Færslur: Lögreglan á Suðurlandi

Eldri karlmaður lést í slysi í Sundhöll Selfoss
Eldri karlmaður lést við sundiðkun fyrir hádegi í dag í Sundhöll Selfoss. Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Selfossi segir að sjúkralið og lögregla hafi verið send á vettvang en að endurlífgun hafi ekki borið árangur.
01.06.2020 - 14:57
Laus úr haldi lögreglu eftir útkall að Ölfusá
Rúmlega tvítugur karlmaður sem var handtekinn í nótt vegna útkalls að Ölfusá hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Samkvæmt tilkynningu til lögreglu í nótt féll maður í Ölfusá. Það reyndist ekki rétt. Maðurinn viðurkenndi að hafa hringt eftir aðstoð lögreglu vegna málsins og gaf sínar skýringar á því, að því er segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Faldi sig í runna við Ölfusá á meðan leitað var
Rannsókn stendur yfir á tilkynningu í nótt um að maður hafi fallið í Ölfusá. Tilkynningin reyndist vera gabb. Björgunarsveitir, lögregla, sjúkraflutningalið og slökkvilið voru kölluð út og stóð leitin í um tvo tíma. Sá sem tilkynnti um málið hafði falið sig í runna við ána. Samkvæmt tilkynningunni var það hann sjálfur sem hafði farið í ána.
Tilkynning reyndist gabb
Lögreglu tók fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu varðandi tilkynningu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt.
27.05.2020 - 04:03
Þyrlan kölluð út vegna slyss við Fagurhólsmýri
Maður féll á klifursvæði í Hnappavallahömrum nálægt Fagurhólsmýri á Suðurlandi síðdegis í dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom útkallið rétt fyrir klukkan 16 og var þyrlunni lent við Fagurhólsmýri klukkan 17:26.
Sprengihætta þegar kveikt var í stolnum gaskútum
Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á því að undanfarna daga hefur gaskútum verið stolið af gasgrillum íbúa á Selfossi. Upp úr miðnætti í nótt var svo kveikt í kútum á fjórum stöðum innan Selfoss og skammt utan bæjarins.
Tveir hjá Mountaineers með réttarstöðu sakbornings
Tveir starfsmenn fyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglu á vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins við Langjökul í janúar. „Annar er almennur starfsmaður en hinn er rekstraraðili hjá fyrirtækinu,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Oddur segir að rannsókn málsins sé nokkurn veginn lokið, og að það verði sent ákærusviði fljótlega.
Óku á raflínu sem féll á veg
Lögreglunni á Suðurlandi barst upp úr klukkan átta tilkynning um að ekið hefði verið á raflínu sem féll á veg í nágrenni við bæinn Akur á Hvolsvelli. Engin slys urðu á fólki.
14.02.2020 - 09:25
Krapastíflan heldur þrátt fyrir leysingar
Þrátt fyrir leysingar í morgun hafði krapastíflan sem hafði myndast í Hvítá við Vaðnes í Grímsnes- og Grafningshreppi ekki rutt sig líkt og óttast var. Svæðið verður vaktað næstu daga.
19.01.2020 - 12:22
Stærri leitaraðgerðum frestað í bili
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta um sinn stærri leitaraðgerðum að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi og var þetta ákveðið í samstarfi við svæðisstjórn björgunarsveita.
27.12.2019 - 21:34
Lögreglan leitar að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur
Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um ferðir Rimu Grunskyté Feliksasdóttur um að setja sig í samband við lögreglu. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um klukkan 19:00 síðastliðin föstudag.
24.12.2019 - 16:51
Handtekinn á vettvangi brunans
Einn var handtekinn á vettvangi þegar sumarhús brann til kaldra kola í landi Mýrarkots í gær. Hann var í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að taka skýrslu af honum.
Umfangsmikil fíkniefnaleit um borð í skipi
Lögreglan á Suðurlandi framkvæmdi umfangsmikla leit í skipinu Mykines er það lagðist að bryggju í Þorlákshöfn í fyrradag. Tuttugu manns og sex fíkniefnahundar komu að leitinni, sem var samstarf embætta Tollstjóra og Lögreglustjórans á Suðurlandi.
15.12.2019 - 22:16
Drengurinn fundinn heill á húfi
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Patreki Antonssyni. Patrekur fór frá heimili sínu að Langholti, Meðallandi í Skafrárhreppi, um hádegisbil í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Patrekur fjórtán ára.
