Færslur: lögregla

Ástralía: Flugmaður talinn hafa myrt tjaldferðalanga
Hálfsextugur atvinnuflugmaður var handtekinn í Viktoríu-ríki í Ástralíu á mánudaginn var, grunaður um að hafa orðið tjaldferðalöngum á áttræðisaldri að bana í mars á síðasta ári.
26.11.2021 - 06:14
Skothríð beint að húsi í Ósló í nótt
Skotið var að byggingu í Hanshaugen hverfinu í Ósló í Noregi í nótt. Lögregla upplýsir að nokkrum skotum var hleypt af en að enginn særðist í skothríðinni.
26.11.2021 - 05:26
Að minnsta kosti fimm látnir eftir árás í Wisconsin
Að minnsta kosti fimm eru látnir og 40 slasaðir eftir að jeppa var ekið á miklum hraða gegnum jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Óttast er að tölurnar eigi eftir að hækka eftir því sem rannsókn miðar áfram.
22.11.2021 - 05:40
Einn er í haldi grunaður um skotárás í Eskilstuna
Karlmaður á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglu í sænsku borginni Eskilstuna grunaður um hafa skotið og sært fjórtán ára dreng þar í borg á laugardaginn. Lögregla rannsakar árásina sem tilraun til morðs.
22.11.2021 - 03:13
Bandaríkin
Jeppa ekið á miklum hraða gegnum skrúðgöngu
Að minnsta kosti tveir eru látnir og vel á þriðja tug slasaðir eftir að jeppa var ekið gegnum árlega jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Lögreglan hefur mann í haldi grunaðan um verknaðinn.
Eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu í flugstöð
Maður á fimmtugsaldri er eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu sem hann hafði í fórum sínum á flugvelli við Atlantaborg í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað meðan starfsmaður í flugstöðinni var að gegnumlýsa tösku byssueigandans.
Unglingur særður eftir skotárás í Eskilstuna í Svíþjóð
Fjórtán ára drengur liggur á sjúkrahúsi í sænsku borginni Eskilstuna eftir að hafa orðið fyrir bysskukúlu ókunns skotmanns. Lögregla leitar nú gerandans.
20.11.2021 - 22:18
Hugðust myrða lögreglumenn með hrottalegum hætti
Tveir sextán ára austurrískir drengir og tvítugur samlandi þeirra viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa ætla að valda lögreglumönnum alvarlegum skaða meðan á mótmælum gegn samkomutakmörkunum stóð.
Þúsundir Bandaríkjadala fuku út úr flutningabíl
Fjöldi fólks taldi sig hafa dottið í lukkupottinn á hraðbraut í Kaliforníu þegar peningavöndlar féllu úr brynvörðum flutningabíl í gær. Hleðsludyr bílsins opnuðust á ferð með þessum afleiðingum.
20.11.2021 - 02:19
Forseti norska Stórþingsins segir af sér
Eva Kristin Hansen, forseti norska stórþingisins hefur sagt af sér en lögreglurannsókn stendur nú yfir á ætluðum brotum sex þingmanna á reglum um notkun íbúða í Ósló í eigu þingsins.
19.11.2021 - 00:36
Ekki tókst að endurheimta skilaboð úr síma Frederiksen
Sérfræðingum dönsku lögreglunnar hefur ekki tekist að endurheimta sms-skilaboð úr símum Mette Frederiksen forsætisráðherra og Barböru Berthelsen ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Skilaboðin voru talin geta innihaldið mikilvægar upplýsingar í minkamálinu svonefnda.
Rapparinn Young Dolph skotinn til bana í Memphis
Bandaríski rapparinn Young Dolph var skotinn til bana í dag í borginni Memphis í Tennessee. Hann var 36 ára að aldri.
18.11.2021 - 03:06
Sakar Baldwin um að hafa spilað rússneska rúllettu
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin er sakaður um að hafa spilað rússneska rúllettu með því að kanna ekki sjálfur hvort byssan sem hann fékk í hendur við tökur á vestranum Rust væri hlaðin.
