Færslur: Lögreglan

Viðbúnaður í Vestmannaeyjum og víðar um land
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum á von á því að stórir hópar brottfluttra Eyjamanna flykkist heim um helgina auk gesta. Þó að Þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst komi fjölskyldur og vinahópar saman og haldi í hefðina. Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglu um helgina og þrefalt fleiri á vakt en alla jafna. Flestar hátíðir hafa verið blásnar af og víða býst lögregla við rólegri verslunarmannahelgi, viðbúnaður hefur þó verið aukinn á sumum stöðum og bætt í umferðareftirlit.
Myndskeið
„Hirðum af honum byssuna og drepum hann með henni.“
Lögreglumenn sem voru á vakt þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington í janúar lýsa kynþáttaníði, morðhótunum og ofbeldi af hálfu innrásarhópsins. Skýrslutaka sérstakrar rannsóknarnefndar vegna innrásarinnar hófst í dag.
27.07.2021 - 22:20
Umferðarslys í mikilli þoku á Hellisheiði
Umferðarslys varð efst í Kömbunum á Hellisheiði nú rétt fyrir klukkan 18. Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á veginum í óákveðinn tíma.
23.07.2021 - 18:22
Allir fangaklefar fullir eftir nóttina
Mjög annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og ekki tókst að rita dagbók lögreglu fyrr í dag vegna þessa. Í henni segir að talsvert hafi verið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál með þeim afleiðingum að allir fangaklefar fylltust. Einnig var mikið um að fólk væri að aka bifreiðum undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Skila þurfi frelsinu sem fólk afsalaði sér
Upplifun Borgarstjórnar er sú að skila þurfi aftur því frelsi sem borgarbúar afsöluðu sér í byrjun kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði Alexandra Briem forseti Borgarstjórnar í umræðu um opnunartíma skemmti- og veitingastaða í kvöldfréttum RÚV í kvöld. 
09.07.2021 - 21:37
Handteknir á skrifstofu ÚTL og vísað úr landi
Tveir Palestínumenn voru handteknir á skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í gær. Mennirnir voru þangað komnir til að sækja sér bólusetningarvottorð, en þeir voru leiddir út í járnum. Þeir eru í þessum skrifuðu orðum á flugi á leið til Grikklands eftir að hafa verið vísað úr landi.
Alls 93 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt
Nóttin var annasöm hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls hafa 93 mál verið skráð frá því í gærkvöld. Mörg verkefnanna tengdust fólki í annarlegu ástandi.
„Sérstaklega slæm helgi” á bráðamóttöku Landspítala
Það var mjög mikið að gera á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um helgina. Um hádegi í dag, sunnudag, höfðu 117 komur verið skráðar á móttökuna á einum sólarhring. Deildarstjórinn segir síðustu tvær nætur hafa verið óvenju erilsamar, sérstaklega vegna mikillar ölvunar. 
Sex ára barn mikið slasað eftir fall úr hoppukastalanum
Sex ára barn liggur mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft á Akureyri í gær. Rannsókn lögreglunnar á Akureyri er hafin á málinu. Sjö börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið með minniháttar áverka, en eitt missti meðvitund.
02.07.2021 - 12:03
Lögregla veitti eftirför í Grafarvogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt, mikið var um veisluhöld í gærkvöldi en fjölmargir útskrifuðust úr Háskólum landsins í gær. Veisluhöldin virðast þó hafa farið vel fram því ekki er á þau minnst í dagbókarfærslu lögreglu.
Viðtal
„Héldum að einn einstaklingur væri kominn í vatnið“
Viðar Arason, sem er í aðgerðastjórn björgunarsveitaraðgerða á Suðurlandi, minnir á mikilvægi öryggisbúnaðar og segir að óvanir eigi ekki erindi á vatnið. Alvarleg slys hafi orðið á Þingvöllum og vatnið sé mjög kalt, allan ársins hring. En mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og þær gátu ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 13:07
Þrjár líkamsárásir í nótt og mikill erill hjá lögreglu
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjár líkamsárásir í gærkvöld og þónokkuð hafi verið um ölvun í borginni.
