Færslur: lögregla

Vinstri græn bíða með afgreiðslu á lögreglufrumvarpi
Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og auknar heimildir lögreglu til rannsókna var ekki afgreitt úr þingflokki Vinstri grænna í dag. Frumvarpið var hins vegar afgreitt úr þingflokki Sjálfstæðismanna og Framsóknar.
Um þriðjungur útgjalda til hernaðar- og öryggismála
Rússnesk stjórnvöld munu verja nær þriðjungi allra ríkisútgjalda næsta árs til hernaðar-, varnar- og öryggismála, samkvæmt samantekt sem unnin var upp úr drögum að fjárlagafrumvarpi næsta árs fyrir Reuters-fréttastofuna. Af henni má ráða að fjárveitingar upp á 9,4 billjónir rúblna, jafnvirði tæplega 22 billjóna króna (21.750 milljarða), renni til hers, öryggis- og njósnastofnana, ákæruvalds, lögreglu og fangelsismála árið 2023.
Stríðshetja yfirbugaði árásarmann í næturklúbbi
Bandarísk, orðum prýdd stríðshetja hefur verið hyllt mjög eftir að hafa við annan mann stöðvað byssumann á næturklúbbi hinsegin fólks frá því að myrða eða særa fleiri en hann þó gerði.
Hyllt sem hetjur eftir að hafa yfirbugað byssumann
Lögregla í Colorado-ríki í Bandaríkjunum segir hetjulega framgöngu gesta hafa komið í veg fyrir frekara blóðbað þegar ungur maður hóf skothríð inni á skemmtistað hinsegin fólks.
Minnst þrír særðust í stunguárás á skemmtistað
Að minnsta kosti þrír særðir menn voru fluttir með sjúkrabílum af skemmistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur laust eftir miðnættið. Talið er að þeir hafi verið stungnir.
Allt á floti í Grænlandshverfi Oslóborgar
Allt er á floti í Grænlandshverfinu í miðborg Oslóar, höfuðborgar Noregs, eftir að vatnsleiðsla sem liggur undir einni götu hverfisins fór í sundur. Björgunarlið var kallað til vegna lekans í nótt en ekki liggur fyrir hversu mikið vatn hefur flætt inn í hús á svæðinu.
17.11.2022 - 05:57
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Vatnsleki · Flóð · lögregla · Vatnsveitur
Yfirgefa heimili sín vegna ósprunginnar sprengju
Sprengjusérfræðingar norska hersins hyggjast í fyrramálið granda sprengju úr síðari heimsstyrjöld sem fannst í akri á dönsku eynni Als á Suður-Jótlandi. Nokkur hundruð þurfa að yfirgefa heimili sína vegna þessa.
16.11.2022 - 01:12
Enn eitt morðið framið í sænsku borginni Gävle
Ungur maður fannst látinn utandyra í Söderhverfinu í sænsku borginni Gävle í kvöld. Lögregla rannsakar málið sem morð en hún var kölluð út til aðstoðar ásamt sjúkraliði um klukkan tíu í kvöld að staðartíma.
16.11.2022 - 00:21
Meintur innbrotsþjófur reyndist innlyksa viðskiptavinur
Svo virðist sem viðskiptavinur fyrirtækis í miðborg Reykjavíkur hafi sofnað þar og orðið innlyksa fram á nótt. Alls komu 42 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt.
Telja átta ára þýskri stúlku haldið heima nær alla ævi
Talið er að þýskri stúlku á níunda ári hafi nánast aldrei alla ævina verið hleypt út af heimili sínu í sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál stúlkunnar en nánasta fjölskylda hennar er grunuð um frelsissviptingu.
Níu skotin fyrir utan öldurhús í Fíladelfíu
Nokkrir vopnaðir menn réðust að og skutu níu manneskjur fyrir utan öldurhús í bandarísku borginni Fíladelfíu í gærkvöld. Lögregla segir ástand tveggja mjög alvarlegt en hinna nokkuð stöðugt. Árásarmannanna er leitað.
06.11.2022 - 06:55
Lögregla hefur endurheimt olíuhöfn úr höndum glæpamanna
Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa náð helstu olíubirgðahöfn landsins á sitt vald. Voldug, vopnuð glæpagengi hafa ráðið þar ríkjum undanfarna mánuði en átök standa enn yfir á svæðinu.
Rútur með lögreglufylgd á Keflavíkurflugvelli
Leiguflugvél tók á loft frá Keflavíkurflugvelli klukkan tíu mínútur yfir fimm á leið til Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Talið er að um borð hafi verið hælisleitendur sem vísað var úr landi. Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í nótt þar sem tvær rútur voru við vélina sem beið á vellinum. Önnur rútan var þéttsetin lögreglumönnum en dregið var fyrir glugga hinnar. Lögreglumaður staðfesti í samtali við fréttastofu að einhvers konar aðgerð væri í gangi en ekki um eðli hennar.
