Færslur: Lögreglan á Austurlandi

Lögregla varar við svikapósti
Lögreglan á Austurlandi varar við tölvupóstsendingum frá óprúttnum sem kynna sig sem lögreglu og hóta viðtakanda handtöku.
07.07.2022 - 15:17
Ók í sjóinn í Neskaupstað
Erlend kona slapp með skrekkinn í morgun þegar hún ók fram af grjótgarði í Neskaupstað og endaði bíllinn í sjónum. Þetta gerðist við bensínstöð Orkunnar í bænum en hún ætlaði að skilja bílaleigubílinn eftir þar á stæði fyrir slíka bíla.
02.07.2022 - 12:48
Gaf sig fram eftir að hafa keyrt á álftina
Ökumaður hefur gefið sig fram við lögregluna á Austurlandi og kveðst hafa ekið á álft við bæinn Kross í Fellum.
Seyðfirðingar beðnir um að halda sig inni
Slæmt veður er á öllu Austurlandi og biður lögreglan á Austurlandi íbúa Seyðisfjarðar að halda sig innandyra. Austfirðingar eru hvattir til að huga að lausamunum.
03.01.2022 - 11:24
Covid-sýnataka frestast vegna veðurs
Ekkert verður af áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun vegna mjög slæmrar veðurspár. Gul veðurviðvörun vegna norðvestan storms eða roks gildir á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum þar til síðdegis á morgun.
Útbreiðsla veirunnar á Austurlandi aldrei meiri
Um tuttugu greindust með kórónuveiruna síðustu tvo daga eftir um 200 sýnatökur á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi en greiningu sýna er ekki lokið.
31.12.2021 - 14:13
Vopnalagabrot á Austurlandi til rannsóknar lögreglu
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hótanir með skotvopni gegn fólki sem dvaldi í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði síðastliðna nótt. Grunur leikur á að þrjár rjúpnaskyttur sem gistu í nálægum bústað eigi hlut að máli.
Viðtal
Lögreglumenn fóru austur í gærkvöldi til rannsókna
Lögreglan á Austurlandi skaut og særði vopnaðan mann á Egilsstöðum í gærkvöldi. Enginn lögreglumaður varð fyrir skoti. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan var kölluð út laust eftir klukkan tíu í gærkvöld eftir að skothvellir heyrðust. Að sögn sjónarvotta tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að yfirbuga manninn. Þeirri atburðarás lauk með því að maðurinn var skotinn. 
Myndband
Lögreglan skaut byssumann á Egilsstöðum
Lögreglan skaut byssumann á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Maðurinn er á lífi en fréttastofa hefur að öðru leyti ekki upplýsingar um ástand hans og lögregla verst allra fregna.
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
Banaslys í Fljótsdal á Austurlandi
Banaslys varð í Fljótsdal á Austurlandi í dag. Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um konu sem hafði slasast í fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals um klukkan 14. Hún lést af völdum áverkanna sem hún varð fyrir.
21.07.2021 - 19:13
Ekki sérstakar Covid-ráðstafanir á Austurlandi
Fjöldi manns hyggst halda austur á land næstu daga, bæði vegna einmuna veðurblíðu og margvíslegra skemmtana sem fyrirhugaðar eru þar í fjórðungnum. Lögreglan segir skipuleggjendur hafa varann á sér í ljósi nýrra Covid-tilfella en verður að óbreyttu ekki með sérstakan viðbúnað vegna smita.
Mannabein fundust í fjöru á Vopnafirði
Lögreglan á Austurlandi fékk tilkynningu í morgun um að mannabein hefðu fundist í fjöru á Vopnafirði.
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Arnar er fundinn
Arnar Sveinsson, sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir 2. desember síðastliðinn, er fundinn erlendis heill á húfi. Síðast hafði spurst til hans í Berlín í september, en hann fór til Þýskalands nokkru áður.
Appelsínugul viðvörun vegna úrkomu á Austfjörðum
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Austfjörðum vegna áframhaldandi úrkomu. Viðvörunin tekur gildi klukkan 17 í dag og má búast við talsverðri úrkomu fram á kvöld. Þá dregur aðeins úr henni fram til klukkan 17 á morgun þegar bætir í að nýju. Bjarki Borgþórsson, eftirlitsmaður Veðurstofunnar og lögregluþjónn á Seyðisfirði, segir að í gær hafi brostið sprunga sem fylgst hafi verið með frá árinu 2002.
16.12.2020 - 17:00
Leituðu að manni sem var ekki týndur
Um það bil fimmtíu björgunarsveitarmenn voru kallaðir til á níunda tímanum í kvöld til að leita að manni á Breiðdalsvík sem reyndist svo ekki týndur. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Lögreglunni á Austurlandi í samtali við fréttastofu. Hann segir að leitin hafi byggst á misskilningi. „Í nútímasamfélagi eru gerðar kröfur um að fólk sé alltaf með símann á sér og þá kvikna áhyggjur ef fólk er sambandslaust,“ segir hann. 
17.11.2020 - 23:01
Stúlkur lentu í sjálfheldu í Eyvindará
Tvær stúlkur, ellefu og tólf ára, lentu í sjálfheldu í Eyvindará síðdegis í dag. Þær bárust niður með straumharðri ánni að flúð uns foreldrar þerirra komu þeim til bjargar. Tilkynning barst lögreglu vegna óhappsins um korteri fyrir sex í kvöld.
14.08.2020 - 21:00