Færslur: lögregla

Þúsundir brutu sóttvarnarreglur í Lundúnum
Lúndúnalögreglan hyggst sekta 217 eftir að upp komst um óleyfilega tónleika og fjölmenn veisluhöld í borginni á gamlárskvöld. Þúsundir komu saman víða um borgina þrátt fyrir strangar reglur sem banna fjölmennar samkomur.
Dauði manns í Minneapolis verður rannsakaður í þaula
Lögregluyfirvöld í Minneapolis birtu upptökur úr búkmyndavél lögreglumanns sem átti þátt í aðgerðum á miðvikudag sem leiddu til dauða manns. Það er í fyrsta sinn sem lögregla verður nokkrum að bana í borginni síðan George Floyd dó í maí síðastliðnum. Í kjölfar andláts hans blossuðu upp mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víða um heim.
Talsverður erill hjá lögreglu og slökkviliði
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fimmtán sinnum eftir miðnætti og átján sinnum alls til að slökkva elda í ruslagámum. Að sögn varðstjóra var aldrei hætta á ferðum og ekki varð umtalsvert tjón. Sömuleiðis var mikill erill hjá lögreglunni.
Á annað þúsund tilkynningar vegna sóttvarnarbrota
Um 1.200 tilkynningar vegna grunsemda um brot gegn reglugerðum um sóttvarnir, sóttkví eða einangrun bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.
Færri innbrot og nauðganir en meira um heimilisofbeldi
Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um tæp 14 prósent á árinu 2020 og kynferðisbrotum um 29%. Þetta kemur fram í bráðabirgðasamantekt Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið.
Skotglaðir trufla kvöld- og næturfrið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar tilkynningar um hávaða og ónæði af flugeldum í gærkvöld og í nótt. Ekkert hverfi eða bæjarfélag er þar undanskilið.
Ónæði af flugeldum um allt höfuðborgarsvæðið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði af völdum sprengiglaðra í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöld og nótt.
Hávær tónlist og tilraun til innbrots
Maður nokkur reyndi að brjóta sér leið gegnum glugga inn í íbúð í Háaleits- og bústaðahverfi eldsnemma í morgun. Sá sem að verki var komst undan á flótta en hafði í hótunum við húsráðanda sem missti af innbrotsmanninum.
Ölvaðir reyndu að komast inn í ókunn hús
Ölvaður maður æddi inn í hús í Garðabæ í gærkvöldi að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sá á yfir höfði sér ákæru fyrir innbrot og skemmdarverk.
Grímulaus veittist að afgreiðslumanni í verslun
Síðdegis í gær réðist viðskiptavinur að starfsmanni verslunar í Breiðholti, sem hafði farið fram á að hann bæri grímu innandyra. Í dagbók lögreglu kemur fram að starfsmaðurinn meiddist ekki alvarlega. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður með morgninum,
Ökumaður stöðvaður á Selfossi eftir vítaverðan akstur
Akstur fólkbifreiðar var stöðvaður í hringtorgi vestan Selfoss með því að lögreglubifreið var ekið utan í hana.
Veitingamenn virðast hafa náð tökum á sóttvarnarreglum
Ástand var almennt mjög gott á þeim stöðum sem lögregla heimsótti í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn gengu niður Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti.
Vopnalagabrot og flugeldi kastað inn um glugga
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann síðdegis í gær, grunaðan um þjófnað, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Fjöldi hnífa og skotvopna fannst á heimili mannsins sem er í haldi lögreglu.
Aurskriða hrífur hús með sér á Seyðisfirði
Aurskriða sem féll úr Nautaklauf á Seyðisfirði hreif húsið Breiðablik við Austurveg af grunni sínum og bar það út á götu um klukkan þrjú í nótt.
18.12.2020 - 03:46
Sóttvarnir veitingahúsa almennt til fyrirmyndar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti á annan tug veitingahúsa í miðborg Reykjavíkur heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar segir að flestir hafi verið til fyrirmyndar en á fjórum stöðum hafi þurft að benda á eitthvað sem betur mætti fara.
Skemmdarverk og brot á sóttvarnarlögum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um brot á sóttvarnarlögum á veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi.
Þvotti stolið og brotist inn í hraðbanka
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um kvöldmatarleytið í gær sem voru grunaður um að hafa brotist inn í hús á póstnúmerasvæði 105. Þeir gista nú fangageymslur.
Þvottavél stolið meðan á þvotti stóð
Íbúi í fjölbýlishúsi í miðborg Reykjavíkur varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í gærkvöldi að þvottavélinni hans var stolið á meðan hann þvoði fötin sín.
Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu er að finna áttatíu og fjórar skráningar og alls gista ellefu manns fangageymslur.
Bíl ekið á hús í Breiðholti
Bíl var ekið á hús í Neðra-Breiðholti í gærkvöldi og yfirgefinn. Vitni var að atburðinum og skráningarnúmer og gerð ökutækis eru þekkt. Málið er í rannsókn.
Mikil mótmæli í Brasilíu vegna dauða þeldökks manns
Lögregla í brasilísku borginni Porto Alegre beitti í gær táragasi og gúmmíkúlum til að leysa upp mótmæli framan við stórmarkað Carrefour-verslunarkeðjunnar.
24.11.2020 - 05:52
Lögregla leysir upp flóttamannabúðir í miðborg Parísar
Lögregla beitti táragasi í gærkvöldi þegar hún leysti upp flóttamannabúðir sem komið hafði verið upp á Place de la Republique í hjarta Parísar.
24.11.2020 - 04:14
Fingralangir gripnir á vespum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt hendur í hári karlmanns sem hafði gerst fingralangur í Gerðunum í Reykjavík. Hann hafði reynt að komast undan á vespu en var hlaupinn uppi.
Olli skemmdum á sjö bifreiðum
Kona er grunuð um að hafa valdið tjóni á sjö bifreiðum í Höfðahverfi í Reykjavík í nótt. Í dagbók Lögreglunnar í Reykjavík kemur fram að eignatjón hafi verið nokkuð en meðal annars voru rúður brotnar í bifreiðunum.
Þóttust vera smitaðir af COVID-19
Fjórar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þau sem fyrir árásunum urðu virðast ekki hafa meiðst alvarlega.