Dönskum skóla lokað vegna grunsamlegra mannaferða
Gagnfræðaskóli í dönsku borginni Nyborg á Fjóni verður lokaður það sem eftir lifir dags en lögregla rannsakar grunsamlegar mannaferðir umhverfis skólann með fulltingi leitarhunda.
Enn ein skotárásin í sænsku borginni Södertälje
Einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Södertälje, skammt suður af höfuðborginni Stokkhólmi. Skotárásir og morð hafa verið tíð í borginni undanfarið og lögregluyfirvöld þar hafa fengið liðsauka til að bregðast við ástandinu.
Árásarmanna leitað eftir skotárás á Tøyen-torgi í Osló
Mikið lögreglulið leitar nú árásarmanns eða -manna eftir skotárás á Tøyen-torgi í Osló, höfuðborg Noregs. Ungur maður særðist alvarlega í árásinni og var fluttur í skyndingu á sjúkrahús.
22.10.2022 - 22:23
Lögreglu í Manchester gengur vel að grípa innbrotsþjófa
Lögreglu á Englandi og í Wales tekst aðeins að upplýsa sex af hundraði allra innbrota í löndunum tveimur. Ein ensk borg sker sig þó verulega úr undanfarna fimmtán mánuði.
22.10.2022 - 07:10
Svíi handtekinn með milljónir í ferðatösku
Sænskur ríkisborgari var handtekinn á Kaupmannahafnarflugvelli síðdegis í gær með verulegar fjárhæðir erlends gjaldeyris í ferðatösku sinni. Hann er ekki fyrsti Svíinn sem handtekinn er með fúlgur fjár á flugvellinum.
Noregur
Þjóðaröryggisstofnun varar við árásum á raforkukerfið
Norska þjóðaröryggisstofnunin kveðst nokkrum sinnum hafa komið upp um áform um að slökkva á hluta raforkukerfis landsins. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar greinir frá þessu og kveðst vilja kanna hve margir Rússar starfi í norska orkugeiranum.
21.10.2022 - 07:05
Fjölmenn mótmæli fyrirhuguð í Berlín gegn Íransstjórn
Um það bil fimmtíu þúsund hafa skráð sig til þátttöku í samstöðumótmælum með írönskum almenningi sem fyrirhuguð eru í Berlín, höfuðborg Þýskalands, á laugardaginn.
20.10.2022 - 05:51
Dóms- og lögreglumál · Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · mótmæli · Íran · Berlín · Þýskaland · lögregla · Kona · líf · Frelsi · Hamed Esmaeilion · andóf · Teheran · Flugvél
Rannsaka þátt Fogh Rasmussen í þroti lettnesks banka
Lögregluannsókn stendur yfir í Lettlandi vegna meintra efnahagsbrota fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og forsætisráðherra Danmerkur. Málið tengist gjaldþroti þarlends banka fyrir þremur árum.
Norskum flugvelli lokað vegna ferða óþekktra flygilda
Flesland flugvelli við norsku borgina Björgvin var lokað í morgun vegna grunsemda um ferðir dróna í nágrenni hans. Lögreglu barst í nótt tilkynning um að drónar kynnu að vera á sveimi umhverfis flugvöllinn en ókennileg ljós sáust á himni.
19.10.2022 - 06:24
Frakkland
Lögreglumaður ákærður fyrir dráp á óhlýðnum ökumanni
Franskur lögreglumaður sem skaut og banaði ökumanni sem sinnti ekki fyrirmælum lögreglu við umferðareftirlit á föstudag var ákærður fyrir manndráp í gær, sunnudag. Hinn látni er tólfti ökumaðurinn sem skotinn er til bana við þessar aðstæður í Frakklandi það sem af er ári. Lögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald strax á föstudag en leiddur fyrir rannsóknardómara í gær.
17.10.2022 - 03:23
Kafarar rannsaka skemmdirnar á NordStream-gasleiðslunum
Þýski sjóherinn og lögreglan hafa sett saman rannsóknarhóp sem ætlað er að rannsaka skemmdir á NordStream-gasleiðslunum á botni Eystrasalts. Ætlunin er að kafa niður að leiðslunum nærri Borgundarhólmi og mynda skemmdirnar.
10.10.2022 - 05:30
Skólalögregla bæjarins Uvalde leyst upp
Lögregluliðið sem annast öryggi nokkurra skóla í bænum Uvalde í Texas í Bandaríkjunum hefur verið leyst upp. Sameinað skólaráð bæjarins tók þessa ákvörðun í gær.