Fannst látinn í klefa á Litla-Hrauni
Maður fannst látinn við opnun klefa á Litla-Hrauni í morgun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að dánarorsök sé óstaðfest að svo stöddu en ekkert bendi til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Andlát á Litla-Hrauni er ávallt tilkynnt til lögreglu. Málið er nú í rannsókn lögreglunnar hjá Suðurlandi, segir Páll. Búið er að hafa samband við aðstandendur hins látna.
22.08.2019 - 15:48
Taka ákvörðun um lokun Reynisfjöru á morgun
Lögreglan á Suðurlandi setti upp nýja borða við Reynisfjöru í morgun sem girti af þann hluta fjörunnar þar sem stór skriða féll úr Reynisfjalli á þriðjudag.
22.08.2019 - 15:38
Skriðan hljóp fimmtíu metra frá fjallsrótum
Skriða sem féll Í Reynisfjöru á þriðjudag var um hundrað metrar á breidd og hljóp um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó. Stærstu steinarnir í urðinni voru um þrír metrar í þvermál. Meðalþykkt skriðunnar er um fimm metrar og áætlað rúmmál hennar um 25 þúsund rúmmetrar. Mikil mildi þykir að enginn var á staðnum þegar skriðan féll.
22.08.2019 - 07:30
Reka ferðamenn úr Reynisfjöru
Lögreglan á Suðurlandi hefur þurft að reka ferðamenn úr Reynisfjöru sem var lokað eftir að skriða féll í hana. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, kom í dag að um þrjátíu ferðamönnum á miklu hættusvæði í fjörunni, við jaðarinn þar sem skriðan féll.
21.08.2019 - 22:40
Hljóð
Náttúran er falleg en getur verið óblíð
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, segir grjóthrun í Reynisfjöru ekki hafa komið á óvart. Skriður eru þekktar í fjörunni og hluti af eðlilegu náttúrulegu ferli, segir hann. Reynisfjara sé ekki heppilegur staður fyrir fólk og ferðamenn til að safnast saman. Hrunið hefði getað farið verr.
Myndband
Leitað að ferðamanni án árangurs í dag
Leit að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn hefur verið hætt í dag. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir að björgunarsveitarmenn séu á heimleið og verkefni dagsins búin. Lögregla tekur ákvörðun á morgun um framhaldið og næstu skref, segir hann. Í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að björgunarsveitarmenn hafi leitað að erlendum ferðamanni án árangurs í dag. Mögulega verði leitað á morgun með aðstoð kafara.
11.08.2019 - 15:40
Myndband
Ferðamaður eigandi bakpokans í Þingvallavatni
Erlendur ferðamaður á bakpokann sem fannst við Þingvallavatn, nærri Villingavatni í gær. Mannlaus bátur og bakpoki fundust á floti í vatninu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að við skoðun á bakpokanum hafi komið í ljós að eigandi hans væri erlendur ferðamaður. Björgunarsveitarmenn hófu leit á ný við og á vatninu um klukkan níu í dag, segir Davíð Már Bjarnason​, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
11.08.2019 - 10:18
Flugvél endaði á hvolfi utan flugbrautar
Einshreyfilsflugvél hlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum á Suðurlandi seinni hluta dags í gær. Flugmaður var einn í vélinni og slapp ómeiddur. Flugsvið rannsóknarnefndar samgönguslysa lauk upphafsrannsókn seint í gær.
Umferðarslys við Geysi
Fjórhjólaslys varð við Geysi í Bláskógabyggð í morgun. Elís Kjartansson hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að fjórhjól hafi oltið og ökumaður þess slasast. Verið sé undirbúa að flytja manninn með þyrlu á spítala í Reykjavík.  
15.07.2019 - 11:32
Búið að opna Suðurlandsveg
Búið er að opna Suðurlandsveginn vestan Markarfljóts að nýju fyrir umferð.
05.07.2019 - 13:55
Rannsókn á rútuslysi að ljúka
Rannsókn á rútuslysi, sem varð þann 16. maí síðastliðinn á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum, fer senn að ljúka. Samkvæmt rannsókn á ökurita rútunnar var henni ekið á löglegum hraða og bílstjórinn var allsgáður við aksturinn
04.07.2019 - 11:06