Færslur: Lögreglan á Norðurlandi vestra

Tvær kærur eftir strætóslagsmál
Tvær kærur hafa borist lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna slagsmála um borð í strætisvagni á Akureyri fyrr í mánuðinum. Greint var frá því í síðustu viku að tveir farþegar hefðu gengið í skrokk á vagnstjóra sem hafði lagt fram kæru gegn öðrum farþeganum.
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Peningafölsun til rannsóknar á Norðurlandi vestra
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur til rannsóknar peningafölsunarmál eftir að tilkynnt var um falsaðan seðil í verslun í umdæminu. Þó málið virðist ekki vera umfangsmikið tekur lögreglan slíkum fölsunum alltaf af fullri alvöru.
Aðgerðum hætt á Sauðárkróki - eðlilegt rennsli í Sauðá
Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem gripið var til fyrr í dag vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Eftir skoðun þar tilbærra sérfræðinga, þegar veður gekk niður, kom í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju.
Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá
Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan Hofsjökli norðanverðum.
Rýming gildir áfram í Varmahlíð
Rýming níu húsa gildir enn í Varmahlíð í Skagafirði eftir að aurskriða féll á tvö hús þar síðdegis í gær. Stöðuskýrsla verður gefin út eftir fund almannavarnanefndar klukkan tíu, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Harður árekstur á Siglufjarðarvegi
Harður árekstur tveggja bifreiða varð við Kýrholt á Siglufjarðarvegi í dag. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ljóst er að umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.
Bjartsýnn á afléttingu sóttvarnaráðstafana í Skagafirði
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að ef ekki kemur upp smit utan sóttkvíar á næstu dögum verði stefnt að afléttingum sóttvarnarráðstafana um helgina.  
Viðtal
Smit í Skagafirði tengjast skólum og heilbrigðisstofnun
„Þetta hefur tengsl inn í skólana hjá okkur, þetta hefur tengsl inn í heilbrigðisstofnunina og þetta hefur tengsl hér inn í þjónustufyrirtæki sem fer víða. Þannig það var ákvörðun aðgerðastjórnar að grípa strax inn í og með mjög ákveðnum hætti til þess að reyna að sporna við þessu og stoppa þetta strax,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra.