Færslur: Lögreglan á Suðurlandi

Múlakvísl farin að grafa sundur veginn við Afréttisá
Múlakvísl hefur verið að grafa í sundur veginn við Afréttisá, sem liggur upp í Þakgil. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Almannavarna sem segja tilkynningu hafa borist í gær. Rafleiðni hefur mælst í Múlakvísl undanfarið.
„Maður rennir svolítið blint í sjóinn“
Lögreglan á Suðurlandi verður með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina, en erfitt er að áætla hversu mikill hann þarf að vera eða hvar þar sem engar skipulagðar útihátíðir verða haldnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hvetur fólk til að virða sóttvarnarreglur, telji fólk sig vera í aðstæðum þar sem þær eru ekki virtar, beri það sjálft ábyrgð á að koma sér út úr þeim.
„Ekkert ferðaveður með ferðavagna“
Fellihýsi fauk út af vegi við Hvalnes fyrir austan Hornafjörð í óveðrinu í gærkvöld, að sögn Sveins K. Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Lögreglunni hafa borist tilkynningar um brotnar rúður og smávægilegar skemmdir á bílum.
Einn fluttur með þyrlu eftir umferðarslys við Flúðir
Þriggja bíla árekstur varð rétt upp úr hálffjögur í dag í grennd við Flúðir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang. Lögregla var kölluð út klukkan 15:36 og voru sjúkrabílar, lögregla og slökkvilið sent á vettvang.
Einn Rúmenanna og tveir lögreglumenn enn í einangrun
Rúmenskur karlmaður, einn þriggja sem urðu uppvísir að þjófnaði á Selfossi í síðasta mánuði er enn í einangrun. Hin tvö, karlmaður og kona, greindust með kórónuveiruna og var fólkið meðal þeirra fjórtán Rúmena sem dvöldu í einangrun og sóttkví í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg í síðasta mánuði. 
Lögreglumennirnir lausir úr sóttkví
Átta lögreglumenn á Suðurlandi og þrír Rúmenar sem lögreglan hafði afskipti af vegna brota á reglum um sóttkví, losna úr kvínni í dag.
Tóku COVID-sýni úr lögreglumönnum í þrígang
Tekin hafa verið sýni í þrígang úr lögreglumönnum sem komu að handtöku Rúmena sem voru smitaðir af COVID-19. Sýni voru síðast tekin í gær, en ekkert þeirra reyndist jákvætt. Yfirlögregluþjónn segir að þessar endurteknu sýnatökur hafi verið gerðar í öryggisskyni.
23.06.2020 - 14:54
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi hálflömuð
Fjórir lögreglumenn af þeim sextán sem þurftu að fara í sóttkví eftir að þrír Rúmenar voru handteknir fyrir tíu dögum, eru í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir sóttkví lögreglumannanna ljúki nú í vikulok. Þeir þrír sem smituðust af kórónuveirunni þurfa þó að vera lengur frá vinnu. Margir lögreglumenn hafa þurft að fresta sumarfríi eða koma inn úr sumarfríi til þess að leysa af hólmi þau sem eru sóttkví.
Einn Rúmenanna með íslenska kennitölu
Ellefu Rúmenar hafa verið sektaðir fyrir að brjóta gegn sóttvarnalögum og ákveðið hefur verið að vísa tveimur þeirra úr landi. Þá er einn þeirra þriggja Rúmena sem handtekinn var fyrir þjófnað úr verslunum á Suðurlandi með íslenska kennitölu.
Bakvakt kölluð út til að leita mannanna þriggja
Bakvakt smitrakningarteymis Almannavarna hefur verið kölluð út til að leita þriggja manna sem komu hingað til lands með þremur mönnum sem handteknir voru í gær fyrir þjófnað og hafa tveir þeirra greinst með COVID-19. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður smitrakningarteymisins.Hann segir að mannanna sé aðallega leitað á Suðvesturlandi.
Fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi
Lögreglumenn á Suðurlandi fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi á bæ í Árnessýslu síðastliðinn föstudag. Tvennt var handtekið vegna málsins.
Andlát í sundlaug rannsakað sem slys
Andlát eldri manns í Sundhöll Selfoss í gær er rannsakað sem slys, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn lést við sundiðkun og segir Oddur að niðurstaða krufningar leiði í ljós hver dánarorsökin var.
