Færslur: Lögreglan

Spegillinn
Eftirspurn hverfur ekki þótt lögregla taki efnin
Prófessor í afbrotafræði telur að haldlagning lögreglu á miklu magni fíkniefna hafi óveruleg áhrif á fíkniefnamarkaðinn. Hann segir að skoða þurfi hvað valdi aukinni eftirspurn. 
16.06.2022 - 10:59
Konan sem lögreglan lýsti eftir fundin
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti um klukkan 17:30 eftir Halldóru Jóhannesdóttur, 81 árs, sem er með alzheimer. Um það bil þrjátíu mínútum síðar sendi lögreglan frá sér aðra tilkynningu þar sem greint var frá því að Halldóra væri fundin.
29.05.2022 - 17:51
„Fjandinn laus“ eftir rólega föstudagsnótt
Eftir rólega föstudagsnótt „varð fjandinn laus“ nýliðna nótt, eins og segir í dagbók lögreglu. Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Tíu manns gistu fangaklefa eftir nóttina fyrir hin ýmsu brot.
29.05.2022 - 08:03
Gleymnum fyrirtækjaeigendum gert að taka niður fána
Nokkuð var um að lögregla þyrfti að hafa afskipti af ökumönnum seint í gærkvöldi og nótt sem ýmist voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, og í sumum tilfellum undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
28.05.2022 - 07:51
Fara fram á að ríkið sjái lögreglufólki fyrir húsnæði
Sveitarstjórn Langanesbyggðar vill að ríkið tryggi lögreglufólki öruggt húsnæði í sveitarfélaginu. Erfitt hefur reynst að fá lögreglu til starfa í Langanesbyggð og víðar vegna húsnæðisskorts.
Sjö gista fangageymslur eftir annasamt kvöld og nótt
Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Til marks um það gistu sjö manns fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu, sem telst nokkuð mikið á virkum degi.
20.05.2022 - 06:58
Ölvaður strípalingur í Laugardal
Laust fyrir klukkan 18 í gær var karlmaður handtekinn í Laugardalnum eftir að hafa berað sig. Viðkomandi var í mjög slæmu ástandi sökum ölvunar og vímuástands, svo slæmu að ekki reyndist unnt að ræða við hann á vettvangi. Er hann því enn í haldi lögreglu og reynt verður að ræða við hann ef víman er runnin af honum í morgunsárið. Að yfirheyrslu lokinni mun lögregla kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum vegna háttsemi mannsins.
19.05.2022 - 07:20
Börn 61% brotaþola í kynferðisbrotamálum
Samkvæmt tölfræði lögreglunnar eru börn meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent. Hlutfallið hækkar síðan í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota.
Tvöfalt fleiri teknir inn í lögreglufræði í haust
Til að bregðast við manneklu í lögreglunni verða teknir inn tvöfalt fleiri nemendur en áður í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri í haust. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku og hefur verkefnisstjóri deildarinnar góðar vonir um að finna 80 hæfa einstaklinga.
04.04.2022 - 15:02
Níu grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt eins og verða vill um helgar. Níu mál eru tilgreind í dagbók lögreglu, þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Í einu tilfelli svaraði ökumaður ekki kalli lögreglu um að stöðva bifreiðina, svo lögregla veitti ökumanni eftirför. Ökumaður nam staðar stuttu síðar, en fór ásamt farþega á hlaupum í burtu frá lögreglu. Þeir náðust stuttu síðar og voru vistaðir í fangaklefa.
02.04.2022 - 08:37
Banaslys á Vesturlandi í gærkvöld
Karlmaður lést um kvöldmatarleitið í gær eftir að hafa lent í slysi nærri Bröttubrekku á Vesturlandi. 
30.03.2022 - 15:15
Lögreglumennirnir koma heim frá Póllandi í nótt
Lögreglumennirnir tveir sem sendir voru til Póllands að liðka fyrir komu flóttamanna frá Úkraínu til landsins koma heim í nótt. Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn landamærasviðs útilokar ekki að fleiri lögreglumenn verði sendir út.
