Færslur: lögregla
Of margir farþegar og beltislaus börn í skjóli nætur
Bíll var stöðvaður miðsvæðis í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt en í ljós kom að hann bar of marga farþega. Þar á meðal voru tvö börn sem ekki voru í öryggisbelti. Málið var afgreitt á staðnum að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.
18.05.2022 - 07:23
Tilkynningum um nauðganir fjölgaði um fimmtung
Alls voru 176 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu fyrstu þrjá mánuði ársins. Lögreglunni á landsvísu bárust 610 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila þessa þrjá mánuði, sem jafngildir sjö slíkum tilkynningum á dag. Um er að ræða 19 prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.
17.05.2022 - 15:36
Fangi og fangavörður handtekin eftir 10 daga á flótta
Strokufanginn Casey White er í loks í haldi Bandarískra lögregluyfirvalda eftir 10 daga á flótta. Fangavörðurinn Vicky White er einnig í haldi, en hún fylgdi honum út úr fangelsinu.
09.05.2022 - 23:00
Mannskæðar árásir við kjörstaði á Filippseyjum
Þrír öryggisverðir féllu í skotárás á kjörstað á sunnanverðum Filippseyjum. Níu særðust þegar handsprengju var varpað á kjörstað fyrr í nótt. Milljónir landsmanna ganga nú að kjörborðinu til að velja sér forseta.
09.05.2022 - 05:40
Árásarmanna leitað logandi ljósi í Ísrael
Mikil leit stendur nú yfir í Ísrael að mönnum sem réðust að og myrtu þrjá. Bylgja ofbeldis hefur riðið yfir landið en árásin var gerð meðan Ísraelar fögnuðu stofndægri ríkisins. Þrír fórust og nokkrir særðust alvarlega í árás sem gerð var í ísraelska bænum Elad nærri Tel Aviv í gær.
06.05.2022 - 03:30
Áfram í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti fjórar vikur
Maðurinn, sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku þann 6. febrúar síðastliðinn, verður áfram í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti fjórar vikur.
05.05.2022 - 08:10
Köstuðu logandi tösku inn í ráðhúsið á Helsingjaeyri
Danska lögreglan hefur handtekið konu, grunaða um að kveikja í ráðhúsinu á Helsingjaeyri á Sjálandi í gær. Lögreglu barst tilkynning klukkan fimm síðdegis um að logandi hlut hefði verið kastað inn um aðalinngang ráðhússins.
03.05.2022 - 01:29
Lögreglumaður ákærður fyrir að bana 12 ára dreng
Bandaríski lögreglumaðinn Edsaul Mendoza hefur verið ákærður fyrir að bana 12 ára dreng í Philadelphiu í Pennsylvaníu.
03.05.2022 - 00:21
Rekja SIM-kort tengt hvarfi Anne-Elisabeth Hagen
Lögregla í Noregi vinnur nú hörðum höndum að rakningu SIM-korts sem talið er tengt síma sem notaður var við undirbúning brottnáms Önnu-Elisabeth Hagen frá heimili sínu árið 2018.
02.05.2022 - 06:54
Banna kanadískum vélhjólamönnum mótmæli við þinghúsið
Kanadískum vélhjólamönnum í mótmælahug verður bannað að safnast saman við þinghúsið í höfuðborginni Ottawa. Flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra stóðu fyrir langvinnum mótmælum fyrr á árinu og stjórnvöld óttast að sagan endurtaki sig.
26.04.2022 - 02:20
Minnst sex slösuðust á bílasýningu í Ósló
Að minnsta kosti sex slösuðust á bílasýningu í Ósló höfuðborg Noregs í dag, þar á meðal börn. Lögregla segir að ekið hafi verið með fólkið í skyndingu á sjúkrahús en að ekki sé vitað hversu illa það slasaðist.
25.04.2022 - 02:00
Lögregla skaut tvo menn til bana í París
Lögreglumenn í París í Frakklandi skutu tvo menn til bana í miðborginni í kvöld. Mennirnir voru í bíl sem ekið var á móti umferð yfir Pont Neuf-brúna í átt að lögreglumönnunum.
