Færslur: Lögreglan

Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.
Kona með barn slapp naumlega undan bíl á göngugötu
Hársbreidd munaði að ekið yrði á konu með ungt barn á göngugötu á Laugavegi í morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þetta sýna hvað geti gerst á göngugötum þar sem engar hindranir séu fyrir bílaumferð.
Ríkislögreglustjóri vill að fleiri leiti til neyðarlínu
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, kynnti á ráðstefnu Advania í dag nýja þolendagátt á heimasíðu lögreglu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Gáttin gerir þeim sem hafa kært kynferðisofbeldi að fylgjast með biðtíma málsins í kerfi lögreglu. Vinna við gáttina hefur staðið yfir síðustu tvö ár og verður hún kynnt formlega síðar þegar hún er fullbúin.
Lögreglan fær húsnæði sem losnar við lokun fangelsisins
Bætt verður við fjórum stöðum hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra í kjölfar lokunar fangelsinsins á Akureyri. Þá verða gerðar breytingar á húsnæðinu til að mæta aukinni húsnæðisþörf lögreglunnar.
07.09.2020 - 17:56
Svíkja fólk og senda hvorki síma né tölvur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkur fjársvikamál, sem öll eru af svipuðum toga. Svikin eiga sér stað á netinu þar sem fólk hefur í góðri trú keypt síma og tölvur á sölusíðum. Seljandinn, sem segist búa utan höfuðborgarsvæðisins, lofar að senda varninginn í pósti um leið og greiðslan berst. Engir símar eða tölvur berast hins vegar kaupendunum og í ljós kemur að kvittun sem seljandinn sendir er fölsuð.
Korthafar tapa háum upphæðum á kortasvindli
„Undanfarnar vikur hafa óprúttnir aðilar reynt að nálgast korthafa með tölvupósti eða sms skilaboðum í nafni þekktra innlendra fyrirtækja og beðið korthafa um að senda persónu- og kortaupplýsingar vegna væntanlegrar endurgreiðslu inn á greiðslukort,“ segir í tilkynningu sem Valitor sendi frá sér í dag. Dæmi séu um að fólk hafi tapað háum upphæðum á slíku svindli og því biður Valitor fólk að vera á varðbergi.
01.09.2020 - 13:21
Leitarhundur lögreglu fann fíkniefni fyrir tilviljun
Buster, leitarhundur lögreglunnar á Suðurnesjum, fann um helgina fíkniefni fyrir hálfgerða tilviljun. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar verið var að viðra Buster á vegslóða við Reykjanesbraut hafi hann vakið athygli lögreglumanns á bíl sem var kyrrstæður á slóðanum. Hundurinn hafi meðal annars tekið eftir álpappír við bílinn. 
01.09.2020 - 10:23
Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum
Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem voru handteknir í tengslum við hópslagsmál sem komu upp í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var mönnunum sleppt að skýrslutöku lokinni.
30.08.2020 - 18:35
Mál Kristjáns Gunnars komið til héraðssaksóknara
Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við Háskóla Íslands er komið til embættis héraðssaksóknara.
Kannast ekki við uppákomu á lögreglustöðinni
„Þetta er fullkomlega rangt. Það var engin uppákoma,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um fréttir þess efnis að vísa ætti honum með valdi af lögreglustöðinni.
Tilkynnti ummæli Helga Magnúsar til ríkissaksóknara
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hefur sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, lét um hana falla í gærkvöld.
Réttindalaus með barn í bíl
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði réttindalausan ökumann á níunda tímanum í gærkvöldi. Hann var með barn í bílnum og var málið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Ánægður með traust frá dómsmálaráðherra
Ólafur Helgi Kjartansson, sem lætur af starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum um næstu mánaðamót, segist ánægður með það traust sem dómsmálaráðherra sýnir honum. Ólafur verður sérfræðingur í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu.
Ólafur Helgi hættir sem lögreglustjóri
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, hefur verið settur tímabundið í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, frá 1. september til 1. nóvember næstkomandi.
Boðflennu vísað úr húsi í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna óvelkomins manns á heimili í Hafnarfirði og tók lögregla að að sér að vísa manninum á dyr.
Ólafur Helgi: „Ekki kunnugt um neinar breytingar“
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vita til þess að til standi að gera neinar breytingar á stöðu sinni, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrir um þremur vikum síðan að mál Ólafs væru til skoðunar innan ráðuneytisins eftir að hafa boðið Ólafi flutning í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum.
Tveir lögreglumenn á Norðurlandi eystra í sóttkví
Tveir lögreglumenn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra eru nú í sóttkví eftir að hafa verið nærri smituðum einstaklingi. Nokkrir dagar eru síðan mennirnir voru sendir í sóttkví.
06.08.2020 - 13:05
Brunarannsókn miðar vel - gæsluvarðhald til 11. ágúst
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. júní síðastliðinn miðar vel og er hún langt komin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn daginn sem eldurinn kom upp og hefur hann verið í haldi lögreglu síðan þá á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Ögn rólegra en vanalega um verslunarmannahelgi
Svolítill erill var hjá lögreglunni á Akureyri einkum um miðbik nætur. Mest var um drykkjulæti og hávaða.
45 lögreglumenn særðir eftir mótmæli í Berlín í gær
45 lögreglumenn eru særðir eftir mótmæli í Berlín, höfuðborg Þýskalands, um helgina. Meðal annars fóru fram mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Ráðist að fólki á Hringbraut
Maður vopnaður hnífi réðist fyrir stundu að pari sem sat í bifreið sinni kyrrstæð á rauðu ljósi við Hringbraut. Konan greinir frá þessu á síðu vesturbæinga á Facebook.
Fóru í hlífðargöllum að handtaka foreldri með COVID-19
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á heimili fjögurra barna fjölskyldu í gær vegna erfiðleika annars foreldrisins við að framfylgja reglum um einangrun í heimahúsi. Sá hafði fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gær og í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðrir íbúar á heimilinu hafi verið orðnir úrræðalausir. Eins og stendur er óljóst hver tilkynnti um vandræðin.  
Óboðnir gestir og rof á einangrun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af manni sem sagður var í annarlegu ástandi á heimili sínu, vopnaður hnífum.
Handtaka vegna heimilisofbeldis
Tvö heimilisofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í öðru málinu kom til handtöku og í kjölfarið vistunar í fangageymslu.