25.03.2022 - 11:41
Fjölga lögreglunemum um helming
Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur af manneklu í lögreglunni og segir að lögreglunemum verði fjölgað um helming í haust. Hann segir að efasemdir séu um að stytting vinnuviku lögreglumanna hafi verið skynsamleg.
25.02.2022 - 19:54
Kastljós
Mannekla í öryggisstéttum ógni öryggi landsmanna
„Að mínu mati erum við komin alveg upp við vegg og kominn í það mikinn vanda að það verður að bregðast við og það strax,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og formaður félags þeirra, um manneklu í stéttinni. Sem er vandamál víða; samtals vantar á þriðja hundrað starfsmanna í lögreglulið landsins, ásamt toll- og fangavörðum, bæði vegna langvarandi manneklu og styttingar vinnuvikunnar. Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa.
Viðtal
Engin þörf á vopnaburði almennrar lögreglu
Aukin notkun skotvopna í undirheimunum veldur lögreglu áhyggjum. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir lögreglu hafa fylgst með þessari þróun í nokkur ár. Almenningur ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af átökunum.
Viðtal
Þolandi kynferðisofbeldis fái meiri aðstoð
Ráðist verður í forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreitni. „Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi.“
Sunnudagssögur
Hélt að barnið væri dáið og það væri komið að sér líka
„Þarna brást heilbrigðiskerfið algjörlega frá A-Ö,“ segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir. Hún og sonur hennar voru bæði hætt komin í erfiðri fæðingu hans og hún upplifði að hún færi út úr líkamanum og væri að kveðja. Ýmsar áskoranir hafa blasað við Jóhönnu sem greindist í sumar með heilaæxli sem þessi æðrulausi húmoristi nefndi Héðin.
Þurfa að leita til almennra borgara við löggæslustörf
Mannekla hjá lögreglunni veldur því að lögreglumenn í dreifbýli þurfa oft að leita til almennra borgara við löggæslustörf og reiða sig á aðstoð í samfélaginu. Félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri segir nauðsynlegt að fjölga hér lögreglunemum. Ísland sé með næstfæsta lögreglumenn í Evrópu miðað við höfðatölu.
12.01.2022 - 16:03
Flutningabíll utanvegar eftir árekstur í Mosfellsbæ
Flutningabíll valt út af þjóðveginum norðan við Mosfellsbæ í kvöld. Að sögn lögreglufulltrúa í umferðardeild rakst fólksbíll utan í bílinn, en nokkur hálka er á veginum.
Maður handtekinn vegna skotárása í Kópavogi
Skotið hefur verið úr loftbyssu á tvö fjölbýlishús í Kórahverfi í Kópavogi sjö sinnum síðan í byrjun desember. Önnur skotárás með loftbyssu varð í Hafnarfirði, sem er talin tengjast málinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú handtekið mann vegna rannsóknarinnar.
Ekki merki um byrlun í málunum þremur á Akureyri
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þremur tilvikum þar sem grunur var um að einstaklingum hefði verið byrlað ólyfjan, er lokið. Í öllum málunum voru tekin blóðsýni fljótlega eftir að grunur vaknaði um byrlun, en ekki fundust nein merki um deyfilyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Umferðarslys undir Hafnarfjalli
Þjóðveginum undir Hafnarfjalli hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Töluverðar umferðartafir eru á veginum en opnuð hefur verið hjáleið um Geldingadraga.
17.12.2021 - 16:39
Tilkynntum kynferðisbrotum fer fjölgandi
Kynferðisbrotum gegn börnum fjölgaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölfræði frá ríkislögreglustjóra. 
25.11.2021 - 13:49
Felur ríkislögreglustjóra að kanna umdeilda fullyrðingu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því að ríkislögreglustjóri taki til skoðunar fullyrðingar lögmanns um meinta mismunun við rannsókn kynferðisbrotamála.
Lögreglumenn gagnrýna ummæli lögmanns og vilja rannsókn
Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki ummæli lögmanns um meinta mismunun lögreglu þegar kemur að rannsókn nauðgunarmála. Lögreglumenn gagnrýna ummælin harðlega og líta á þau sem aðför að þeirra starfsheiðri.
09.11.2021 - 08:35