Færslur: lögregla

Í gæsluvarðhaldi til 6. ágúst vegna brunans í Vesturbæ
Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur, til 6. ágúst, á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 26. júní vegna gruns um aðild að eldsvoða í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs 25. júní.
Sakavottorðið orðið rafrænt
Frá og með deginum í dag er hægt að sækja sakavottorð með rafrænum hætti á Ísland.is. Vottorðið er svokallað einkavottorð sem staðfestir að ekkert brot sé í sakaskrá viðkomandi einstaklings.
08.07.2020 - 19:45
Segir fangelsislokun setja löggæslu á NA-landi í uppnám
Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Þetta gangi gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í byggðamálum og sé gert án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu.
08.07.2020 - 16:38
Lögregla rak partígesti í háttinn
Á níunda tímanum í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um háreysti frá samkvæmi í vesturbæ Reykjavíkur. Voru gestir beðnir um að yfirgefa gleðskapinn, enda kominn tími til að fara í háttinn eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglu.
Tvær konur sluppu naumlega undan grjótskriðu í Esjunni
Á ellefta tímanum í morgun sluppu tvær konur naumlega undan stórri grjótskriðu sem féll í Esjunni. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsl. Lögregla metur nú hvort setja eigi varúðarmerkingar á svæðið.
05.07.2020 - 14:50
Brá fæti fyrir lögreglumann við skyldustörf
Lögreglumaður handleggsbrotnaði við störf í miðborg Reykjavíkur í nótt þegar vegfarandi brá fyrir hann fæti. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir málið litið alvarlegum augum og að það verði kært.
Ráðist á lögreglumann og hann handleggsbrotinn
Meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt voru afskipti af ölvaðri konu á rafskutlu, sem hafði stofnað sjálfri sér og öðrum í hættu og handtaka manns sem gekk um miðborgina vopnaður kylfu. Ráðist var á lögreglumann við störf í miðborginni, hann er talinn vera handleggsbrotinn eftir árásina og þá fékk lögregla fjölmörg útköll vegna hávaða í samkvæmum í heimahúsum.
Líkfundur í Haffjarðardal
Björgunarsveitir fundu lík í Haffjarðardal um hádegisbil í dag. Lögreglan á Vesturlandi segir það vera af karlmanni á sextugsaldri sem saknað hefur verið síðan 30. desember í fyrra. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að mannsins hafi verið leitað með reglulegu millibili síðan þá. Hefði leitin ekki borið árangur í dag, hefði hugsanlega ekki verið leitað oftar.
04.07.2020 - 15:58
Lögregla handtók arnarunga
„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans.“ Svona hefst facebook-færsla lögreglunnar á Vestfjörðum. Færslunni fylgir mynd af fugli sem að sögn lögreglu er arnarungi.
04.07.2020 - 09:05
Þurftu aðstoð lögreglu vegna ölvaðs strætófarþega
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölbreytt að vanda í gærkvöld og í nótt. Meðal þeirra voru þjófnaðarmál, grunur um akstur undir áhrifum og þá þurfti lögregla að veita aðstoð við að vísa ölvuðum manni út úr strætisvagni.
Ákærður fyrir morð og morðtilræði
Breska lögreglan ákærði í dag mann sem myrti þrjá í hnífaárás í Reading um síðustu helgi fyrir morð og morðtilræði. Auk hinna látnu særðust þrír til viðbótar alvarlega í árásinni, sem lögregla rannsakaði sem hryðjuverk.
Lögreglumennirnir lausir úr sóttkví
Átta lögreglumenn á Suðurlandi og þrír Rúmenar sem lögreglan hafði afskipti af vegna brota á reglum um sóttkví, losna úr kvínni í dag.
Tóku COVID-sýni úr lögreglumönnum í þrígang
Tekin hafa verið sýni í þrígang úr lögreglumönnum sem komu að handtöku Rúmena sem voru smitaðir af COVID-19. Sýni voru síðast tekin í gær, en ekkert þeirra reyndist jákvætt. Yfirlögregluþjónn segir að þessar endurteknu sýnatökur hafi verið gerðar í öryggisskyni.
