Færslur: Lögmenn

Aðgerðum ber að vera löglegar, gegnsæjar og tímabundnar
Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands segir viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagastoð skorti fyrir reglugerð um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli, hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar.
Einum öðrum skiptastjóra vikið úr starfi síðustu 10 ár
Brottvikning lögmannsins Lárusar Sigurðar Lárussonar úr starfi skiptastjóra í lok síðasta mánaðar á sér einungis eitt annað fordæmi á síðustu tíu árum. Í því tilviki var lögmaðurinn síðar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt úr dánarbúi.
09.11.2020 - 10:17
Lögmaður áminntur fyrir að hunsa skjólstæðing
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt lögmann sem hunsaði árum saman ítrekaðar símhringingar, smáskilaboð og tölvupóstsendingar skjólstæðings síns, öryrkja sem hafði orðið fyrir tannlæknamistökum, og sinnti máli hans lítið sem ekkert. Nefndin segir að þessi háttsemi lögmannsins sé „verulega ámælisverð og ósamboðin lögmannastéttinni“.
24.10.2018 - 08:45