Færslur: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi - engin slys á fólki
Fólksbíll lenti út af Ólafsfjarðarvegi og valt við afleggjarann að Hauganesi í morgun. Fjórir voru í bílnum þar á meðal þrír keppendur Menntaskólans á Tröllaskaga í Gettu betur, sem áttu að keppa á Akureyri í kvöld.
Siglufjarðarvegi lokað vegna elds í tengivagni
Siglufjarðarvegur er lokaður sem stendur eftir að eldur kviknaði í tengivagni á flutningabíl í kvöld. Unnið er að því að koma bílnum burt að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki er vitað hvort eitthvað var í tengivagninum eða hvað það var, en vagninn var tiltölulega léttur.
Ekki merki um byrlun í málunum þremur á Akureyri
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þremur tilvikum þar sem grunur var um að einstaklingum hefði verið byrlað ólyfjan, er lokið. Í öllum málunum voru tekin blóðsýni fljótlega eftir að grunur vaknaði um byrlun, en ekki fundust nein merki um deyfilyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Hálkuslys fá miðað við aðstæður
Eins og víða á landinu hefur verið mikil hálka verið á Akureyri síðustu daga. Læknir á bráðamóttöku segir slysin í raun mjög fá miðað við aðstæður.
Fannst heil á húfi eftir sjö tíma í frostinu
Lögreglan á Akureyri fann konu á áttræðisaldrei heila á húfi laust fyrir klukkan sjö í morgun eftir um fimm klukkustunda leit. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu.
Lögregla varar við sviksamlegum símtölum
Lögreglan á Norðurlandi eystra varar símtölum úr erlendu númeri þar sem reynt er að telja fólki trú um að það eigi hlut að umferðaróhappi. Jafnvel er uppi grunur að smáforrit eða app sé notað til að hrella fólk með þessum hætti.
Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði
Alvarlegt umferðarslys varð á Moldhaugnahálsi í Eyjafirði, er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra.
Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að slagsmálum
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri um helgina. Hún hefur nú undir höndum með upptöku af meintri árás sem sýnir mann á sextugsaldri lenda í átökum við fjóra menn.
Vara við fölsuðum peningum í umferð á Norðurlandi
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur beðið verslunareigendur og almenning að vera á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að talið sé að seðlarnir séu í umferð í umdæminu.
Hafa rannsakað hoppu­kastala­slysið í 99 daga
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir, rúmum þremur mánuðum eftir að slysið varð. Eitt barn, sex ára, slasaðist mikið og var sent á gjörgæsludeild Landspítalans með fjöláverka.
Telja að það versta sé yfirstaðið
Veðrið fyrir norðan hefur batnað og staðan er betri en í gær, að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Hann telur að það versta sé yfirstaðið.
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Klukkan átta í kvöld var tekin sú ákvörðun að rýma sex bæi til viðbótar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld og að íbúar hafi þegar yfirgefið bæina sem eru sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir.
Óvissustig nyrðra endurmetið með morgninum
Óvissustigi var lýst yfir á Tröllaskaga í nótt vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi eystra. Einnig var lýst yfir hættustigi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum vegna úrkomu og skriðuhættu og ákveðið að rýma nokkra bæi í Útkinn. Staðan verður endurmetin með morgninum þegar birta tekur að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands..
Covid-smit í flestum grunnskólum á Akureyri
Fjórtán ný covid-smit voru staðfest við sýnatökur í grunnskólum á Akureyri í dag. Í tilkynningu frá aðgerðarstjórn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að smitin nái inn í flesta grunnskóla í bænum.
Ósætti í heimahúsi og bílþjófnaður á Akureyri
Bíl var stolið í miðbæ Akureyrar á tíunda tímanum í morgun. Eigandinn hafði skilið bílinn eftir í gangi á meðan hann bar vörur inn í hús. Þegar hann kom út var bíllinn horfinn.
Verjast allra frétta af hoppukastalaslysinu á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra vill ekki veita neinar upplýsingar um gang rannsóknar embættisins á slysi sem varð í hoppukastala á Akureyri 1. júli.
19.08.2021 - 10:59
Öxnadalsheiði opnuð að nýju eftir árekstur
Umferð hefur verið hleypt um Öxnadalsheiði, á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, að nýju.
Hópslagsmál og ölvunarakstur í nótt
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri sem og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um hópslagsmál og voru margir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Tíu börn útskrifuð eftir meðhöndlun en eitt á gjörgæslu
Tíu börn sem fengu aðhlynningu á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft í gær, hafa verið útskrifuð eftir meðhöndlun. Eitt barn, sex ára, liggur hins vegar á gjörgæsludeild Landspítalans með fjöláverka. 
Lögreglan lýsir eftir stolnum bíl
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir bíl sem var stolið á Akureyri síðastliðna nótt og er enn ófundinn. Um er að ræða bíl af gerðinni Lexus IS300H árgerð 2018, sem er ljósgrár að lit. Númerið er AB-L87.
Umferðarslys á Moldhaugnahálsi
Fimm slösuðust í árekstri tveggja bíla á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan tvö í dag.
Sjónvarpsfrétt
„Höfum ekki tekið mjög hart á þessu hérna í apríl“
Þrátt fyrir að nagladekk séu bönnuð frá og með fimmtánda apríl ætlar lögreglan á Akureyri ekki að beita sektum fyrr en líða tekur á vorið. Langar raðir í dekkjaskipti heyra nú sögunni til.
Ekið á hjólreiðamann á Bakkafirði
Ekið var á hjólreiðamann á Bakkafirði um hádegisbil í dag. Ökumaður blindaðist af sól og ók aftan á hjólreiðamanninn sem féll við það í götuna og slasaðist. 
Sjónvarpsfrétt
Sprengingin áminning um eldhættu í Múlagöngum
Sprengingin í Múlagöngum á dögunum er að mati bæjarstjórans í Fjallabyggð áminning um að göngin eru klædd innan með eldfimu efni. Hann undrast að lögregla skyldi ekki tilkynna bæjaryfirvöldum strax um atburðinn.
Sprengdu heimagerða sprengju í Ólafsfjarðargöngum
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni í kjölfar þess að heimagerð sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum. Tjón af völdum sprengingarinnar er talið nema milljónum króna og orsakaði meðal annars ljósleysi í Ólafsfjarðargöngum.