Færslur: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Ósætti í heimahúsi og bílþjófnaður á Akureyri
Bíl var stolið í miðbæ Akureyrar á tíunda tímanum í morgun. Eigandinn hafði skilið bílinn eftir í gangi á meðan hann bar vörur inn í hús. Þegar hann kom út var bíllinn horfinn.
Verjast allra frétta af hoppukastalaslysinu á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra vill ekki veita neinar upplýsingar um gang rannsóknar embættisins á slysi sem varð í hoppukastala á Akureyri 1. júli.
19.08.2021 - 10:59
Öxnadalsheiði opnuð að nýju eftir árekstur
Umferð hefur verið hleypt um Öxnadalsheiði, á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, að nýju.
Hópslagsmál og ölvunarakstur í nótt
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri sem og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um hópslagsmál og voru margir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Tíu börn útskrifuð eftir meðhöndlun en eitt á gjörgæslu
Tíu börn sem fengu aðhlynningu á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft í gær, hafa verið útskrifuð eftir meðhöndlun. Eitt barn, sex ára, liggur hins vegar á gjörgæsludeild Landspítalans með fjöláverka. 
Lögreglan lýsir eftir stolnum bíl
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir bíl sem var stolið á Akureyri síðastliðna nótt og er enn ófundinn. Um er að ræða bíl af gerðinni Lexus IS300H árgerð 2018, sem er ljósgrár að lit. Númerið er AB-L87.
Umferðarslys á Moldhaugnahálsi
Fimm slösuðust í árekstri tveggja bíla á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan tvö í dag.
Sjónvarpsfrétt
„Höfum ekki tekið mjög hart á þessu hérna í apríl“
Þrátt fyrir að nagladekk séu bönnuð frá og með fimmtánda apríl ætlar lögreglan á Akureyri ekki að beita sektum fyrr en líða tekur á vorið. Langar raðir í dekkjaskipti heyra nú sögunni til.
Ekið á hjólreiðamann á Bakkafirði
Ekið var á hjólreiðamann á Bakkafirði um hádegisbil í dag. Ökumaður blindaðist af sól og ók aftan á hjólreiðamanninn sem féll við það í götuna og slasaðist. 
Sjónvarpsfrétt
Sprengingin áminning um eldhættu í Múlagöngum
Sprengingin í Múlagöngum á dögunum er að mati bæjarstjórans í Fjallabyggð áminning um að göngin eru klædd innan með eldfimu efni. Hann undrast að lögregla skyldi ekki tilkynna bæjaryfirvöldum strax um atburðinn.
Sprengdu heimagerða sprengju í Ólafsfjarðargöngum
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni í kjölfar þess að heimagerð sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum. Tjón af völdum sprengingarinnar er talið nema milljónum króna og orsakaði meðal annars ljósleysi í Ólafsfjarðargöngum.
Tveimur veitingastöðum lokað á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði í gærkvöld tveimur veitingahúsum á Akureyri. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis og hinu var lokað vegna brots á sóttvarnarlögum.
Stöðvaður á 154 km. hraða í vetrarfærðinni
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann sem ók eftir Ólafsfjarðarvegi um helgina á 154 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfinu og sektaður um 210.000 krónur.
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Opnað aftur við Jökulsá á Fjöllum
Þjóðvegur eitt milli Austur- og Norðurlands hefur verið opnaður aftur. Gæsla verður áfram við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.
Grunur um íkveikju í íbúðarhúsi á Ólafsfirði
Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði, sem kom upp aðfararnótt 18. janúar. Íbúi neðri hæðar hússins var handtekinn á vettvangi en grunur er að um íkveikju sé að ræða.
Gul viðvörun vegna norðanhríðar nyrðra og eystra
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna yfirvofandi norðanhríðar á Ströndum, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Spáð er norðankalda eða stinningskalda, 10 - 18 metrum á sekúndu með skafrenningi og éljagangi, sem spilla skyggni og færð, einkum á fjallvegum.
Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra
Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra síðasta sólarhring. Virkum smitum í fjórðungnum fer fækkandi - enn eru þó 22 í einangrun og 19 sóttkví.
Myndskeið
Smitum fjölgar hratt á Norðurlandi eystra
Smitum á Norðurlandi eystra fjölgar hratt og tuttugu og fjögur ný smit hafa greinst þar tvo síðustu daga. Varðstjóri í aðgerðastjórn Almannavarna orðar það svo að menn séu nánast á hengifluginu. Heimsóknabann tekur gildi hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri á morgun.
Smit í undirheimum Akureyrar veldur vandræðum
Einstaklingur sem tengist undirheimunum á Akureyri greindist með kórónuveiruna. Hann hefur ekki virt einangrun og erfitt hefur reynst að rekja ferðir hans. Þetta staðfestir Hermann Karlsson hjá aðgerðastjórn Almannavarna á Norðurlandi eystra.
28.10.2020 - 14:42
Rýmingu bæjanna undir Hleiðargarðsfjalli aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við þann síðarnefnda.
Ungur maður viðurkennir brotin á Siglufirði
Unglingur var í gærkvöldi handtekinn á Siglufirði grunaður um fjölda innbrota, þjófnaða og skemmdarverka í bænum undanfarna daga. Hann hefur gengist við brotunum. 
Siglfirðingar uggandi yfir innbrotum
Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári innbrotsþjófs sem farið hefur inn í hús á Siglufirði síðustu daga. Íbúi sem sá einhvern reyna að fara inn í bíla í nótt segir bæjarbúa uggandi.
Hnífstunga á Akureyri um síðustu helgi
Einn var fluttur á sjúkrahús vegna hnífstungu í heimahúsi á Akureyri um liðna helgi. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur verið farið fram á farbann yfir þeim sem er grunaður um verknaðinn. Rannsókninni miðar vel áfram og er á lokastigi.
Viðtal
Segir lokun fangelsisins ekki veikja löggæslu
Dómsmálaráðherra segir að löggæsla á Norðurlandi eystra veikist ekki við lokun fangelsisins á Akureyri. Ákvörðunin hafi ekki þurft að fara í gegnum Alþingi en hægt verði að ræða hana þegar þing kemur saman að nýju.