Færslur: Lögreglan

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að slagsmálum
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri um helgina. Hún hefur nú undir höndum með upptöku af meintri árás sem sýnir mann á sextugsaldri lenda í átökum við fjóra menn.
Íslendingar samþykkja síður íþyngjandi lögregluaðgerðir
Íslendingar óttast ekki að hryðjuverk verði framin í landinu. Doktor í afbrotafræði segir að þar af leiðandi samþykki Íslendingar síður en aðrar þjóðir ýmsar íþyngjandi aðgerðir lögreglunnar í afbrotavörnum.
12.10.2021 - 09:08
Vara við fölsuðum peningum í umferð á Norðurlandi
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur beðið verslunareigendur og almenning að vera á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að talið sé að seðlarnir séu í umferð í umdæminu.
Íslendings í Svíþjóð enn saknað
Lögreglan í Öland í Svíþjóð leitar enn íslensks manns sem féll af sjósleða úti fyrir strönd borgarinnar Borgholm á laugardag. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er í sambandi við aðstandendur mannsins, segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.
28.09.2021 - 10:31
Drukkinn barði rangt hús að utan og vildi komast inn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um að koma drukknum manni heim til sín eftir að hann hafði farið húsavillt, ekki komist inn og því barið húsið allt að utan. Nokkuð var um ölvun á svæðinu auk þess sem kona hlaut brunasár af djústeikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.
Ferðamaður villtist illa með fulltingi kortaforrits
Erlendur ferðamaður á smábíl fór mjög villur vegar þegar hann með fulltingi smáforritsins Google maps ætlaði að aka að Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann þurfti að leita ásjár lögreglunnar á Suðurnesjum sem leysti úr vanda hans.
Enginn rútufarþeganna í lífshættu
Enginn af þeim farþegum sem slösuðust þegar rúta valt út af vegi við Drumboddstaði í Biskupstungum er í lífshættu. Þetta staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Hópslagsmál og ölvunarakstur í nótt
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri sem og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um hópslagsmál og voru margir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Rafskútur reynst vel á Akureyri
Rafskútuleigur eru starfandi víða um land, þar á meðal á Akureyri. Lögreglan á Akureyri segist ekki hafa þurft að hafa afskipti af málum tengdum rafskútum enn sem komið er.
01.08.2021 - 18:24
Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
Viðbúnaður í Vestmannaeyjum og víðar um land
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum á von á því að stórir hópar brottfluttra Eyjamanna flykkist heim um helgina auk gesta. Þó að Þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst komi fjölskyldur og vinahópar saman og haldi í hefðina. Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglu um helgina og þrefalt fleiri á vakt en alla jafna. Flestar hátíðir hafa verið blásnar af og víða býst lögregla við rólegri verslunarmannahelgi, viðbúnaður hefur þó verið aukinn á sumum stöðum og bætt í umferðareftirlit.
Myndskeið
„Hirðum af honum byssuna og drepum hann með henni.“
Lögreglumenn sem voru á vakt þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington í janúar lýsa kynþáttaníði, morðhótunum og ofbeldi af hálfu innrásarhópsins. Skýrslutaka sérstakrar rannsóknarnefndar vegna innrásarinnar hófst í dag.
27.07.2021 - 22:20
Umferðarslys í mikilli þoku á Hellisheiði
Umferðarslys varð efst í Kömbunum á Hellisheiði nú rétt fyrir klukkan 18. Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á veginum í óákveðinn tíma.
23.07.2021 - 18:22
Allir fangaklefar fullir eftir nóttina
Mjög annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og ekki tókst að rita dagbók lögreglu fyrr í dag vegna þessa. Í henni segir að talsvert hafi verið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál með þeim afleiðingum að allir fangaklefar fylltust. Einnig var mikið um að fólk væri að aka bifreiðum undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Skila þurfi frelsinu sem fólk afsalaði sér
Upplifun Borgarstjórnar er sú að skila þurfi aftur því frelsi sem borgarbúar afsöluðu sér í byrjun kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði Alexandra Briem forseti Borgarstjórnar í umræðu um opnunartíma skemmti- og veitingastaða í kvöldfréttum RÚV í kvöld. 
09.07.2021 - 21:37
Handteknir á skrifstofu ÚTL og vísað úr landi
Tveir Palestínumenn voru handteknir á skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í gær. Mennirnir voru þangað komnir til að sækja sér bólusetningarvottorð, en þeir voru leiddir út í járnum. Þeir eru í þessum skrifuðu orðum á flugi á leið til Grikklands eftir að hafa verið vísað úr landi.
Alls 93 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt
Nóttin var annasöm hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls hafa 93 mál verið skráð frá því í gærkvöld. Mörg verkefnanna tengdust fólki í annarlegu ástandi.
„Sérstaklega slæm helgi” á bráðamóttöku Landspítala
Það var mjög mikið að gera á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um helgina. Um hádegi í dag, sunnudag, höfðu 117 komur verið skráðar á móttökuna á einum sólarhring. Deildarstjórinn segir síðustu tvær nætur hafa verið óvenju erilsamar, sérstaklega vegna mikillar ölvunar. 
Sex ára barn mikið slasað eftir fall úr hoppukastalanum
Sex ára barn liggur mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft á Akureyri í gær. Rannsókn lögreglunnar á Akureyri er hafin á málinu. Sjö börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið með minniháttar áverka, en eitt missti meðvitund.
02.07.2021 - 12:03
Lögregla veitti eftirför í Grafarvogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt, mikið var um veisluhöld í gærkvöldi en fjölmargir útskrifuðust úr Háskólum landsins í gær. Veisluhöldin virðast þó hafa farið vel fram því ekki er á þau minnst í dagbókarfærslu lögreglu.
Viðtal
„Héldum að einn einstaklingur væri kominn í vatnið“
Viðar Arason, sem er í aðgerðastjórn björgunarsveitaraðgerða á Suðurlandi, minnir á mikilvægi öryggisbúnaðar og segir að óvanir eigi ekki erindi á vatnið. Alvarleg slys hafi orðið á Þingvöllum og vatnið sé mjög kalt, allan ársins hring. En mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og þær gátu ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 13:07
Þrjár líkamsárásir í nótt og mikill erill hjá lögreglu
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjár líkamsárásir í gærkvöld og þónokkuð hafi verið um ölvun í borginni.
Maðurinn kominn úr lífshættu eftir hnífsstungu
Maðurinn sem stunginn var með hnífi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags er kominn úr lífshættu.
16.06.2021 - 14:07
Liggur á gjörgæslu eftir hnífsstungu í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa stungið karlmann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala.
Telur að aðgerðir Europol muni hafa áhrif hér
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, telur að umfangsmiklar lögregluaðgerðir Europol í gær komi til með að hafa áhrif á glæpahópa hér á landi en þeir eru taldir vera um fimmtán talsins. Um 800 glæpamenn voru handteknir í gær, þar af 155 í Svíþjóð, í umfangsmestu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið í á sviði dulkóðaðra glæpa. Það voru löggæslustofnanir nítján landa í samstarfi við Europol sem stóðu fyrir aðgerðunum.
08.06.2021 - 18:29