02.06.2020 - 10:59
Eldri karlmaður lést í slysi í Sundhöll Selfoss
Eldri karlmaður lést við sundiðkun fyrir hádegi í dag í Sundhöll Selfoss. Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Selfossi segir að sjúkralið og lögregla hafi verið send á vettvang en að endurlífgun hafi ekki borið árangur.
01.06.2020 - 14:57
Laus úr haldi lögreglu eftir útkall að Ölfusá
Rúmlega tvítugur karlmaður sem var handtekinn í nótt vegna útkalls að Ölfusá hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Samkvæmt tilkynningu til lögreglu í nótt féll maður í Ölfusá. Það reyndist ekki rétt. Maðurinn viðurkenndi að hafa hringt eftir aðstoð lögreglu vegna málsins og gaf sínar skýringar á því, að því er segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Faldi sig í runna við Ölfusá á meðan leitað var
Rannsókn stendur yfir á tilkynningu í nótt um að maður hafi fallið í Ölfusá. Tilkynningin reyndist vera gabb. Björgunarsveitir, lögregla, sjúkraflutningalið og slökkvilið voru kölluð út og stóð leitin í um tvo tíma. Sá sem tilkynnti um málið hafði falið sig í runna við ána. Samkvæmt tilkynningunni var það hann sjálfur sem hafði farið í ána.
Tilkynning reyndist gabb
Lögreglu tók fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu varðandi tilkynningu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt.
27.05.2020 - 04:03
Þyrlan kölluð út vegna slyss við Fagurhólsmýri
Maður féll á klifursvæði í Hnappavallahömrum nálægt Fagurhólsmýri á Suðurlandi síðdegis í dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom útkallið rétt fyrir klukkan 16 og var þyrlunni lent við Fagurhólsmýri klukkan 17:26.
Sprengihætta þegar kveikt var í stolnum gaskútum
Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á því að undanfarna daga hefur gaskútum verið stolið af gasgrillum íbúa á Selfossi. Upp úr miðnætti í nótt var svo kveikt í kútum á fjórum stöðum innan Selfoss og skammt utan bæjarins.
Tveir hjá Mountaineers með réttarstöðu sakbornings
Tveir starfsmenn fyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglu á vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins við Langjökul í janúar. „Annar er almennur starfsmaður en hinn er rekstraraðili hjá fyrirtækinu,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Oddur segir að rannsókn málsins sé nokkurn veginn lokið, og að það verði sent ákærusviði fljótlega.
Óku á raflínu sem féll á veg
Lögreglunni á Suðurlandi barst upp úr klukkan átta tilkynning um að ekið hefði verið á raflínu sem féll á veg í nágrenni við bæinn Akur á Hvolsvelli. Engin slys urðu á fólki.
14.02.2020 - 09:25
Krapastíflan heldur þrátt fyrir leysingar
Þrátt fyrir leysingar í morgun hafði krapastíflan sem hafði myndast í Hvítá við Vaðnes í Grímsnes- og Grafningshreppi ekki rutt sig líkt og óttast var. Svæðið verður vaktað næstu daga.
19.01.2020 - 12:22
Stærri leitaraðgerðum frestað í bili
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta um sinn stærri leitaraðgerðum að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi og var þetta ákveðið í samstarfi við svæðisstjórn björgunarsveita.
27.12.2019 - 21:34
Lögreglan leitar að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur
Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um ferðir Rimu Grunskyté Feliksasdóttur um að setja sig í samband við lögreglu. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um klukkan 19:00 síðastliðin föstudag.
24.12.2019 - 16:51
Handtekinn á vettvangi brunans
Einn var handtekinn á vettvangi þegar sumarhús brann til kaldra kola í landi Mýrarkots í gær. Hann var í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að taka skýrslu af honum.
Umfangsmikil fíkniefnaleit um borð í skipi
Lögreglan á Suðurlandi framkvæmdi umfangsmikla leit í skipinu Mykines er það lagðist að bryggju í Þorlákshöfn í fyrradag. Tuttugu manns og sex fíkniefnahundar komu að leitinni, sem var samstarf embætta Tollstjóra og Lögreglustjórans á Suðurlandi.
15.12.2019 - 22:16