Færslur: Lögmenn

Fallið frá kynferðisbrotakæru á hendur Bob Dylan
Kona sem sakaði tónlistarmanninn Bob Dylan um kynferðislega misnotkun gegn sér þegar hún var tólf ára, hefur dregið kæru sína til baka. Konan lagði fram kæru í ágúst á síðasta ári og sagði Dylan hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi um sex vikna skeið í apríl og maí 1965.
29.07.2022 - 06:30
Segja Hundaræktarfélagið hafa eyðilagt mannorð mæðgna
Í yfirlýsingu lögmanns konu, sem Hundaræktarfélag Íslands hefur gert brottræka úr félaginu ásamt dóttur sinni, segir að stjórn þess hafi eyðilagt mannorð þeirra, borið þær röngum sökum og lagt í rúst þrjátíu ára kostnaðarsamt áhugamál.
Íhugar málssókn vegna sögusagna um kynleiðréttingu
Brigitte Macron eiginkona Frakklandsforseta ætlar að bregðast við samsæriskenningum þess efnis að hún hafi fæðst karlkyns og hafi farið í gegnum kynleiðréttingarferli.
Höfðar einkamál gegn Scott og öðrum tengdum tónleikunum
Lögmannsstofa í Texasríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn bandaríska rapparanum Travis Scott og þeim kanadíska Drake fyrir að hvetja til upplausnar á tónleikum í Houstonborg á föstudagskvöld.
08.11.2021 - 03:23
Aðgerðum ber að vera löglegar, gegnsæjar og tímabundnar
Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands segir viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagastoð skorti fyrir reglugerð um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli, hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar.
Einum öðrum skiptastjóra vikið úr starfi síðustu 10 ár
Brottvikning lögmannsins Lárusar Sigurðar Lárussonar úr starfi skiptastjóra í lok síðasta mánaðar á sér einungis eitt annað fordæmi á síðustu tíu árum. Í því tilviki var lögmaðurinn síðar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt úr dánarbúi.
09.11.2020 - 10:17
Lögmaður áminntur fyrir að hunsa skjólstæðing
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt lögmann sem hunsaði árum saman ítrekaðar símhringingar, smáskilaboð og tölvupóstsendingar skjólstæðings síns, öryrkja sem hafði orðið fyrir tannlæknamistökum, og sinnti máli hans lítið sem ekkert. Nefndin segir að þessi háttsemi lögmannsins sé „verulega ámælisverð og ósamboðin lögmannastéttinni“.
24.10.2018 - 08:45