Færslur: Logi Pedro Stefánsson

Skapalón
„Því miður þótti þetta ekki nógu gott"
Hönnun skiptir máli. Það er ekki sama hvernig hlutir líta út og að greina á milli þess sem er flott og þess sem er ekki flott getur verið vandasamt. Logi Pedro Stefánsson, stjórnandi þáttanna Skapalón og fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinnar Retro Stefson, veit þetta vel.
19.05.2022 - 09:53
Skapalón
Óskrifað blað og jarðvegur tækifæra
Íslensk hönnun er að mörgu leyti óskrifað blað, segir Linda Björg Árnadóttir, stofnandi Scintilla og doktorsnemi í félagsfræði tísku. Hún segir að straumhvörf hafi orðið með stofnun Listaháskóla Íslands og skortur á tískuhefðum í íslensku samfélagi sé frelsandi fyrir upprennandi hönnuði.
Kynntist nútímalegu afrísku poppi í Síerra Leóne
Önnur breiðskífa Loga Pedro, sem ber heitið Undir bláu tungli, kom út í dag. Platan er hljóðrituð í Síerra Leóne í Vestur-Afríku og hér á landi. Logi sá sjálfur um upptökustjórn en vann þó tvö lög á plötunni með þeim Magnúsi Jóhanni og Arnari Inga.
21.08.2020 - 12:28
Hluti af samfélaginu eða staðalímynd?
Pétur Jóhann hefur beðist afsökunar á myndskeiði sem sýnir hann leika og gera kynferðislegt grín að asískri konu. Í umræðum um rasisma, í kjölfar mótmælaöldu sem geisar í Bandaríkjunum, spyr leikkonan María Thelma Smáradóttir hvers vegna fólki þyki almennt í lagi að hlæja að slíku gríni.
Lestarklefinn
Ósýnilegi maðurinn nær ekki femínísku ætlunarverki sínu
Ný kvikmynd sem byggð er á sígildri skáldsögu H.G. Wells um ósýnilega manninn hefur verið lýst sem mynd sem sniðin sé að eftirmálum #metoo-hreyfingarinnar. Ekki eru allir á einu máli um hversu vel heppnuð myndin sé út frá femínísku sjónarhorni.
10.03.2020 - 09:15
Laugardagslög Loga Pedro
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro gaf á föstudaginn út splunkunýtt lag sem ber heitið Svarta ekkja. Logi tók af því tilefni saman tíu laga lista með uppáhaldslögunum sínum og leyfði okkur að deila honum.
Viðtal
Allir eiga sína svörtu ekkju
Logi Pedro Stefánsson gaf út nýtt lag á dögunum sem heitir Svarta ekkjan. Hann segist ekki ætla að útskýra textann fyrir hlustendum því að hann vill að þeir geti sjálfir túlkað hann að vild og samsamað sig tónlistinni.
20.07.2019 - 12:01
Mynd með færslu
Logi Pedro – Fuðri upp (GOGO)
Glænýtt myndband við lagið „Fuðri upp (GOGO)“ af stuttskífunni Fagri Blakkur sem kom út 21. september. Leikstjórn myndbandins var í höndum Vignis Daða en það var framleitt af Bergþóri Mássyni, Alexis Garcia og Loga Pedro.
28.09.2018 - 13:34
Fagnar því að vera svartur
Mánudagsgestur vikunnar er tónlistarmaðurinn Logi Pedro sem gaf á dögunum út tvö lög, Fuðri upp og Reykjavík undir yfirskriftinni Fagri Blakkur. Logi hefur komið víða við en hann hefur nú starfað sem tónlistarmaður í 10 ár.
24.09.2018 - 16:34
„Erum öll mannleg að reyna að leysa flækjur“
Platan Litlir svartir strákar eftir tónlistarmanninn og upptökustjórann Loga Pedro Stefánsson kom út í dag. Þetta er fyrsta plata Loga sem sólólistamanns en hann hefur verið í hljómsveitum eins og Retro Stefson og Sturla Atlas, auk þess að stjórna upptökum og framleiða takta fyrir ótal aðra tónlistarmenn og rappara.
Mynd um kynferðisbrot og viðbrögð samfélagsins
„Sagan er um dreng sem er í menntaskóla á lokaári og hann er ásakaður um gróft kynferðisbrot gagnvart bekkjarsystur sinni. Þetta fjallar um afleiðingar þess fyrir aðstandendur og meinta gerendur og þolendur,“ segir María Reyndal, leikstjóri og handritshöfundur Mannasiða, páskamyndar RÚV í ár.
Óx með tónmenntastofu Austurbæjarskóla
Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari Retro Stefson og sjálfstæður tónlistarmaður, segir tónlist sveitarinnar alltaf hafa einkennst af fjölþjóðlegum stefnum og straumum. Hljómsveitin varð til í Austurbæjarskóla og er stundum kynnt sem stórsveit skólans á tónleikum.
29.09.2015 - 16:26