Færslur: lögregla

Fengu 723 ára dóm fyrir hlaðborðssvik
Eigendur veitingastaðar nokkurs á Taílandi voru nýlega dæmdir til 723 ára fangelsisvistar fyrir svik. Mennirnir  tveir, Apichart Bowornbancharak og Prapassorn Bawornban, seldu gjafabréf á sjávarréttahlaðborð sem boðið var upp á á veitingastað þeirra á sannkölluðu gjafverði.
12.06.2020 - 07:49
Átta ára til rannsóknar vegna leikfangaseðla
Svissneska lögreglan tók átta ára dreng til rannsóknar eftir að hann fór með leikfangapeningaseðil út í búð og spurði hvort hann gæti borgað með þeim.
11.06.2020 - 11:54
Tryggingargjald Chauvins er 1,25 milljón dalir
Derek Chauvin, sem ákærður hefur verið fyrir að hafa myrt George Floyd með því að þrýsta að hálsi hans í tæpar níu mínútur, kom fyrir dómara í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag þar sem upphæð tryggingargjalds hans var kveðin upp,  1.250.000 bandaríkjadalir.
08.06.2020 - 23:04
Var Brückner valdur að hvarfi þriggja barna?
Christian Brückner, sem er grunaður um að vera valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, er nú til rannsóknar í tengslum við hvarf tveggja annarra barna. Fimm ára stúlku í Þýskalandi og sex ára drengs í Portúgal. 
06.06.2020 - 11:24
Þjóðaröryggisráðgjafi: Ekkert kynþáttahatur
Robert O' Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hefur þvertekið fyrir að kynþáttahatur væri innbyggt í hugarfar löggæslufólks í Bandaríkjunum.
01.06.2020 - 02:12
Þjóðvarðlið kallað til í Minneapolis og St. Paul
Upptaka úr öryggismyndavél við veitingahús í Minneapolis virðist stangast á fullyrðingar lögreglu um að George Floyd hafi streist á móti við handtökuna sem leiddi til dauða hans á mánudag.
29.05.2020 - 01:34
Mál Kristjáns Gunnars er enn til rannsóknar
Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við Háskóla Íslands er enn í rannsókn. Þetta segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 
Tvö ung börn skilin eftir á götunni í Árósum
Tvö ung börn fundust við Park Allé-stræti í miðborg Árósa í Danmörku í gær, ein og yfirgefin. Dönskum lögregluyfirvöldum hefur ekki tekist að bera kennsl á börnin eða hafa upp á aðstandendum eða foreldrum þeirra.
15.12.2019 - 19:09
Erlent · lögregla · Börn · Árósir · Danmörk
Gengu hvor í sína áttina að slagsmálum loknum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál fyrir utan vínveitingastað í Kópavogi snemma morguns. Þegar lögregla kom á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin. Áverkar mannanna voru minni háttar og gengu þeir hvor í sína áttina að loknum afskiptum lögreglu. Engar kærur voru lagðar fram vegna málsins.
Náðu þjófi vegna skófara á vettvangi
Lögreglan á Suðurnesjum handsamaði þjóf á leið úr landi með því að kanna skóbúnað hans og bera saman við skóför sem fundust á vettvangi.
Ólétta konan komin til Albaníu
Tuttugu og sex ára kona frá Albaníu, sem komin er 35 vikur á leið, maki hennar og tveggja ára barn, eru komin til Albaníu. Þeim var vísað úr landi í gær, þrátt fyrir læknisvottorð um að það væri óráðlegt.
06.11.2019 - 09:50
Þekktur æsingamaður bíður brottvísunar
Norska lögreglan handtók tuttugu og fimm manns sem mótmæltu samkomu hægriöfgamanna í Osló í Noregi í gær. Greg Johanson, þekktur bandarískur æsingamaður, sem halda átti erindi á samkomunni, var þá einnig handtekinn og bíður nú brottvísunar, að sögn talsmanns lögreglu.
03.11.2019 - 21:03
Viðtal
Með stærri verkefnum sprengjusérfræðinganna
Brugðist var rétt við með því að kalla eftir aðstoð í gær, segir Jónas Karl Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Starfsmenn Gröfuþjónustunnar í Njarðvík óskuðu eftir aðstoð sprengjusérfræðinga í gær þegar þeir tóku eftir því að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni í eigu fyrirtækisins væru farin að líta illa út. Óheppilegt er að efnið hafi komist í þetta ástand, segir Jónas.
