta lagi hægt að hífa flugvélina TF-ABB úr Þingvallavatni á fimmtudag. Köfunarhópur sérsveitar ríkislögreglustjóra undirbýr hvert handtak á þurru landi, en áætlað er að sextán atvinnukafarar kafi í tíu mínútur hver í ísköldu vatninu. Vélin verður hífð upp á tíu metra dýpi til frekari rannsóknar áður en hún verður hífð upp á yfirborðið.
Fjögur lík fundin í Þingvallavatni
Kafarar Landhelgisgæslu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fundu í kvöld fjögur lík í Þingvallavatni skammt frá flaki flugvélarinnar sem fór í vatnið á fimmtudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, segir að veður sé orðið of vont til þess að hægt sé að tryggja öryggi kafaranna og því sé verið að hætta aðgerðum við vatnið nú. Ekki verði því unnt að ná líkunum upp úr vatninu í kvöld.
Sjónvarpsfrétt
Þurfa að bíða til miðvikudags með að ná flugvélinni upp
Flugvélin sem fór í Þingvallavatn á fimmtudag er á 48 metra dýpi og er um 1,8 kílómetra frá landi, þaðan sem leitarbátar voru settir á flot í gær. Vegna veðurs þarf að bíða til miðvikudags með að ná í vélina. „Köfun niður á 48 metra dýpi ein og sér er hættuleg. Það þarf að gæta að þrýstingi sem kafararnir verða fyrir. Vatnið er núll til ein gráða og um leið og hægir og frystir þá er það fljótt að leggja. Þannig menn eru mögulega að kafa undir ís og krapi,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.
Vélin er á 50 metra dýpi í Þingvallavatni
Flugvél með fjóra innanborðs, sem leitað hefur verið síðan á fimmtudag, fannst um miðnætti í gærkvöldi í suðurhluta Þingvallavatns. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að vélin sé á fimmtíu metra dýpi. Hún hafi fyrst sést með sónar og svo hafi verið staðfest með myndum að um flugvélina væri að ræða. Lögregla fundar um næstu skref í hádeginu með þeim sem koma að því að ná vélinni upp úr vatninu. Oddur segir veðurgluggann fram á mánudagsmorgun of þröngan til að ná vélinni upp.
Virkja sms-skilaboð til ferðafólks umhverfis Heklu
Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa virkjað sms-skilaboð sem send verða til fólks sem fer inn á sérstök skilgreind svæði umhverfis Heklu.
27.12.2021 - 13:50
Suðurlandsvegi lokað vegna slyss - Varað við hálku
Suðurlandsvegi vestan við Selfoss hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en útkallið svo afturkallað. Ökumönnum er bent um hjáleið um Urriðafossveg/Villingaholtsveg.
Bílstjóri sendur rakleiðis á Hólmsheiði
Verkefni Lögreglunnar á Suðurlandi voru fjölbreytt í liðinni viku, og dreifðust um allt umdæmi hennar. Bíll valt í Hvalnesskriðum og árekstur varð á Selfossi svo eitthvað sé nefnt. Ekki urðu þó teljandi slys á fólki í þessum slysum. Kannabis fannst í tveimur húsum í umdæminu, og bílstjóri sem var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna var sendur beint á Hólmsheiði.
Íshellan sígur hraðar og varað við ferðum við Grímsvötn
Lögreglan á Suðurlandi varar við ferðum í og við Grímsvötn og Grímsfjall, vegna jökulhlaups sem talið er að fari að hefjast úr Grímsvötnum.