25.04.2022 - 00:25
Skotmaður sem særði fjóra í Washington tók eigið líf
Maður sem særði fjóra í skotárás í einu virðulegasta hverfi Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, tók eigið líf áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Lögreglustjóri borgarinnar greindi frá þessu í gærkvöld.
23.04.2022 - 04:40
Öll rafhlaupahjól fjarlægð af götum Þórshafnar
Það telst vera ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðarlög ná yfir. Börn og unglingar hafa notað hjólin en það er stranglega bannað. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðarins Þórshafnar.
23.04.2022 - 03:10
Varð fyrir jarðlest og slasaðist illa
Ungur maður var fluttur á sjúkrahús í Osló, höfuðborg Noregs, eftir að hann varð fyrir jarðlestarvagni á Forskningsparken-lestarstöðinni. Talið er að maðurinn sé alvarlega slasaður en lögreglan telur að um óhapp hafi verið að ræða.
23.04.2022 - 01:50
Björgunarsveitir halda leit áfram í birtingu
Leit verður fram haldið að Svanhvíti Harðardóttur nú þegar birta tekur. Björgunarsveitir gerðu hlé á leitinni laust eftir miðnættið samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá höfðu rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leitað hennar í allan gærdag á stóru svæði í Hafnarfirði og allt í kringum bæinn.
23.04.2022 - 00:48
Hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn á hvarfi McCann
Þýskur afbrotamaður hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar í Portúgal á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann. Fimmtán ár eru liðin frá hvarfi hennar.
22.04.2022 - 18:52
Þinghúsið í Washington rýmt um stundarsakir
Þinghúsið í Washington höfuðborg Bandaríkjanna var rýmt um stundarsakir í kvöld. Lögregla á Þinghúshæð greindi frá mögulegri ógn vegna óvenjulegrar ferðar flugvélar yfir borginni. Forseti fulltrúadeildar þingsins gagnrýndi flugmálayfirvöld harkalega.
21.04.2022 - 02:35
Eldur brann og sprengingar kváðu við
Laust fyrir klukkan fimm í nótt barst tilkynning um eld og sprengingar í bílskúr við Stóragerði. Þegar slökkvilið kom á staðinn kváðu enn við sprengingar og svartur reykur barst frá skúrnum.
20.04.2022 - 06:34
Lögregla í Drammen leitar árásarmanns
Lögreglan í norsku borginni Drammen leitar manns á þrítugsaldri vegna líkamsárása. Enginn meiddist líkamlega í árásunum. Maðurinn réðist aftan að tveimur manneskjum á gangi, tók aðra þeirra kverkataki og kyssti hana á kinnina áður en hann forðaði sér á hlaupum.
20.04.2022 - 03:40
Maðurinn fundinn
Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda í Vesturbænum rétt fyrir klukkan sex. Slökkviliðsbílar, fjórir sjúkrabílar, kafarar og lögreglubílar voru sendir á staðinn.
18.04.2022 - 17:45
Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
12.04.2022 - 07:01
Lík fannst í brunnu bílflaki við vegarkant í Noregi
Mannslík fannst í brunnum bíl sem tilkynnt var um í nótt að stæði við vegarkant í Svelvik suðvestan við höfuðborgina Osló. Tilkynning barst um að bíll stæði í ljósum logum við veginn á öðrum tímanum í nótt.
12.04.2022 - 05:40
Ákæra vegna þungunarrofs felld niður í Texas
Saksóknari í Texas felldi í dag niður ákæru á hendur konu sem var handtekin nokkrum dögum áður eftir að hafa undirgengist þungunarrof. Málið hefur vakið almenna vanþóknun um öll Bandaríkin.
12.04.2022 - 00:20
Sprengja skilin eftir í franskri kirkju
Gestir þurftu að yfirgefa Saint Etienne dómkirkjuna í frönsku borginni Toulouse í gær. Óþekktur maður skildi eftir böggul við morgunmessu sem talið var að innihéldi heimagerða sprengju.
09.04.2022 - 03:15