02.11.2019 - 20:50
Eigendur sprengiefnisins tilkynntu það
Gröfuþjónustan í Njarðvík átti sprengiefnið sem lögregla, Landhelgisgæsla og samstarfsaðilar fjarlægðu úr gámi í Njarðvík í gær. Í gærmorgun tóku starfsmenn Gröfuþjónustunnar eftir því að dínamítið væri farið að líta illa út og kölluðu því eftir aðstoð sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Í kjölfarið hófust umfangsmiklar aðgerðir lögreglu, Landhelgisgæslu og samstarfsaðila.
02.11.2019 - 14:43
Auglýst eftir tilboðum í einkennisfatnað
Ríkiskaup auglýsa eftir tilboðum í einkennisfatnað lögreglu fyrir hönd ríkislögreglustjóra. Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa gagnrýnt rekstur embættisins að undanförnu. Varaformaður Landssambandsins sagði nú á dögunum að villta vestrið ríki í fatamálum lögreglumanna, með tilheyrandi kostnaði.
20.09.2019 - 23:27
Sjö bíla árekstur á Kringlumýrarbraut
Sjö bílar rákust saman á Kringlumýrarbraut á hádegi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið sé nú í rannsókn. Minniháttar slys hafi verið á fólki. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru í það minnsta tveir fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Umferðarteppa sem myndaðist er nú gengin yfir.
Hagkvæmt að stunda vinnumansal á Íslandi
Mikill fjárhagslegur ávinningur getur falist í því að stunda vinnumansal fyrir skipulagða glæpahópa. Þá er íslensk löggjöf þannig að erfitt er að sækja mansalsmál og viðurlög við vinnumansali eru væg.
16.06.2019 - 10:02
Ræddu stöðuna hjá lögregluembættum
Dómsmálaráðherra segir ekki hægt að halda öðru fram en að löggæslan á höfuðborgarsvæðinu hafi verið efld á síðustu árum, svo um muni. Staðan horfi til bóta. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir að það vanti 80 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu og flótti sé úr stéttinni.
05.03.2019 - 22:10
Viðtal
Talsvert mörg burðardýr fluttu inn efnin
Tvö eru í haldi fyrir fíkniefnasmygl, einkum frá Spáni til Íslands. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn segir nýtt að Reykjavíkurflugvöllur sé notaður til að koma efnum til landsins. Burðardýr fluttu efnin, meðal annars frá Færeyjum. Viðtal við Karl Steinar má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Annasöm nótt hjá lögreglunni víða um land
Lögregla hafði nóg að gera í Vestmannaeyjum, Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Drykkjulæti og hávaði fylgdi skemmtanahaldi, en engin stórvandræði urðu. 
05.08.2018 - 12:14
Brutust inn í þrjú sumarhús á Héraði
Brotist var inn í þrjá sumarbústaði á Héraði í síðustu viku og allmiklu stolið. Lögreglan á Austurlandi handtók fjóra vegna málsins á föstudag og telst málið upplýst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var talsvert þýfi í fórum þeirra. Lögreglan mun verja deginum í að fara í gegnum þýfið og flokka það. Talsvert mikið af verkfærum var stolið, en tveir bústaðir voru enn í byggingu.
25.06.2018 - 11:11
Tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt
Lögregla hafði afskipti af tólf manns vegna fíkniefnamála á tónlistarhátíðinni Secet Solstice í Reykjavík í gærkvöld. Þá var tilkynnt um tvær líkamsárásir í Laugardalnum í gærkvöld og nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
25.06.2018 - 06:52
Auka sýnileika lögreglu á stórum viðburðum
Sýnileiki lögreglunnar verður aukinn í kringum stóra viðburði í höfuðborginni á næstu vikum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk kalli eftir auknum sýnileika löggæslu.
15.06.2018 - 12:12
Líkfundur í Kópavogi í nótt
Lík fannst við Nýbýlaveg í Kópavogi í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist sem svo að maður hafi fallið af þaki og látið lífið. Lögregla rannsakar atvikið en ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
27.04.2018 - 08:30
Viðtal
Gagnrýna pólitísk áhrif á stöðuveitingar
Landssamband lögreglumanna hefur ítrekað gagnrýnt, vegna meintra pólitískra áhrifa á störf lögreglu, að ráðherra skipi yfirmenn í lögreglunni til fimm ára. Formaður sambandsins segir það líka áhyggjuefni að stöður innan lögreglunnar séu oft ekki auglýstar.
13.04.2018 - 16:42
 · Innlent · GRECO · lögregla