Maðurinn kominn úr lífshættu eftir hnífsstungu
Maðurinn sem stunginn var með hnífi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags er kominn úr lífshættu.
16.06.2021 - 14:07
Liggur á gjörgæslu eftir hnífsstungu í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa stungið karlmann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala.
Telur að aðgerðir Europol muni hafa áhrif hér
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, telur að umfangsmiklar lögregluaðgerðir Europol í gær komi til með að hafa áhrif á glæpahópa hér á landi en þeir eru taldir vera um fimmtán talsins. Um 800 glæpamenn voru handteknir í gær, þar af 155 í Svíþjóð, í umfangsmestu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið í á sviði dulkóðaðra glæpa. Það voru löggæslustofnanir nítján landa í samstarfi við Europol sem stóðu fyrir aðgerðunum.
08.06.2021 - 18:29
Nafn mannsins sem lést í Patreksfirði
Maðurinn sem lést af slysförum fyrir botni Patreksfjarðar á sunnudag hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972.
04.06.2021 - 11:10
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af manneklu
Lögreglumenn hafa miklar áhyggjur af manneklu í lögreglunni og hættulega lágu hlutfalli lærðra lögreglumanna í lögregluliði landsins. Ljóst sé að staða löggæslu á Íslandi hafi versnað til muna eftir að stytting vinnuvikunnar tók gildi um síðustu mánaðamót.
Bílveltur, bílþjófnaður og svefn úti á túnum
Bíl var stolið fyrir utan verslun í Háteigshverfi í gær. Eigandinn hafði skroppið inn og skilið bílinn eftir í gangi. Rúmum tveimur tímum síðar fannst bíllinn og sá sem hafði tekið hann ófrjálsri hendi, sofandi undir stýri undir áhrifum áfengis og fíknefna. Hann var tekinn höndum og vistaður í fangaklefa.
Trampólín og hjólhýsi fuku í veðurhamnum
Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær til að bregðast við foki lausamuna á borð við kerra, trampólína, þakkanta, klæðninga og jafnvel hjólhýsa. Bálhvasst var á suðvesturhorninu í gær enda sinntu björgunarsveitir og lögregla ýmsum útköllum vegna þess fram á tólfta tímann í gærkvöld.
Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Ríkissaksóknari segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldu
Ríkissaksóknari segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum með viðunandi hætti vegna tafa á nauðsynlegum breytingum á hugbúnaði. Snýr það að vörslu og meðferð stafrænna gagna, en ríkissaksóknari gerði athugasemdir við frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála fyrir fimm árum.
Ferðamaður sem átti að vera í sóttkví handtekinn í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði í gærkvöldi hvernig sóttvörnum væri háttað hjá veitingastöðum í miðborginni. Til að mynda var litið eftir hvort gestir væri skráðir samkvæmt reglum. Ferðamaður sem átti að vera í sóttkví var handtekinn á hóteli í nótt.
Takmarkað traust til lögreglunámsins í HA
Svo miklar brotalamir eru í kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri að það er ekki hægt að treysta skólanum nægilega vel til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.
Finnst tilætlunarsemi að vaða út í óvissuna að gosinu
Samgönguráðherra segir það tilætlunarsemi af fólki að vaða út í óvissuna til að skoða eldgos og treysta á björgunarsveitir sem hafi staðið vaktina vikum saman. Þingmaður Pírata segir að búa verði betur að lögreglu á svæðinu.
16 ára piltur sleginn í höfuðið með hamri á Akureyri
Sex ungir piltar voru handteknir eftir meiriháttar líkamsárás við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri á sunnudagskvöld. Sextán ára piltur var sleginn í höfuðið með hamri í árásinni. Hinir handteknu voru vistaðir í fangelsinu á Akureyri. Málið tengist viðskiptum með merkjavöru.
23.03.2021 - 11:15