23.06.2020 - 14:54
Geymdu fíkniefni í stuðaranum
Árvekni lögreglumanns á Suðurnesjum sem var á frívakt leiddi til þess að tveir menn sem grunaðir eru um vörslu og sölu fíkniefna voru í síðustu viku staðnir að verki og handteknir.  
Bandaríkin: Enn kallað eftir umbótum í löggæslu
Borgarstjórinn í Atlanta, Keisha Lance Bottoms, kallaði í dag eftir umbótum í lögregluliði borgarinnar. Það gerist í kjölfar þess að mótmæli gegn kynþáttahyggju blossuðu að nýju upp í borginni eftir að lögreglumaður skaut þeldökkan mann til bana á föstudag.
16.06.2020 - 02:41
Fengu 723 ára dóm fyrir hlaðborðssvik
Eigendur veitingastaðar nokkurs á Taílandi voru nýlega dæmdir til 723 ára fangelsisvistar fyrir svik. Mennirnir  tveir, Apichart Bowornbancharak og Prapassorn Bawornban, seldu gjafabréf á sjávarréttahlaðborð sem boðið var upp á á veitingastað þeirra á sannkölluðu gjafverði.
12.06.2020 - 07:49
Átta ára til rannsóknar vegna leikfangaseðla
Svissneska lögreglan tók átta ára dreng til rannsóknar eftir að hann fór með leikfangapeningaseðil út í búð og spurði hvort hann gæti borgað með þeim.
11.06.2020 - 11:54
Tryggingargjald Chauvins er 1,25 milljón dalir
Derek Chauvin, sem ákærður hefur verið fyrir að hafa myrt George Floyd með því að þrýsta að hálsi hans í tæpar níu mínútur, kom fyrir dómara í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag þar sem upphæð tryggingargjalds hans var kveðin upp,  1.250.000 bandaríkjadalir.
08.06.2020 - 23:04
Var Brückner valdur að hvarfi þriggja barna?
Christian Brückner, sem er grunaður um að vera valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, er nú til rannsóknar í tengslum við hvarf tveggja annarra barna. Fimm ára stúlku í Þýskalandi og sex ára drengs í Portúgal. 
06.06.2020 - 11:24
Þjóðaröryggisráðgjafi: Ekkert kynþáttahatur
Robert O' Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hefur þvertekið fyrir að kynþáttahatur væri innbyggt í hugarfar löggæslufólks í Bandaríkjunum.
01.06.2020 - 02:12
Þjóðvarðlið kallað til í Minneapolis og St. Paul
Upptaka úr öryggismyndavél við veitingahús í Minneapolis virðist stangast á fullyrðingar lögreglu um að George Floyd hafi streist á móti við handtökuna sem leiddi til dauða hans á mánudag.
29.05.2020 - 01:34
Mál Kristjáns Gunnars er enn til rannsóknar
Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við Háskóla Íslands er enn í rannsókn. Þetta segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 
Tvö ung börn skilin eftir á götunni í Árósum
Tvö ung börn fundust við Park Allé-stræti í miðborg Árósa í Danmörku í gær, ein og yfirgefin. Dönskum lögregluyfirvöldum hefur ekki tekist að bera kennsl á börnin eða hafa upp á aðstandendum eða foreldrum þeirra.
15.12.2019 - 19:09
Erlent · lögregla · Börn · Árósir · Danmörk
Gengu hvor í sína áttina að slagsmálum loknum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál fyrir utan vínveitingastað í Kópavogi snemma morguns. Þegar lögregla kom á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin. Áverkar mannanna voru minni háttar og gengu þeir hvor í sína áttina að loknum afskiptum lögreglu. Engar kærur voru lagðar fram vegna málsins.
Náðu þjófi vegna skófara á vettvangi
Lögreglan á Suðurnesjum handsamaði þjóf á leið úr landi með því að kanna skóbúnað hans og bera saman við skóför sem fundust á vettvangi.