Lögregla varar við sviksamlegum símtölum
Lögreglan á Norðurlandi eystra varar símtölum úr erlendu númeri þar sem reynt er að telja fólki trú um að það eigi hlut að umferðaróhappi. Jafnvel er uppi grunur að smáforrit eða app sé notað til að hrella fólk með þessum hætti.
Minnst eitt dauðsfall vegna ofsarigningar í Kanada
Að minnsta kosti einn fórst í ofsarigningaveðrinu sem gekk yfir á Kyrrahafsströnd Kanada í gær og fyrradag. Þúsundir neyddust til að yfirgefa heimili sín, víða varð rafmagnslaust og samgöngumannvirki skemmdust.
17.11.2021 - 00:13
Fyrirhuguð mótmæli á Kúbu kæfð í fæðingu
Öryggissveitir á Kúbu komu í veg fyrir fyrirhuguð fjöldamótmæli í landinu í gær. Yfirvöld bönnuðu mótmælin en skipuleggjendur þeirra hugðust hafa bannið að engu.
Mótmæli á Nýja Sjálandi gegn Covid-ráðstöfunum
Þúsundir Nýsjálendinga tóku í morgun þátt í mótmælum gegn hörðum samkomutakmörkunum í landinu. Strangar samkomutakmarkanir og útgöngubann eru meðal þeirra ráða sem nýsjálensk stjórnvöld hafa gripið til svo hamla megi útbreiðslu faraldurins.
Annar bruni í Ósló talinn vera íkveikja
Enn grunar Óslóarlögregluna að eldur í húsi í gamla bænum í borginni hafi kviknað af mannavöldum. Það væri þá í annað sinn á jafnmörgum dögum sem það gerist.
08.11.2021 - 04:30
Rændu strætisvagni og kveiktu í honum
Fjórir menn rændu strætisvagni í Newtownabbey skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í kvöld og kveiktu í honum. Almenningur og stjórnmálamenn eru slegnir yfir atvikinu.
Svíþjóð
Sextán ára piltur í haldi grunaður um manndrápstilraun
Lögregla í bænum Ljungby í suðurhluta Svíþjóðar hefur sextán ára dreng í haldi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maður á tvítugsaldri var fluttur á sjúkrahús síðdegis í dag eftir að ráðist var að honum með eggvopni í miðbæ Ljungby.
Vopnalagabrot á Austurlandi til rannsóknar lögreglu
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hótanir með skotvopni gegn fólki sem dvaldi í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði síðastliðna nótt. Grunur leikur á að þrjár rjúpnaskyttur sem gistu í nálægum bústað eigi hlut að máli.
Flúðu úr flugvél sem lenti með veikan farþega
Loka þurfti einum fjölfarnasta flugvelli Spánar í um fjórar klukkustundir á föstudaginn. Allt lítur út fyrir að flóttamenn hafi gripið tækifærið og komist ólöglega inn í landið.
07.11.2021 - 06:17
Noregur
Rannsaka bruna í veitingahúsi sem íkveikju
Lögreglan í Ósló höfuðborg Noregs rannsakar bruna í veitingahúsi í gamla miðbænum í nótt sem íkveikju. Engan sakaði en lögregla leitar nú mögulegs brennuvargs dyrum og dyngjum í nágrenninu.
07.11.2021 - 04:05
Lögreglurannsókn hafin í Texas á dauða tónleikagesta
Glæparannsókn er hafin í Texas vegna andláts átta ungmenna á tónleikum rapparans Travis Scott í Houstonborg á föstudagskvöldið. Þau látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára.
07.11.2021 - 03:38
Fjórir handteknir á leik Brøndby og Glasgow Rangers
Forystumenn danskrar knattspyrnu hafa áhyggjur af auknu ofbeldi í kringum knattspyrnuleiki. Iðulega sýður upp úr milli áhangenda fótboltaliða og lögregla þarf að hafa afskipti af þeim. Það gerðist seinast í gærkvöldi.
05.11.2021 - 02:35